Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Þín útivist - þín ánægja
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
LOGN hettupeysa
Kr. 6.990.-
SÆR einangrað vesti
Kr. 8.990.-
STRAUMNES Merínó ullarbuxur
Kr. 4.990.-
EIReinangraður jakki
Kr. 11.990.-
HIMINN jogging buxur
Kr. 5.990.-
ÖLD flíspeysa
Kr. 6.990.-
ÖLD eyrnaband
Kr. 1.490.-
VIÐEY vettlinga
Kr. 2.790.-
r
BJARNEY húfa með dúsk
Kr. 1.990.-
25%
afsláttur
aföllum
barnafatnaði
M
örgum reynist hollt að
fara út fyrir rammann
og kíkja inn í hann.
Horfa á umhverfið
gagnrýnum augum, í stað þess að
fylgja straumnum gagnrýnislaust.
Nita Prose gerir þetta á skemmti-
legan og áhrifa-
ríkan þátt í
spennusögunni
Þernunni, þar
sem yfirgangur,
valdaójafnvægi,
sannleikur og
réttlæti eru
hornsteinar.
Við lestur
Þernunnar kem-
ur Forrest Gump fyrst upp í hug-
ann en samnefnd saga kom út fyrir
tæplega fjórum áratugum. Móðir
hans lagði honum lífsreglurnar
með góðum árangri en þernan
Molly Gray hefur alla sína visku
frá nýlátinni ömmu sinni. Betra
verður veganestið ekki.
Molly Gray virðist vera einfeldn-
in uppmáluð en meira er í hana
spunnið en margur heldur. Hún er
samviskusöm í vinnunni, trú vinnu-
veitendum og gestum, lítur á
björtu hliðarnar, sér helst ekkert
rangt í fari annarra, er kurteis við
alla, líka þá sem koma illa fram við
hana, og heldur sig við það sem
hún telur vera rétt, með sannleik-
ann og heiðarleikann að leiðarljósi.
Eitt er að koma að látinni mann-
eskju og annað að vera sakaður
eða sökuð um morð. Molly Gray
stendur óvænt í hvorum tveggja
þessum sporum. Hringurinn
þrengist stöðugt og allir virðast
snúa við henni baki, stingi þeir
hana hreinlega ekki í bakið, en hún
gefur sig ekki. Bognar ekki einu
sinni. Sannleikur hennar, sem þarf
ekki að vera sá sami og sannleikur
annarra, er hennar vopn, þótt flest
sund virðist vera lokuð og lífstíðar-
dómur blasi við. Hvert sem litið er
má sjá einstaklinga sem telja sig
vera til forystu fallna. Þegar
grannt er skoðað reynast þó marg-
ir þeirra ekkert annað en fúskarar
og loddarar, keisarar án fata. Í lag-
skiptu samfélagi mega þeir lægst
settu sín lítils og á þeim er traðkað
án þess að þeir geti borið hönd fyr-
ir höfuð sér. Molly Gray vinnur
hins vegar samkvæmt þeirri trú að
allir gegni mikilvægu hlutverki og
að starf hótelþernunnar sé jafn
mikilvægt og önnur störf, nauðsyn-
legt púsl í heildarmyndinni.
Molly Gray lifir einföldu lífi,
gegnir starfi sínu aðfinnslulaust og
gott betur og nýtur lífsins á sinn
hátt. Hún á í ýmsum erfiðleikum,
eins og gengur og gerist í lífi
venjulegs fólks, en lætur þá ekki
buga sig heldur gengur örugg til
verks. Engu að síður má hún sín
lítils gagnvart tækifærissinnum og
þarf að gjalda fyrir syndir ann-
arra.
Bókin er öðrum þræði skemmti-
leg og bráðfyndin á köflum en und-
irtónninn er grafalvarlegur. Skáld-
sagan verður lifandi, hvert sem
litið er, og þörf ábending um hvað
megi víða betur fara.
Ljósmynd/Dahlia Katz
Hornsteinar Nita Prose er höfundur bókarinnar Þernan. Ǵagnrýnandi seg-
ir yfirgang, valdaójafnvægi, sannleik og réttlæti hornsteina bókarinnar.
Synt á móti straumnum
Spennusaga
Þernan bbbbn
Eftir Nitu Prose.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
Kilja. 375 bls. JPV útgáfa 2022.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Bandaríski leikarinn Philip Baker
Hall er látinn, níræður að aldri.
Hall lék í fjölda kvikmynda og sjón-
varpsþátta á ferli sínum sem hann
hóf þó á leiksviði í New York. Á átt-
unda áratugnum fór hann að reyna
fyrir sér í Hollywood-myndum. Af
þekktum kvikmyndum sem hann
lék í má nefna Boogie Nights, Hard
Eight og Magnolia, Ghostbusters II,
Midnight Run, Air Force One, The
Rock og The Truman Show. Af
sjónvarpsþáttum sem hann lék í má
nefna gamanþættina Seinfeld og
Curb Your Enthusiasm. Af öðrum
verkum sem Hall lék í á löngum
ferli má nefna kvikmyndirnar Dog-
ville, The Insider, Zodiac, Argo,
Bruce Almighty og The Amityville
Horror og sjónvarpsþáttaraðirnar
The Newsroom og Modern Family.
Fyndinn Philip Baker Hall var spreng-
hlægilegur í hlutverki bókasafnslöggunnar
Joe Bookman í Seinfeld-þáttunum.
Leikarinn Philip Baker Hall látinn
Stutt kitla hefur verið sett á netið
fyrir aðra þáttaröð hinna gríðar-
vinsælu suður-kóresku þátta Squid
Game sem slógu í gegn á Netflix í
fyrra, með skilaboðum frá höfundi
þeirra, handritshöfundi, leikstjóra
og framleiðanda, Hwang Dong-
Hyuk. Dúkkan banvæna, sem sást
snemma í fyrstu þáttaröð, birtist í
kitlunni. Segir þar að 12 ár hafi
tekið að koma fyrri þáttaröð á netið
sem hafi orðið vinsælasta þáttaröð
allra tíma á Netflix á 12 dögum.
Þakkar Hwang aðdáendum víða um
lönd og gefur forsmekk að því sem
koma skal. Aðalpersóna fyrri þátta-
raðar, Seong Gi-hun, leikinn af Lee
Jung-jae, og grímuklæddur and-
stæðingur hans, kallaður Front
Man, leikinn af Lee Byung-hun,
snúa aftur. Löng bið er þó eftir ann-
arri þáttaröð, því hún kemur á Net-
flix á næsta ári eða þarnæsta.
Ógnandi Sá grímuklæddi í Squid Game.
Aðalpersónurnar snúa aftur
Tónlistarmað-
urinn H. Hawk-
line hitar upp
fyrir Aldous
Harding á tón-
leikum hennar í
Hljómahöll í
Reykjanesbæ 16.
ágúst kl. 20.
Hawkline er
velskur tónlist-
ar- og fjölmiðlamaður, hóf sólófer-
il sinn árið 2010 og hefur gefið út
fjórar plötur frá þeim tíma, að því
er segir í tilkynningu. Hefur hann
unnið með Cate Le Bon og Kevin
Morby og hin síðustu ár með Har-
ding en þau eru jafnframt par. Í
fjölmiðlaheimum hefur Hawkline
m.a. unnið með samlanda sínum,
Huw Stephens.
Harding er nýsjálensk og gaf út
sína fyrstu plötu Aldous Harding
árið 2014 og hefur hún vakið at-
hygli fyrir lagasmíðar og ekki síð-
ur tónlistarflutning. Plötur henn-
ar, Party frá árinu 2017 og
Disigner frá 2019, hlutu einróma
lof gagnrýnenda og tónlistarunn-
enda um allan heim. Dómar um
nýjustu plötu hennar, Warm Chris,
hafa einnig verið lofsamlegir.
Músíkalskt par í Hljómahöll í ágúst
H. Hawkline
Sú ákvörðun blaðamanns á dag-
blaðinu Sydney Morning Herald að
gefa leikkonunni Rebel Wilson 27
klst. til að tilkynna að hún væri
samkynhneigð hefur vakið reiði
víða. Wilson greindi frá því að hún
væri samkynhneigð á Instagram
fyrir fáeinum dögum og kom síðar í
ljós að hún var þvinguð til þess af
blaðamanni sem sagðist ætla að
birta frétt um kynhneigð hennar,
hvort sem hún vildi eða ekki. Blaða-
maður þessi er slúðurfréttaritari að
nafni Andrew Hornery og segir
hann Wilson hafa eyðilagt fréttina
fyrir sér með því að vera á undan á
Instagram. Samtök LGBTIQ+ fólks
hafa eðlilega brugðist við þessum
fréttum með því að fordæma blaða-
manninn, enda
kynhneigð fólks
einkamál og erf-
itt að koma út úr
skápnum. Það
ætti blaðamað-
urinn Hornery
að vita vel en
hann er samkyn-
hneigður. Sagð-
ist hann í afsök-
unarbeiðni á mánudag ekki hafa
ætlað að valda neinum sársauka.
Ritstjóri blaðsins og yfirmaður
hans, Bevan Shields, sagði hins
vegar á mánudag að blaðið hefði
ekki þvingað Wilson út úr skápn-
um. Degi síðar baðst hann afsök-
unar.
Mál Wilson vekur hneykslan og reiði
Rebel Wilson
Vorhefti Skírnis er komið út, tíma-
rits Hins íslenska bókmenntafélags.
Með ritstjórn fara bókmenntafræð-
ingarnir Ásta Kristín Benedikts-
dóttir og Haukur Ingvarsson. Með-
al efnis er þýðing Áslaugar
Agnarsdóttur á ljóði úkraínsku
skáldkonunnar Irynu Tsilyk, Jón
Karl Helgason skrifar ritdóm um
bók Auðar Aðalsteinsdóttur, Því-
líkar ófreskjur: Vald og virkni rit-
dóma á íslensku bókmenntasviði;
Kari Ósk Ege birtir ljóðabálkinn
„Hundadaga“ og Hringur Sigurðs-
son þýðingu sína á smásögu
Fjodors Dostoj-
evskís, „Draumi
hlægilegs
manns“.
Íslenska skóla-
kerfið er til um-
fjöllunar í grein
Auðar Magnd-
ísar Auðardóttur
og myndlistar-
maður Skírnis er
Elín Hansdóttir og skrifa Dorothée
Kirch og Markús Þór Andrésson
hugleiðingu um verk hennar og
feril.
Vorhefti Skírnis komið út
Elín Hansdóttir