Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Þrjátíu og níu ný endur-
hæfingarrými fyrir aldraða
verða opnuð fyrsta september á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði.
Skrifað var undir samning um
starfsemina á milli Sjúkratrygg-
inga Íslands og Sóltúns
öldrunarþjónustu í gær þar sem
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra og Rósa Guðbjarts-
dóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
mættu til að vera viðstödd und-
irritun.
Að sögn Ingibjargar Eyþórs-
dóttur, framkvæmdastjóra
hjúkrunar hjá Sólvangi, er þetta
ný starfsemi á Íslandi. Eldri en
sextíu og sjö ára mun gefast færi
á að sækja endurhæfingu á Sól-
vangi þar sem þeim verður veitt
einstaklingsmiðuð, heildræn og
þverfagleg endurhæfing í stað
þess að vera á Landspítalanum.
Reiknað er með að hægt verði
að veita að minnsta kosti fjögur
hundruð einstaklingum þjónustu
á ári. tomasarnar@mbl.is
Samningur Sóltúns og Sjúkratrygginga Íslands um starfsemi endurhæfingarrýma undirritaður í gær
Rýmin þau
fyrstu sinn-
ar tegundar
Morgunblaðið/Eggert
Anton Guðjónsson
anton@mbl.is
„Þetta snýst ekki um einhver fjár-
svik, þetta snýst um að það var
ekki samningur. Við erum ekki að
draga okkur
neitt fé, það er
rangt. Þetta er
túlkunaratriði á
samningi,“ segir
Anna Hildur
Guðmundsdóttir,
formaður SÁÁ, í
samtali við
Morgunblaðið.
Í bréfi dag-
settu 29. desem-
ber 2021 frá Ara
Matthíassyni, deildarstjóra eftirlits-
deildar Sjúkratrygginga Íslands
(SÍ), til Einars Hermannssonar,
stjórnarformanns SÁÁ, krefja
Sjúkratryggingar SÁÁ um tæplega
175 milljónir króna vegna tilhæfu-
lausra reikninga og vanefnda á
þjónustu og þjónustumagni.
Sjúkratryggingar sendu málið til
saksóknara og Ólafur Þór Hauks-
son héraðssaksóknari staðfesti við
Morgunblaðið í gær að mál SÁÁ
væri enn til rannsóknar. Hann
sagðist ekki geta farið út í nein
smáatriði önnur en þau sem hafa
þegar verið nefnd í fjölmiðlum.
„Eftirlitið frá SÍ snýst um fjar-
þjónustuna og fjarviðtölin sem voru
veitt í Covid-19-faraldrinum sem
enginn samningur er til um. Við
brugðumst við eins og allir aðrir,
það voru allir sendir heim að vinna
og máttu hvergi mæta,“ segir Anna
Hildur.
Úreltir samningar
„Við fáum opinbert fé frá heil-
brigðisráðuneytinu sem er veitt til
okkar í gegnum SÍ. Það eru búnir
til samningar um þjónustuna og
margir þeirra eru orðnir úreltir því
þjónustan hefur breyst töluvert.“
Samtal er hafið við SÍ um að
gera nýja heildarsamninga um
þjónustu SÁÁ. Í raun um hvaða
þjónustu ríkið ætlar að kaupa af
okkur. Þar verður meðal annars
samið um fjarþjónustu,“ segir Anna
Hildur.
Hún segist sjálf ekki hafa verið
boðuð í skýrslutöku hjá saksóknara
né nokkur annar yfirstjórnandi hjá
SÁÁ, svo hún vissi til.
„Við höfum ekki fengið neinar
upplýsingar um það út á hvað kær-
an gengur. Eina sem við vitum er
að þetta fór frá SÍ til saksóknara,“
segir Anna Hildur. Um helgina
birtist aðsend grein í DV frá Birgi
Dýrfjörð þar sem hann segir Önnu
og SÁÁ hafa gerst sek um að falsa
sjúkraskrár og að SÁÁ þurfi nú að
skila ranglega fengnu fé.
„Ég er ekki búin að lesa greinina
en mér skilst að það sé mikið af
staðreyndarvillum þar,“ segir Anna
og bendir á að taka eigi greininni
með fyrirvara.
Enginn annar boðið sig fram
Anna Hildur tók við formennsku
SÁÁ í vetur eftir að Einar Her-
mannsson, þáverandi formaður,
sagði upp störfum í kjölfar hneyksl-
ismáls er varðaði vændiskaup hans.
Aðalfundur SÁÁ verður í dag og
ætlar Anna Hildur að bjóða sig
áfram fram sem formann. Hún seg-
ir að enginn annar hafi opinberlega
sagst ætla að bjóða sig fram á móti
sér en það þarf ekki að tilkynna það
fyrr en á fundinum.
SÁÁ enn til rannsóknar hjá saksóknara
Morgunblaðið/Eggert
SÁÁ Á Vogi er boðið upp á sérhæfðar meðferðir við fíknisjúkdómum.
- Formaður segir engan yfirstjórnanda hafa verið boðaðan í skýrslutöku vegna kæru SÍ - Snýst ekki
um fjársvik heldur samninga sem ná ekki yfir fjarvinnu - Formannskjör á aðalfundi SÁÁ í dag
Anna Hildur
Guðmundsdóttir
Þrír þingmenn úr röðum Pírata töl-
uðu lengst á nýafstöðu vorþingi, en
sem kunnugt er var 152. löggjafar-
þingi Alþingis frestað í liðinni viku.
Björn Leví Gunnarsson talaði mest
allra, eða í 1.014 mínútur, sem jafn-
gildir um 17 klukkustundum. Í öðru
sæti er félagi hans, Gísli Rafn Ólafs-
son, með 912 mínútur (15 klst), og
Píratinn Andrés Ingi Jónsson skipar
þriðja sætið með 793 mínútur (13
klst). Er hér miðað við ræðutíma,
ekki athugasemdir þingmanna.
Listi yfir málglöðustu þingmenn
er birtur hér til hliðar og m.a. má sjá
að báðir þingmenn Miðflokksins,
Bergþór Ólason og Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson, komast á topp-10.
Á þinginu sl. vetur voru alls flutt-
ar 5.173 ræður, sem voru 19.620
mínútur að lengd, eða um 327
klukkustundir. Það jafngildir því að
þingmenn hafi talað linnulaust í
nærri hálfan mánuð! Alls voru gerð-
ar 4.929 athugasemdir í pontu, sem
tók þingmenn um 130 klukkustundir
að flytja. Meðallengd hverrar þing-
ræðu var 3,8 mínútur.
94 þingfundir
Þingið var að störfum frá 23. nóv-
ember til 28. desember 2021 og frá
17. janúar til 16. júní 2022. Alls voru
þingfundirnir 94 og stóðu í rúmar
550 klukkustundir. Meðallengd
funda var 5 klst. og 47 mín. Lengsti
þingfundurinn stóð í 13 klst. og 40
mín. Lengsta umræðan var um fjár-
lög 2022 en hún stóð samtals í 35
klst. og 36 mínútur. Þingfundadagar
voru alls 80, segir í yfirliti Alþingis.
Af 205 frumvörpum varð alls 81 að
lögum, 121 var óútrætt, tvö voru
kölluð aftur og eitt ekki samþykkt.
Af 147 þingsályktunartillögum voru
29 samþykktar, 116 tillögur voru
óútræddar og tveimur var vísað til
ríkisstjórnarinnar.
22 skriflegar skýrslur voru lagðar
fram. Níu beiðnir um skýrslur komu
fram, þar af sex til ráðherra og þrjár
til ríkisendurskoðanda. Þrjár munn-
legar skýrslur ráðherra voru fluttar.
Fyrirspurnir á þingskjölum voru
samtals 377. Fyrirspurnir til munn-
legs svars voru 35 og var 30 svarað
en ein kölluð aftur. 342 skriflegar
fyrirspurnir voru lagðar fram og var
249 þeirra svarað, 93 biðu svars er
þingi var frestað.
Píratar helstu ræðukóngar Alþingis
- Þrír þingmenn Pírata raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá sem töluðu mest á vorþinginu - Björn
Leví talaði lengst, eða í 17 klukkustundir - Ræðuflutningur þingsins tók nærri hálfan mánuð
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
Björn Leví Gunnarsson (P) 1.014 mín. 17 klst.
Gísli Rafn Ólafsson (P) 912 mín. 15 klst.
Andrés Ingi Jónsson (P) 793 mín. 13 klst.
Guðmundur Ingi Kristinsson (F) 790 mín. 13 klst.
Jóhann Páll Jóhannsson (S) 681 mín. 11 klst.
Bergþór Ólason (M) 671 mín. 11 klst.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) 617 mín. 10 klst.
Sigmar Guðmundsson (C) 583 mín. 10 klst.
Eyjólfur Ármannsson (F) 563 mín. 9 klst.
Bjarni Benediktsson (D) 553 mín. 9 klst.
=