Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 14

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjögurra daga ferð Joes Bi- dens Banda- ríkjaforseta til Mið- Austurlanda, þeirri fyrstu í því embætti, lauk á laugardag. Biden og hans menn í Hvíta húsinu telja ferðina góða og geta í því sambandi til dæmis vísað í skilaboð forsetans í lok ferðarinnar sem voru út af fyr- ir sig jákvæð. Biden sagði að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá svæðinu og skilja eftir „tómarúm fyrir Kína, Rússland eða Íran að fylla“. Og hann sagðist vilja byggja á því sem í ferðinni hefði verið rætt með virkri forystu Bandaríkjanna, byggðri á grund- vallarafstöðu. „Bandaríkin eru ekki að fara neitt,“ sagði Biden, en einhverjir gætu talið táknrænt að skömmu síðar var hann kominn um borð í Air Force One og flog- inn á braut. Mið-Austurlönd verða seint tal- in auðveld eða einföld við- ureignar. En svæðið er mikilvægt fyrir Vesturlönd og heiminn allan og þess vegna skiptir máli hvernig haldið er utan um samskipti við ríkin á svæðinu, bæði þau sem Vesturlönd hafa átt vinsamleg samskipti við og eins hin sem hafa verið óvinveitt. Vandinn sem Bi- den glímir við nú er ekki aðeins sú flókna staða sem ævinlega er uppi í þessum heimshluta heldur líka að skilaboð hans og Baracks Obama forseta, sem Biden starf- aði með sem varaforseti, hafa ver- ið óskýr og misvísandi. Þess vegna hljómar það ekki mjög sannfærandi þegar Biden segist hvergi fara. Sádi-Arabía minnist til að mynda í því sambandi að Obama og Biden fylltu fjárhirslur Írans fyrir nokkrum árum af ómerktum peningaseðlum sem nýttir voru til að ýta undir hryðju- verkastarfsemi á svæðinu. Og Sádi-Arabía, Ísrael og fleiri óttast að Biden muni endurtaka afleik- inn og hafa þessi ríki fulla ástæðu til slíkra efasemda. Sádi-Arabía og fleiri eru líka án efa hugsi yfir því hve hikandi Bandaríkin hafa verið að styðja hernaðarlega við þennan gamla bandamann sinn í átökunum við fulltrúa Írana í Jemen, jafnvel þegar ráðist hefur verið inn fyrir landamæri Sádi- Arabíu. Það er við slíkar aðstæður sem hættan eykst á því að gamlir bandamenn halli sér að Rússlandi og Kína enda er þeim tekið fagn- andi þar og athugasemdir um mannréttindi flækjast ekki fyrir samtölunum. Biden gekk afar langt í kosn- ingabaráttunni fyrir tveimur ár- um og sagði Sádi-Arabíu úrhrak meðal þjóða vegna Khasoggi- málsins. Þetta fór ekki mjög vel í forystu konungdæmisins sem sást til að mynda á því hve hófstilltar móttökurnar voru. Ferðin og fundurinn með krónprinsinum eru þó til marks um að Biden sé að innbyrða aftur ummæli sín, þó að hann hafi tekið málið upp á fund- inum. Ef marka má lýsingar beggja vegna borðsins mun Biden hafa nefnt morðið og sagst telja ábyrgðina hjá krónprinsinum, en sá hafi á móti sagt að búið væri að refsa hinum ábyrgu og að hann hafi ekk- ert haft með morðið að gera. Þetta hafi verið mistök og fleiri ríki geri mistök, svo sem pyntingar á vegum Banda- ríkjanna í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak séu dæmi um. Þá sé leyni- þjónusta Bandaríkjanna ekki óskeikul í mati sínu, líkt og stað- hæfingar um meint gereyðingar- vopn Saddams hafi sýnt. Lengra virðist þetta samtal ekki hafa náð og segja talsmenn prinsins að um- ræðurnar hafi verið stuttar. Enda aðeins til málamynda og þó að Bi- den hafi sagt að svona lagað mætti alls ekki koma fyrir aftur, þá fylgdi ekki sögunni hvað gerðist ef svo færi. Mun hann þá taka málið upp á næsta fundi þeirra? Það hlýtur að hafa farið um krónprins- inn. Það sem Mohammed bin Salm- an krónprins veit er að Biden var ekki síst í heimsókn til að biðja Sádi-Araba um aukna olíu- framleiðslu og að samhliða slíkum erindum er erfitt að vera með margar aðrar kröfugerðir. Biden sagði eftir fundinn að hann væri bjartsýnn á aukið framboð olíu en að það kæmi ekki í ljós „næsta hálfa mánuðinn“. Ekki þarf að efast um að markaðir og kjós- endur í Bandaríkjunum, en það eru kjósendurnir í nóvember sem Biden er fyrst og fremst með hug- ann við, munu fylgjast með því hvort olían fer að renna greiðar innan fárra vikna. Markaðir voru þó í það minnsta ekki mjög trúaðir á þetta á föstudag, því að þá hækkaði olían í verði. Og það þarf ekki að koma á óvart því að eftir yfirlýsingu Bidens sá fulltrúi Sádi-Arabíu ástæðu til að benda á að Biden hefði verið sagt að eftir- spurn réði því hvort olíu- framleiðsla yrði aukin. Annað sem Biden fagnaði er að Sádi-Arabía hefði opnað lofthelgi sína fyrir flugi frá Ísrael, en Air Force One flaug einmitt þá leið til konungdæmisins og nú mun öðr- um það sömuleiðis fært. En fulltrúi Sádi-Arabíu sá einnig ástæðu til að tjá sig eftir þennan fögnuð Bidens og nefna það að þessi „sögulegu“ tíðindi, eins og Biden kallaði þau, hefðu ekkert með samskipti Sádi-Arabíu og Ísraels að gera og væru engin vís- bending um frekari skref í þessa átt. Biden er svo sem ekki óvanur því að starfsmenn hans í Hvíta húsinu „útskýri“ hvað hann átti við en það er óvenjulegra að er- lendir gestgjafar sendi frá sér slíkar áréttingar. En segja má að þetta sé hluti af breyttri heims- mynd og ekki síður veikari forseta Bandaríkjanna en í það minnsta núlifandi menn hafa áður séð. Bandaríkin hafa ekki lengur þá stöðu sem þau höfðu áður. Að hluta til stafar það af auknum styrk annarra en að hluta til af því að Bandaríkin hafa sent misvís- andi og veik skilaboð um hvar þau standa, ekki síst í málefnum Mið- Austurlanda. Á meðan svo er munu heimsóknir sem þessar að- eins skila takmörkuðum árangri. Við förum hvergi, veriði bless, sagði Biden} Í olíuleit í Sádi-Arabíu M eð reglulegu millibili upphefst umræða um hver eigi fisk- veiðiauðlindina. Hver eigi kvótann. Síldarvinnslan keypti ný- lega fjölskyldufyrirtækið Vísi í Grindavík. Með þeim kaupum var kvótinn metinn til fjár. Mark- aðsverðið rennur í vasa fyrrverandi eigenda Vísis, sex systkina úr Grindavík. Áttu þau þá kvótann eftir allt saman? Samkvæmt 1. grein laga um stjórn fiskveiða er alveg skýrt að fiskveiðiauðlindin er eign ís- lensku þjóðarinnar. Greinin hljóðar svona: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign ís- lensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaft- urkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Jöfnum leikinn Ofsagróði stóru útgerðanna hefur ruðningsáhrif. Örfáir aðilar hafa orðið allt of valdamiklir í samfélaginu og teygja arma sína um allt viðskiptalífið með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem þessar útgerðir greiða eru skammarlega lág og það blasir við að þjóðin fær ekki rétt- látan hlut í arðinum. Nú þegar almenningur þarf að bera kostnaðinn af hærri verðbólgu með hækkandi verði á matvörum, hærra hús- næðisverði, hærri leigu og hærri vöxtum á lánum er eðli- legt að fólk spyrji hvers vegna stjórnvöld sjái ekki til þess að stærri hluti arðsins af auðlindinni renni í ríkissjóð og þaðan til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir til að jafna leikinn. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans. Ofan á þetta bætist svo eign- arhald þessara útgerðarrisa í öðrum útgerð- um. Lagagreinarnar um kvótaþak og tengda aðila eru svo óskýrar að Fiskistofu er ómögu- legt að fara með skilvirkt eftirlit með skaðlegri samþjöppun í greininni. Málið dautt Nýliðun innan greinarinnar er nánast ómöguleg nema með kvótaleigu á okurverði af þeim sömu sem sjálfir greiða slikk fyrir úthlut- aðan kvóta. Það er fráleit staða að markaðs- verð á kvótanum renni úr vasa útgerðarmann- anna í vasa barna þeirra og auður safnist á fárra hendur. En ríkissjóður fái örfáar krónur fyrir auðlindina, svo fáar að þær standa ekki einu sinni undir þjónustu við greinina. Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Að sanngjarnt veiðigjald renni til samfélags- ins, til allra íslenskra barna. Nýr matvælaráðherra hefur sett sjávarútvegsmálin í nefnd. Málið er á meðan dautt. Eru þá ekki allir sáttir? Nei það eru ekki allir sáttir. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem tekur á sjávarútvegsmálunum af festu. Við þurfum fullt verð fyrir kvótann, tækifæri til nýliðunar, skilvirkt eftirlit með auðlindinni og jafnræði á milli kvótalausra út- gerða og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Allir sáttir? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is S tærsti jarðskjálftinn sem varð í skjálftahrinunni á Reykjanesskaga og varð líklega valdur að eldgosinu í Geldingadölum á Fagradalsfjalli var ekki óvenjulegur skjálfti. Al- gengt er að slíkir skjálftar verði alls staðar innan gosbelta á Reykjanes- inu, og það geta margar orsakir hafa verið fyrir honum. Þetta segir Þorbjörg Ágústs- dóttir, jarðskjálftafræðingur og ein þeirra sem standa að grein um jarð- skjálftann 24. febrúar 2021 og skjálftavirknina í tengslum við fram- rás kvikugangsins. Að greininni standa þrír vísindamenn frá Íslensk- um orkurannsóknum (ÍSOR) og hópur vísindamanna frá Tékklandi. „Það eru greinilega breytingar á svæðinu. Það byrjaði 2020 í kringum Þorbjörn, þá var landris og landsig og búin að vera mikil skjálftavirkni á öllum Reykjanesskaganum. Mögu- lega hefur spennusviðið breyst út af þessari kvikusöfnun og spennusviðið breytist í nærsvæði þessa stóra skjálfta sem hugsanlega kom gang- inum af stað,“ segir hún. Geti hafa verið tilviljun Spurð hvort álíka jarðskjálfta þurfi til að annað gos verði á Reykja- nesskaga, segir Þorbjörg að það þurfi ekki að vera nauðsynlegt, tíma- setning jarðskjálftans og eldgossins geti verið tilviljun en miðað við þau gögn og það skjálftamælanet sem hópurinn hefur þá geti jarðskjálftinn verið upphaf gossins. Greinin byggist á skjálftamæla- neti sem ÍSOR rekur í samstarfi við tékknesku vísindaakademíuna. Þeg- ar skjálftavirknin var mikil á Reykjanesskaga bæði 2020 og 2021 þá voru mælarnir settir í streymi til ÍSOR og Tékklands og svo áður en gangurinn fór í framrás voru þeir settir í streymi til Veðurstofunnar. Það var gert til þess að hjálpa til við vöktun en eftir því sem skjálfta- mælanir eru fleiri þeim mun ná- kvæmari niðurstöður er hægt að fá um hvar jarðskjálftavirknin er og hvernig jarðskorpan brotnar. Þorbjörg segist ekki muna eftir því að önnur eldgos hafi orðið á Ís- landi sem byrja út frá einum stórum skjálfta eins og í Fagradalsfjalli í fyrra. „Það hefur oft sést að ef þú ert með stóra skjálfta, þá færðu svokall- aða eftirskjálftavirkni. Það hefur til dæmis gerst í Suðurlandsskjálftum, þá færðu einn stóran skjálfta og svo eru ákveðnar sprungur sem verður mikil skjálftavirkni á í kjölfarið. En þetta er aðeins öðruvísi þar sem um er að ræða framrás kvikugangs. Þú ert að fá mjög stóran skjálfta sem veldur spennubreytingum í jarð- skorpunni, líkanið okkar sýnir að framrás gangsins hefst á svæði rétt tvo kílómetra norðaustan við stóra skjálftann, þar sem urðu jákvæðar spennubreytingar sem auðvelda los- un frekari jarðskjálfta. Á því þriggja vikna tímabili staðsetjum við níu þúsund skjálfta mjög nákvæmlega, sem sýna framrás kvikugangsins og gikkvirkninnar til austurs og vest- urs við Fagradalsfjall.“ Greinin er fyrsta greinin af mörg- um frá sama hópi en um er að ræða þriggja og hálfs árs verkefni þar sem skoðuð verða aðallega jarð- skjálftagögn frá Reykjanesskaga. Hópurinn fékk styrk frá EES fyrir verkefninu. Verkefnið nefnist NASPMON og hægt er að fylgjast með því á twitter: @naspmon og á heimasíðu verkefnisins. Gikkurinn var ekki óvenjulegur skjálfti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kvika úr möttli jarðar Ekki er víst að álíka skjálfta og þann sem varð 24. febrúar í fyrra þurfi til að gjósi á nýjan leik á Reykjanesskaganum. Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021. Þá hafði jarðskjálftahrina stað- ið yfir á Reykjanesskaga um þriggja vikna skeið. Gosið var það fyrsta á skaganum í næst- um 800 ár og endaði sem meðalstórt gos. Það stóð í sex mánuði eða til 18. september 2021 en form- lega var tilkynnt um goslok í desember. Fjöldi fólks gerði sér ferð að eldgosinu meðan á því stóð, sumir oftar en einu sinni, og voru skráðar ferðir um 360 þúsund. Stóð yfir í sex mánuði FAGRADALSFJALLSGOS Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Fagradalsfjall varð óvænt sérlega vinsæll staður í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.