Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 68
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
PÓSTLISTASKRÁNING
Viltu skrá þig á póstlista?
Skannaðu QR kóðann.
KOS
3XL sófi. Drapplitað slitsterkt áklæði. 248 x 100 x 84 cm.
239.992 kr. 299.990 kr.
ÚTSALA
SUMAR
SCOTT
Hornsófi hægri eða vinstri. Kentucky koníak bonded leður.
293 x 217 x 85 cm. 195.993 kr. 279.990 kr.
GAIN
Borðstofustóll.
Dökkgrátt sléttflauel.
17.394 kr.
28.
CANNE
Hægindas
139.993
199.990
30%
40%
990 kr.
S
tóll, ýmsir litir.
kr.
kr.
DC 3600
3ja sæta sófi í svörtu Split leðri. 202 x 80 x 80 cm.
209.993 kr. 299.990 kr.
30%
20%
Bjarni Jónsson hlaut
Ísnálina í ár, verðlaun
sem veitt eru fyrir best
þýddu glæpasöguna,
fyrir þýðingu sína á
Kalmann eftir Joachim
B. Schmidt. Mál og
menning gefur bókina
út. Í umsögn dóm-
nefndar segir að það
hafi verið einróma álit
hennar að þýðing
Bjarna skyldi hljóta Ís-
nálina í ár. „Þýðing
Bjarna Jónssonar er
fumlaus og flæðir án
hindrana, textinn verð-
ur jafnvel ljóðrænn á köflum. Frágangur er allur til fyrir-
myndar og það er gleðiefni að sjá nafn þýðanda strax á
saurblaðinu,“ segir m.a. í umsögninni. Að verðlaun-
unum standa Bandalag þýðenda og túlka, Hið íslenska
glæpafélag og Þýðingasetur Háskóla Íslands.
Bjarni Jónsson hlaut Ísnálina
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Gömlu stórveldin KR og ÍA skildu jöfn, 3:3, í stór-
skemmtilegum fótboltaleik er þau mættust í Bestu
deildinni á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi.
Liðin skiptust á að ná forystunni og jafnaði KR að lok-
um í uppbótartíma. Eyþór Wöhler skoraði tvö fyrir ÍA.
Í Vestmannaeyjum unnu Íslands- og bikarmeistarar
Víkings öruggan 3:0-útisigur á ÍBV. Oliver Ekroth, Er-
lingur Agnarsson og Ari Sigurpálsson gerðu mörk Vík-
inga. Fossvogsliðið fór upp í annað sætið með sigrinum
en Eyjamenn eru á botninum sem fyrr. »58
Sex mörk og dramatík í Vesturbæ
ÍÞRÓTTIR MENNING
skyldna og fræddu mig um söguna.
Ég heillaðist af landi og þjóð sem
krakki og áhuginn hefur aukist með
hverju árinu.“
Fjölskyldan hefur hug á að afla
frekari upplýsinga í Vesturfarasetr-
inu á Hofsósi og heimsækja svæði
forfeðranna. „Mig langar til þess að
sjá hvaðan fólkið kom og fræðast
meira um land og þjóð,“ segir Dean
og biðlar til skyldfólks eða annarra
sem þekkja til að hafa samband
(dean@isumassie.com og sími: 00 1
925-899-0702). Hann bætir við að
sonur þeirra sé sama sinnis.
„Honum finnst gaman á skíðum
og í sundi, er nýbyrjaður í fim-
leikum, en hefur meiri áhuga á rann-
sóknum og fornleifafræði. Hann
elskar að finna út úr hlutunum og
leita lausna.“
Irina, eiginkona Deans, á ættir að
rekja til Úkraínu. Börn þeirra eru
Olga, 24 ára, og Alexander Johann,
sjö ára. „Alex segir öllum að hann sé
með víkingablóð í æðum, ættaður frá
Íslandi og Úkraínu. Hann hlakkar
mjög til Íslandsferðar okkar. Að
þessu sinni kemur hann einn með
okkur Irinu, en vegna stríðsins í
Úkraínu tekur hann sennilega
babúskuna sína með.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margir eru stoltir af íslenskum upp-
runa sínum og ekki síst erlendis.
Dean Sigmundson er einn þeirra.
Ólafur Jóhann Sigmundson, faðir
hans, kvæntist kanadískri konu og
þau eignuðust hann í Vancouver í
Kanada 1960, en ári síðar fluttu þau
til Bandaríkjanna. Dean og fjöl-
skylda búa í San Ramon, skammt frá
San Francisco í Kaliforníu, og hefur
hann lengi átt sér þann draum að
kynnast Íslandi og sérstaklega
skyldfólki á Íslandi.
„Ég þekki engan á Íslandi en fyrir
margt löngu sagði amma mér bara
að fara til Íslands, segja til nafns og
sjá hverju það skilaði,“ segir Dean.
„Ég sé eftir að hafa ekki tekið hana
fyrr á orðinu en nú erum við loks á
leiðinni, komum til Íslands 15. júlí og
förum aftur 29. júlí, og vonandi hitt-
um við ættingja.“
Sigurður Sigmundsson, föðurafi
Deans, fæddist í Reykjavík 16. mars
1908. Foreldrar hans voru Jóhann
Sigmundsson, fæddur 2. ágúst 1878 í
Árnessýslu, og Þórdís Sigurðar-
dóttir, fædd 16. nóvember 1877 á
Þorvaldsstöðum í Mýrasýslu. Sig-
urður flutti til Winnipeg í Kanada og
kvæntist þar Önnu Rósu Petursson
frá Foam Lake í Saskatchewan,
fædd 11. desember 1911. Foreldrar
hennar voru Ólafur Pétursson frá
Ríp í Hegranesi í Skagafirði, fæddur
8. janúar 1879, og Anna Sesselja
McNab frá Görðum í Norður-
Dakóta, fædd 7. júní 1884. Móðir
hennar var Björg Elísabet Hall-
grímsdóttir frá Brattagerði í Jökul-
dalshreppi, fædd 11. nóvember 1864.
Óskar upplýsinga
„Amma og faðir minn héldu upp-
runa okkar á lofti, sögðu mér frá
honum og hvöttu mig til þess að
halda í hann,“ segir Dean. „Þau töl-
uðu um Ísland með mikilli virðingu
og voru hreykin af upprunanum.
Þau sögðu mér frá sérstaka gamla
tungumálinu og sterka samfélaginu,
útskýrðu fyrir mér nafnakerfi fjöl-
Með víkingablóð
í æðum vestra
- Bandarísk fjölskylda á leiðinni og leitar ættingja á Íslandi
Fjölskyldan Dean Sigmundson, Alexander Johann, Irina og Olga.