Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Ljósmynd/Auður Sigbergsdóttir Íslandsmeistari Thelma Aðalsteinsdóttir leikur listir sínar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í Versölum þar sem hún varð Íslandsmeistari. FIMLEIKAR Jökull Þorkelsson jokull@mbl.is „Þetta var allt mjög óvænt,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu, Íslandsmeistari í fjölþraut í áhalda- fimleikum, í samtali við Morgun- blaðið. Mótið fór fram um síðustu helgi í Versölum, heimavelli Gerplu, og var keppt á fjórum áhöldum. Thelma fékk silfur í þremur af fjór- um áhöldunum sem landaði henni Íslandsmeistaratitlinum með 47.650 stig. Þetta er fyrsti Íslandsmeist- aratitill Thelmu en hún er 21 árs gömul. „Þetta var allt mjög óvænt, ég mætti bara til að gera mitt besta þar sem ég er að koma til baka úr bakmeiðslum. Stefnan var í raun og veru bara að standast fjögur áhöld. Ég myndi ekki segja alveg, en mér var nokkuð sama hvernig niður- staðan kæmi út. Það sem ég ein- blínti frekar á var að gera mitt og standast áhöldin. Það var samt mjög gaman að enda sem sigurveg- ari.“ Aðspurð út í ferlið sagði Thelma: „Vinnuferlið er búið að vera rosa- lega langt, ég er búin að vera að mæta tvisvar á dag þegar ég hef tíma. Þá geri ég sjúkraþjálfara- æfingar fyrir hádegi, svo að bakið sé í lagi, og fer svo á fimleikaæfingu seinni partinn. Æfingaálagið er að- eins meira þegar stórmót nálgast. Við erum alltaf frá klukkan fjögur til átta og það er meira af heilum æfingum á þessum tíma. Þær byrja þremur vikum fyrir mót, þannig að við púslum þessu svona saman.“ Klúðraði á uppáhaldsáhaldinu Eins og áður kom fram endaði Thelma í öðru sæti í þremur af fjór- um áhöldum en það var á slá, tvíslá og á gólfi. Blaðamaður Morgun- blaðsins spurði Thelmu hvort hún ætti uppáhaldsáhald: „Tvísláin er helsta og uppáhalds- áhaldið mitt, ég klúðraði reyndar smávegis á henni á mótinu og klúðr- aði einnig örlítið á slá, sem er svona mitt næststerkasta áhald. Gólfið var hins vegar mjög gott, sérstaklega miðað við mína getu þar,“ sagði Thelma. Hver er draumurinn og hvert er framhaldið? „Það var alltaf draumurinn síðan ég var krakki að komast á Ólympíu- leikana. Ég ætlaði að fara á þá í Tókýó árið 2020 en svo meiddist ég í bakinu og það frestaðist aðeins. Við sjáum hvernig bakið verður en annars eru Ólympíuleikarnir í París 2024 alltaf draumurinn. En í náinni framtíð stefni ég á Norðurlanda- mótið og markmiðið er að komast í úrslit í tvíslá og mögulega slá líka þar. Svo er Evrópumótið í ágúst og ég stefni einnig á það, þannig að það er nóg fram undan.“ Fór eingöngu í göngutúra Eins og áður hefur verið nefnt meiddist Thelma í bakinu árið 2019 og hún útskýrði aðeins þau meiðsli fyrir undirrituðum. „Ég fékk útbungun í bakið vegna álags árið 2019 og síðan varð það verra og verra og var verst árið 2020. Þá fór ég i myndatöku og þar sást að ég væri með útbungun neð- arlega i bakinu. Ég byrjaði þá að taka pásu frá fimleikum í átta vikur og fór eingöngu í göngutúra á dag- inn og gerði sjúkraþjálfaraæfingar. Skóli, fimleikar og snemma að sofa Meiðslin fóru að skána sumarið 2021 og þá byrjaði ég að geta hopp- að aðeins og síðan prófaði ég mig áfram, sem gekk. Ég er enn þann dag í dag að fá bakverki, sumir dag- ar eru betri en aðrir en ég geri sjúkraþjálfaraæfingar að minnsta kosti tvisvar-þrisvar í viku til að halda bakinu góðu. Á milli desember 2021 og janúar 2022 gat ég farið að æfa almennilega og hef gert síðan.“ Thelma stundar ekki einungis fim- leika heldur er hún nýbúin að ljúka sínu fyrsta ári af þremur í BS-námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Fyrir það lauk Thelma námi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Að- spurð hvernig hún blandar þessu tvennu saman sagði Thelma: „Það var afskaplega mikið álag fyrsta árið mitt í háskólanum, og þá sérstaklega fyrstu önnina. Þannig að í fimleikum tók ég mínar æfingar og þrekið og fór síðan heim að læra.“ Þannig að það var lítill tími fyrir aðra hluti? „Já, mjög lítill, það var bara skóli, fimleikar og fara snemma að sofa.“ Framtíðin ræðst á bakinu Var einfaldara að höndla álagið á meðan þú varst í menntaskóla? „Já, mun auðveldara. Ég raðaði þessu þannig að ég tók mennta- skólann á fjórum árum og fjórum mánuðum. Þannig náði ég að fara út að keppa og svoleiðis.“ Ljóst er að það er mikið um að velja fyrir Thelmu í framtíðinni og ekki alveg ljóst hvar framtíðin ligg- ur. „Framtíðin miðast öll við hvernig bakið verður. Ef það er í lagi þá held ég áfram í fimleikum en annars ekki. Ég verð hins vegar með lyfja- fræðina úr HÍ, ég tek hana með mér inn í framtíðina,“ sagði Thelma að lokum. Var allt mjög óvænt - Thelma Íslandsmeistari í fyrsta skipti - Fékk silfur í þremur af fjórum áhöld- um - Nóg að gera á nokkrum vígstöðvum - Dreymir um Ólympíuleikana Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finn- bogason mun yfirgefa þýska félagið Augsburg þegar samningur hans við félagið rennur út um mánaða- mótin. Alfreð hefur mikið glímt við meiðsli að undanförnu og lék að- eins tíu leiki með Augsburg á síð- ustu leiktíð og skoraði tvö mörk. Hann skoraði alls 37 mörk í 112 deildarleikjum með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Alfreð hefur leikið 61 A-landsleik og skorað í þeim 15 mörk. Framherjinn skoraði fyrsta mark Íslands á HM í Rúss- landi 2018, gegn Argentínu. Alfreð yfirgefur Augsburg Ljósmynd/Szilvia Micheller Farinn Alfreð Finnbogason er far- inn frá þýska félaginu Augsburg. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, hefur samið við svissneska félagið Zürich. Hann kemur til félagsins frá Montpellier í Frakklandi. Ólaf- ur, sem er 32 ára, glímdi við þrálát meiðsli hjá Montpellier og gat því lítið beitt sér. Skyttan hefur áður leikið með Kristianstad, Hannover- Burgdorf, Nordsjælland, AG Kaup- mannahöfn og uppeldisfélaginu FH. Harpa Rut Jónsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir gengu á dög- unum í kvennalið Zürich. Ólafur í sviss- nesku deildina Ljósmynd/Szilvia Micheller Sviss Ólafur Andrés Guðmundsson er kominn til Sviss frá Frakklandi. Vert er að velta því fyrir sér hvort karlalandsliðið í knatt- spyrnu, undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, sé að ganga í gegn- um svipaðar breytingar og liðið gerði fyrir rúmum áratug undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur gaf miklum fjölda ungra og stórefnilegra leik- manna sín fyrstu tækifæri með liðinu á árunum 2007-2011. Árangur liðsins undir stjórn hans var ekki sem bestur en leik- mennirnir bjuggu afskaplega vel að reynslunni, enda kom hún Lars Lagerbäck sannarlega til góða þegar hann tók við liðinu árið 2011 og stýrði karlaliðinu síðar á sitt fyrsta stórmót, EM 2016. Á því eina og hálfa ári sem Arn- ar hefur verið við stjórn hefur ár- angurinn hingað til heldur ekki verið góður en fjöldi ungra og bráðefnilegra leikmanna hefur, líkt og hjá Ólafi, fengið sín fyrstu tækifæri með liðinu. Skagamennirnir Ísak B. Jó- hannesson og Hákon A. Haralds- son, sem eru báðir 19 ára gamlir, eru á meðal þeirra mest spenn- andi sem hafa þegar fengið tæki- færi með A-landsliðinu. Á meðal þeirra sem hafa ekki enn hlotið eldskírn sína með A- landsliðinu er hinn bráðefnilegi Kristian Hlynsson, sem er 18 ára gamall. Vart getur liðið á löngu þar til hann bætist í hóp þess fjölda leikmanna sem hafa fengið tækifærið undir stjórn Arnars. Tíminn einn mun leiða það í ljós hversu líkar stjórnartíðir Ólafs og Arnars munu reynast að lokum en hver svo sem árangur þess síðarnefnda verður, er það morgunljóst að efniviðurinn er mikill. Vonandi þróast þessir leikmenn svo í sömu átt og leik- menn gullkynslóðarinnar gerðu. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ef KR vinnur einvígið gegn pólska liðinu Po- gon Szczecin í fyrstu umferð Sambandsdeildar karla í knatt- spyrnu mætir fé- lagið Bröndby frá Danmörku í 2. umferð. Bröndby er eitt stærsta fé- lagið í Danmörku. Hjörtur Her- mannsson og Hólmbert Aron Frið- jónsson hafa leikið með liðinu á undanförnum árum. Bröndby hefur ellefu sinnum orðið danskur meist- ari. Breiðablik mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kósóvó ef liðið vinnur UE Santa Coloma frá Andorra í fyrstu umferðinni. Buducnost Podgorica hefur fimm sinnum orðið meistari í heimalandinu. Þá mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings Ballkani frá Kósóvó eða Zalgiris frá Litháen í Meistaradeildinni, takist liðinu að vinna forkeppnina og Malmö í fyrstu umferðinni. Í forkeppninni þarf Vík- ingur að vinna Levadia Tallinn í undanúrslitum og síðan La Fiorita, meistara San Marínó, eða Inter Club d’Escaldes, meisturum An- dorra, í úrslitum til að mæta Malmö. KR gæti mætt Bröndby Atli Sigurjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.