Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
„ÞÚ ÆTTIR AÐ KENNA MÖMMU ÞINNI
UM. HÚN ER EKKI Á SVÆÐINU TIL AÐ
ANDMÆLA ÞÉR.“
„ÓKEI, EKKI BRJÁLAST Í HVERT SINN
SEM EINHVER HRINGIR DYRABJÖLLUNNI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fylgjast með þeim
vaxa.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KETTIR ERU
DÁSAMLEGUR
FÉLAGSSKAPUR
JÁ, SVO
SANNARLEGA
GRETTIR! KOMDUOG
VERTU MEÐOKKUR!
ALLT Í LAGI,
LJÚKUM ÞESSU AF
HVAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR AÐ VIÐ
VERÐUM EFTIR FIMM ÁR?
EF VIÐ GERUM RÁÐ FYRIR AÐ
ÉG BYRJI AÐ HLAUPA NÚNA?
BARA GRÍN!
SMASK
hennar í fyrradag. „Síðan mun ég láta
langþráðan draum rætast og sækja
djasshátíðina í Newport, en Laufey
dóttir mín kemur þar fram undir eigin
nafni með hjómsveit í júlí.“
Áhugamál Jóns snúast mikið um al-
þjóðamál og hefur hann því verið
heppinn með störf í gegnum árin. „Ég
hef verið mikill áhugamaður um frjáls
alþjóðaviðskipti, en það er stór-
merkilegt að á mínu æviskeiði hafa al-
þjóðaviðskipti náð að lyfta fleirum
upp úr sárri fátækt en nokkru sinni
fyrr í heimssögunni.“ Að öðru leyti
beinast áhugamálin að tónlist, enda
ekki undan því komist á hans heimili,
en auk þess hefur hann frá barnsaldri
haft mikinn áhuga á kvikmyndum.
Trjárækt hefur verið Jóni hugleikin.
Foreldrar hans hófu skógrækt í Mýr-
dalnum fyrir fjórum áratugum og hef-
ur fjölskyldan haldið því áfram. Jón
hefur einnig það viðvarandi verkefni
að halda jafnaldra sínum, gömlum
breskum sportbíl, á götunni.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Wei Lín, f.
22.7. 1964, fiðluleikari. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Foreldrar hennar:
Hjónin Lin Yao-Ji prófessor og Hu
Shixi prófessor.
Börn Jóns og Wei eru Laufey Lín
Jónsdóttir, f. 23.4. 1999, BA, tónlist-
armaður, búsett í Los Angeles, og
Júnía Lín Jónsdóttir, f. 23.4. 1999,
MA í alþjóðasamskiptum, búsett í
London.
Systkini Jóns eru Guðbjörg
Sigurgeirsdóttir, f. 31.12. 1960,
heimilislæknir í Reykjavík, og Gísli
Sigurgeirsson, f. 22.2. 1967,
rekstrarhagfræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Jóns: Sigurgeir Jóns-
son, f. 23.1. 1934, d. 16.8. 2009, hag-
fræðingur og ráðuneytisstjóri, og
Ingibjörg Júnía Gísladóttir, f. 19.12.
1933, fyrrverandi bókavörður, bú-
sett í Reykjavík.
Jón Þorvarður
Sigurgeirsson
Ingibjörg Erlendsóttir
húsfreyja á Stokkseyri
Jón Guðbrandsson
sjómaður á Stokkseyri
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Gísli Guðmundsson
sjómaður í Reykjavík
Ingibjörg Júnía Gísladóttir
fyrrverandi bókavörður,
býr í Reykjavík
Ragnhildur Jóhannesdóttir
húsfreyja í Þjóðólfshaga
Guðmundur Þorsteinsson
bóndi í Þjóðólfshaga í Holtum
Margrét Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eiríkur Eiríksson
málari í Reykjavík
Laufey Eiríksdóttir
prestsfrú og húsfreyja í Reykjavík
Jón Þorvarðarson
prestur og prófastur í Reykjavík
Andrea Elísabet
Þorvarðardóttir
prestsfrú og húsfreyja
í Vík í Mýrdal
Þorvarður Þorvarðarson
prófastur í Vík í Mýrdal
Ætt Jóns Þ. Sigurgeirssonar
Sigurgeir Jónsson
hagfræðingur og
ráðuneytisstjóri í Reykjavík
Ekki er það gott. Friðrik Stein-
grímsson skrifaði á þriðjudag
norðan úr Mývatnssveit: „Vargur í
kvöld.“
Sólpallinn minn ekki er
unnt um stund að nýta,
því að grimmar mæta mér
mýflugur sem bíta.
Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur
Arnfinnsson limruna Sauðaþjófur:
Leópold bóndi á Leirá
stal lambhrútum þremur sem Geir á
og bíldóttri á
Bótólfi frá,
og botnóttri gimbur sem Reyr á.
Gunnar J. Straumland yrkir „um
orðbragð og hömluleysi á rafrænum
miðlum“:
Allra mest við eygjum flest
ótal bresti náungans.
Mannsins lesti munum best
mitt í verstu stundum hans.
Tungukorða temja skal,
taum og skorður finna.
Gaspur forðast, göfga tal,
gæta orða sinna.
Nokkur orðaskipti og öll jákvæð
spunnust út af þessum hringhendum
Gunnars. Hallmundur Kristinsson:
Víða er í holti viðkvæm sál.
Vitringar hafa meint að
gott væri að tala göfugt mál.
Gætum við kannski reynt það?
Í DV var frétt um að kattarstríð á
Seltjarnarnesi stigmagnaðist. Er-
lingur Sigtryggsson orti:
Seltjarnarnesið er flatt en flott
og flestra þar troðin pyngja.
Fólkið er einnig undur gott,
einkum við málleysingja.
Auðvitað kallar þessi vísa fram
frumgerðina hans Þórbergs Þórð-
arsonar:
Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind eins og klerkur í stól.
Hallmundur Kristinsson skrifar:
„Að skjóta inn einni og einni limru
er svolítið eins og að ræskja sig.“
Elskuleg Anna í Hlíð,
alltaf var hún svo fríð.
Það á að þakka
Þórði á Bakka
að hún er ennþá blíð.
Magnús Geir Guðmundsson kvað:
Þetta er allan víst á veg,
og varla allt sem sýnist.
Eina konu elska ég
og aldrei mér hún týnist.
Erlingur Sigtryggsson skaut inn
limru:
Elli kellingar allar
ekki eru jafn vel snjallar,
lundarléttar
og lipurnettar
sem gamlir geðillir kallar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.i
Vísnahorn
Sauðaþjófur og mýflugur