Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
Hanskar á lager!
Stærðir:
• S
• M
• L
• XL
Verð kr. 1.477
100 stk í pakka.
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Hrafnar Viðskiptablaðsins töldu
sig í liðinni viku sjá merki
þess að borgarstjóri væri farinn að
ókyrrast, sem þarf
út af fyrir sig ekki
að koma á óvart.
Hann er búinn að
tapa hverjum kosn-
ingunum á fætur
öðrum og þó að hon-
um tækist að hanga
nokkra mánuði enn
á borgarstjóra-
stólnum eftir byrjendamistök við-
semjanda þá veit hann sem er að
hann á ekki erindi í fleiri kosningar
í borginni.
- - -
Huginn og Muninn skrifuðu:
„Það dró til tíðinda í gær þeg-
ar Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri Reykjavíkur, blandaði sér í
þjóðmálaumræðuna og tjáði sig um
kaup Síldarvinnslunnar á útgerðar-
félaginu Vísi í Grindavík. Málflutn-
ingur Dags um kvótakerfið og
meint líkindi við atriði í þáttaröð-
inni Verbúðinni á RÚV hafa eflaust
fallið vel í kramið hjá flokkssystk-
inum í Samfylkingunni.
- - -
Dagur hefur alla jafna lítt bland-
að sér í landsmálaumræðuna á
sviðum sem ekki tengjast beint
borgarmálunum. Dagur er þar
væntanlega að máta sig við for-
mannsframboð í Samfylkingunni í
haust og kosningaslag við Krist-
rúnu Frostadóttur. Verði Dagur
formaður má vænta þess að hann
muni herja af fullum krafti á lands-
málin eftir að hann lætur af störf-
um sem borgarstjóri í lok næsta
árs.“
- - -
Dagur kannast ekki sjálfur við
að hafa hugleitt formanns-
framboð en popúlískt útspil hans
segir allt sem segja þarf. Og vissu-
lega er verk að vinna á landsvísu.
Þar hefur Samfylkingin ekki goldið
jafn mikið og samfellt afhroð og í
Reykjavík þannig að Dags er beðið
með eftirvæntingu.
Dagur B.
Eggertsson
Afhroð óskast
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýlega var gengið frá ráðningu
tveggja presta í þjóðkirkjunni.
Valnefnd kaus sr. Bolla Pétur
Bollason til að vera prest í Tjarna-
prestakalli en það nær yfir Vatns-
leysuströnd og hluta Hafnarfjarðar,
þ.e. Ásland, Velli, Skarðshlíð og
Hamranes. Biskup Íslands, sr. Agnes
M. Sigurðardóttir, hefur staðfest
ráðningu hans. Umsækjendur um
starfið voru 11 talsins.
Sr. Bolli Pétur Bollason er fæddur
á Akureyri 9. ágúst árið 1972 og ólst
upp í Laufási við Eyjafjörð. Hann
tók prestsvígslu 14. júlí árið 2002 og
vígðist þá til þjónustu í Selja-
prestakalli í Breiðholti.
Árið 2009 var sr. Bolli skipaður
sóknarprestur í Laufásprestkalli og
þjónaði þar til ársins 2018. Síðan
hefur sr. Bolli sinnt afleysinga-
störfum í ýmsum söfnuðum á höfuð-
borgarsvæðinu, meðal annars í
Tjarnaprestkalli þar sem hann hefur
nú verið ráðinn til þjónustu.
Þá kaus valnefnd sr. Sigurð Má
Hannesson til að vera prest við Selja-
kirkju í Reykjavík og hefur biskup
staðfest ráðningu hans. Umsækj-
endur um starfið voru 12 talsins.
Hinn nýi prestur mun meðal ann-
ars hafa æskulýðsmál á sinni könnu í
hinu nýja starfi við kirkjuna.
Sigurður Már er fæddur 1990 og
uppalinn í Reykjavík. Hann útskrif-
aðist með mag. theol.-próf frá Há-
skóla Íslands vorið 2020. Hann var
vígður til prestsþjónustu hjá Kristi-
legu skólahreyfingunni í mars 2021.
Jafnframt sinnti hann ýmsum verk-
efnum fyrir KFUM og KFUK.
Eiginkona sr. Sigurðar Más er
Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, verk-
efnastjóri hjá Háskóla Íslands. Þau
eiga eina dóttur. sisi@mbl.is
Tveir prestar valdir til þjónustu
Sigurður Már
Hannesson
Bolli Pétur
Bollason
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Vestfirsk ungmenni hafa frest til
loka júlí til að sækja um styrk til
framhaldsnáms úr Menningarsjóði
vestfirskrar æsku. Að sögn Heiðu
Jónu Hauksdóttur, sem situr í stjórn
sjóðsins, er sjóðurinn hugsaður til að
gera vestfirskum ungmennum kleift
að sækja nám sem er ekki hægt að
stunda í heimabyggð þeirra.
Styrkir úr sjóðnum eru veittir ár-
lega og hafa verið veittir síðan á sjö-
unda áratug síðustu aldar. Í fyrra
var einum nemanda veittur styrkur
að upphæð 200 þúsund krónur. Að-
spurð segir Heiða það alveg fara eft-
ir því hversu margir sækja um þegar
metið er hversu margir fá styrk en
bendir á að síðastliðin ár hafi sjóð-
urinn veitt einum til þremur nem-
endum styrk til framhaldsnáms.
Þurfti að brjótast til mennta
Sjóðurinn var stofnaður af Sigríði
Valdimarsdóttur, fyrrverandi for-
manni Vestfirðingafélagsins, árið
1967. „Hún stofnaði þennan sjóð því
hún sjálf þurfti að berjast fyrir því
að komast til mennta og er sjóðurinn
hugsaður til að styrkja ungar konur
og börn einstæðra mæðra til náms,“
segir Heiða.
Sigríður lagði sjálf allt fé til sjóðs-
ins en síðan þá hefur milljónum
króna verið varið til þess að styrkja
vestfirsk ungmenni. Samkvæmt
reglum sjóðsins njóta ungmenni sem
hafa misst móður, föður eða báða
foreldra forgangs í sjóðnum. Á eftir
þeim í forgangsröðinni koma ein-
stæðar mæður og svo konur, svo
lengi sem fullu launajafnrétti hafi
ekki verið náð. Ef engar umsóknir
eru frá Vestfjörðum koma umsóknir
Vestfirðinga sem búsettir eru ann-
ars staðar til greina.
Áhugasamir geta sent umsókn
fyrir lok júlí til menningarsjóðsins á
netfangið hjhauks@gmail.com. Með
umsókninni þarf að fylgja umsögn
frá skólastjóra eða öðrum sem
þekkja viðkomandi nemanda og
ástæður hans fyrir umsókn.
Styrkja ungmenni
- Vestfirsk æska
í framhaldsnám
Styrkur Sigríður Valdimarsdóttir
stofnaði sjóðinn sjálf árið 1967.