Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 61

Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com “Top Gun: Maverick is outstanding.” Breathtaking “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” 82% Empire Rolling StoneLA Times BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR “THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE” “A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR” “A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME” Sýningin Sea Lava Circle verður opn- uð í i8 galleríi í dag, 16. júní, og stend- ur til 20. júlí. Á henni má sjá úrval verka úr safni hjónanna Péturs Ara- sonar og Rögnu Róbertsdóttur en söfnun þeirra á myndlist spannar fimm áratugi. Að auki hefur Ragna sýnt hjá i8 reglulega frá árinu 1996. „Náið samband þeirra hjóna við lista- menn varð kveikjan að safni, þar sem finna má höggmyndir, málverk, ljós- myndir og verk á pappír en leiðarstef söfnunarinnar var mínímalísk fag- urfræði og áhugi þeirra hjóna. Sýn- ingarheitið Sea Lava Circle er fengið úr höggmynd eftir Richard Long sem er þungamiðja sýningarinnar,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni má sjá verk eftir Roger Ackling, Guðmundu Andrésdóttur, Birgi Andrésson, Ingólf Arnarsson, Hörð Ágústsson, Celeste Boursier-Mougenot, Jóhann Eyfells, Kristján Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Carsten Höller, Dorothy Iannone, Alan Johnston, Donald Judd, On Kawara, Richard Long, Söruh Lucas, Gerwald Rockenschaub, Roman Signer, Alan Uglow, Jeffrey Vallance og Lawrence Weiner. Árátta lýsandi Einar Falur Ingólfsson, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, ritar sýningar- texta og rifjar upp viðtal sem hann átti við Pétur Arason árið 2000 þegar opnuð var viðamikil sýning á úrvali verka úr safneign þeirra Rögnu Róbertsdóttur, eiginkonu hans, í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Í því viðtali sagði Pétur: „Við getum sagt að verkin í okkar safni séu eftir góða fulltrúa myndlistar eins og hún hefur verið í hinum vestræna heimi síðan 1965.“ Heiti sýningarinnar var lýsandi fyrir ástríðufulla söfnun þeirra hjóna, Árátta, skrifar Einar Falur og að Pétur hafi nefnt árið 1965 en þá eignaðist hann sitt fyrsta myndlistarverk og önnur bættust fljótlega við. Safneignin hafi síðan tekið að byggjast markvisst upp á ní- unda áratugnum og orðið á margan hátt einstök hér á landi, því auk þess að eignast verk eftir íslenska sam- tímalistamenn, sem Pétur kunni að meta, hafi hann keypt ekki síður verk eftir erlenda listamenn. „Þetta eru samræður. Við höfum mjög sjaldan keypt verk án þess að hafa kynnst listamanninum. Við höf- um haft mikil tengsl við listamennina og líklega er það grunnurinn í okkar safni, “ sagði Pétur við Einar Fal um verkin í eigu þeirra Rögnu. Einar Falur nefnir einnig grein um safneignina eftir Evu Heisler list- fræðing, sem birtist í sýningar- skránni sem kom út við opnun Áráttu í Gerðarsafni, þar sem sagði að safn Péturs endurspegli fjárfestingu, ekki í hlutum heldur í umræðunni í kring- um þá. Skrifaði Heislar að verkin á sýningunni væru „ ... vitnisburður um samræður einstaklings við list frá síð- ustu áratugum tuttugustu aldar, sér í lagi list sem kæmi í kjölfarið á mini- malismanum. Úr Króki í Safn Pétur og Ragna fóru snemma að sýna verk úr safni sínu, skrifar Einar Falur, fyrst í Krók á níunda áratug síðustu aldar í rými verslunarinnar sem Pétur rak þá að Laugavegi 37. „Krók starfræktu þau í um fimm ár en síðan af miklum metnaði, ásamt Ingólfi Arnarssyni myndlistarmanni, sýningarrýmið sem þau kölluðu Aðra hæð, 1992-1997, á heimili þeirra hjóna á efri hæðum sömu byggingar. Um fimm ára skeið á fyrstu árum þess- arar aldar starfræktu þau loks Safn, sem var á götuhæð hússins og um tíma rekið í samstarfi við Reykjavík- urborg. Árið 2014 opnuðu þau svo sýningarsal í Berlín og starfræktu um nokkurra ára skeið. Á Annarri hæð sýndi á fjórða tug erlendra samtímalistamanna, auk íslenskra verk sín. Pétur og Ingólfur buðu þar iðulega til ævintýralegra stefnumóta við áhugaverða lista- menn, í mörgum tilfellum heims- þekktra á sviði konseptlistar og míni- malisma. Listamennirnir fylgdu flestir verkum sínum til landsins og urðu mörg verkanna eftir í safneign Péturs og Rögnu, eftir hinar gjöfulu samræður sem hann talar um. Íslandstengingar margra þessara erlendu listamanna, sem fyrst komu hingað til lands og sýndu verk sín hjá Pétri og Rögnu, hafa haldist og styrkst og ekki síst í margbreytilegu samstarfi við i8. Galleríið var stofnað í Ingólfsstræti 8 af Eddu Jónsdóttur árið 1995. Hún tók strax að vinna með mörgum þeirra listamanna sem hjón- in höfðu sýnt og safnað verkum eftir. Þar má til að mynda nefna SÚM- forkólfana Kristján og Sigurð Guð- mundssyni og Hrein Friðfinnsson, Ingólf Arnarsson, Birgi Andrésson og Rögnu sjálfa, og Roni Horn, Lawrence Weiner og Karin Sander. Samstarf þessara listamanna við gall- eríið hefur verið gjöfult og þá hafa verið settar upp sýningar þar á verk- um eftir mun fleiri, sem einnig sýndu hjá Pétri og Rögnu svo skörunin hef- ur verið margvísleg,“ skrifar Einar Falur og að eftir fimm áratuga söfn- un á myndlist hafi Pétur tekið annan kúrs. Ragna sinni myndlist sinni af kappi og sýni víða um lönd en Pétur leggi nú megináherslu á söfnun og varðveislu á bókverkum. Ástríðufull söfnun - Verk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur sýnd í i8 - Sýningar- heitið fengið úr höggmynd Richards Long sem er þungamiðja sýningarinnar Ljósmynd/Ari Magg Safn Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir eiga mikið og merkilegt safn myndlistarverka. Hljómsveitin Of Monsters and Men sendi frá sér EP-plötu á föstudaginn var, sem ber titilinn TÍU og einnig nýtt lag, „Lonely Weather“. Heim- ildarmynd með sama nafni og plat- an, þ.e. TÍU, var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni degi fyrir útgáfu plötunnar og því nóg um að vera hjá hljómsveitinni. Flutti sveitin þrjú lög á hátíðinni sem haldin er í New York. Á TÍU má finna nokkur af uppá- haldslögum aðdáenda hljómsveit- arinnar, þ.á.m. „This Happiness“, „Destroyer“ og „Visitor“ sem hefur samanlagt verið streymt yfir 20 milljón sinnum á streymisveitum, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrrnefnda heimildarmynd gerði svo góðvinur sveitarinnar, Dean Deblois, sem á m.a. að baki tónlistar- mynd Sigur Rósar, Heima, og teiknimyndirnar Lilo & Stitch og How To Train Your Dragon. Í myndinni er sveitinni fylgt á ferðum sínum um Ísland eftir að hætta þurfti við tónleika hennar erlendis vegna Covid-19. Þar með er ekki allt upp talið, því nú má finna upptöku á YouTube af tónleikunum Of Monsters and Men – The Cabin Session. Á þeim flutti sveitin fyrstu breiðskífu sína My Head Is an Animal í heild sinni í sumarbústað á Íslandi. Í fyrra var gefin út 10 ára afmælisútgáfa af þeirri plötu, sem í fyrstu kom út stafrænt en nú er fáanleg á vínyl. EP og heim- ildarmynd hjá OMAM OMAM Hljómsveitin góða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.