Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli 90 ÁRA Gunnar er fæddur og upp- alinn í Reykjavík. Hann stundaði nám við MR og útskrifaðist með stúdentspróf þaðan árið 1952. Gunn- ar lauk byggingaverkfræðiprófi frá Technische Universität í München og starfaði á verkfræðistofu þar í borg bæði með námi og eftir nám. Gunnar var framkvæmdastjóri, bæði hjá Byggingafélaginu Brú hf. og Bygg- ingaráætlun ríkisins auk þess að vera verkfræðingur hjá Fasteignamati Reykjavíkur 1969-71. Gunnar rak eigin verkfræðistofu í Reykjavík 1970 til 2008 og annaðist um tíma, ásamt öðrum verkfræðingum, heildarend- urmat á öllum fasteignum Reykjavíkurborgar. Hann var verkefnisstjóri við ýmsar stórbyggingar í Reykjavík og víðar, m.a. við stækkun Háskólabíós, endurreisn Þjóðleikhússins, stækkun Sjúkrahússins Vogs fyrir SÁÁ og margt fleira. Hann var líka stundakennari og fyrirlesari við HÍ. Gunnar var lengi virkur í félagsmálum og sat í stjórn hjá ýmsum íþróttafélögum. Hann spilaði golf um árabil og var sæmdur gullmerki Golfklúbbs Reykjavíkur, Handknattsleikssambands Íslands og Glímufélagsins Ármanns. Gunnar fær nánustu ættingja sína í boð til sín á afmælisdaginn. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars var Svana Jörgensdóttir, f. 28.3. 1934, d. 23.8. 2020, fv. landsliðskona í handbolta. Hún varð Norðurlandameistari utanhúss 1964 og lék þar að auki í Þýskalandi. Dætur Gunnars og Svönu eru 1) Laufey, f. 4.1. 1952, lífeindafræðingur í Reykjavík. Dóttir hennar er Nanna Dís, tækiteiknari og ljósmyndari í Brussel. 2) Anna Úrsúla, f. 11.6. 1957, íþróttafræðingur, sjúkranuddari og sjúkraþjálfari í Reykjavík. Dóttir hennar er Jóhanna, ráðgjafi verktaka í Hamborg. Foreldrar Gunnars voru Torfi Guðmundur Þórðarson, f. 6.11. 1901, d. 15.12. 1975, kaupmaður og stjórnar- ráðsfulltrúi í Reykjavík, og Anna Úrsúla Björnsdóttir, f. 10.1. 1092, d. 12.1. 1957, húsmóðir í Reykjavík. Systur Gunnars voru Guðrún Ásta Torfadóttir, f. 19.3. 1925, d. 16.5. 2004, húsmóðir og fyrrv. fulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Elín Torfadóttir, f. 22.9. 1927, d. 9.1. 2016, fóstra, for- stöðukona og síðar framhaldsskólakennari í Reykjavík. Gunnar Torfason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fyrir tilstilli sjóvarpsins og auglýs- inga erum við farin að leggja sjálfsmat okk- ar að jöfnu við eigur okkar. Umburðarlyndi er toppurinn á mannlegum þroska. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur lagt hart að þér og ert þreyttur og vilt helst að aðrir taki við ábyrgðinni. Talaðu æsingalaust um hlutina. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Varastu að láta draga þig inn í annarra deilur um málefni sem koma þeim einum við. Holl hugleiðsla og bæn eru beztu ráðin. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Í dag skaltu spá í hversu flinkur þú ert í samskiptum við aðra. Gefðu þér tíma til þess að kynna þér mál og þá verður framkvæmdin árangursrík og örugg. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt meyjunni að und- anförnu. Hláturinn lengir lífið. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ekki alltaf nóg að tjá tilfinn- ingarnar í verki. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Byrjaðu vikuna á því að sinna smá- vægilegum þáttum sem hjálpa þér til þess að bæta skipulagið í kringum þig. Leitaðu í smiðju þeirra sem hafa áður lagt leið sína þarna um. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Fjármálin eiga eftir að batna verulega þetta árið og eyðsla þín mun að sjálfsögðu aukast í kjölfarið. Einbeittu þér að því að selja þína einstökustu hæfileika. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Skildu veskið eftir heima ef þú verður í námunda við verslanir. Sérstakt tækifæri bíður þín handan hornsins. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Velgengni veltur á því að rétt manneskja sé skipuð í sérhvert hlutverk í lífi þínu. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ættir að huga að heilbrigðis- og hreinlætismálunum í dag. Maður er manns gaman og þú hefur mikið að gefa öðrum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það þarf að annast sambönd eins og gæludýr og plöntur. Gefðu skít í fortíð- ina með stæl, eins og þér einum er lagið, og haltu áfram að vera sú manneskja sem þig hefur alltaf langað að vera. stundað nær óslitið frá 1982. „Þeg- ar ég hóf mína vegferð í fiskeldinu gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta yrði mjög erfitt fyrir ein- staklinga eins og mig.“ Þar sem hann var einn eigandi að fyrir- tækinu og ekki með neina starfs- menn á skrifstofu varð reglugerða- báknið og skrifræðið honum fjötur um fót og tóku öll leyfismál mjög langan tíma. „Þetta var brekka jafnvel þó að fjölskyldan hjálpaðist að við reksturinn en Friðgerður, eiginkona mín, sá um að reiknings- hald og annað og synirnir okkar þrír voru ungir farnir að vinna með pabba sínum.“ Fjármögnun á rekstrinum gekk einnig erfiðlega sem varð til þess að Gísli Jón seldi stærstan hluta fyrirtækisins á síð- asta ári. Gísli Jón starfar nú sem fiskeldisstjóri hjá ÍS 47 ehf. „Ég er G ísli Jón Kristjánsson fæddist á Ísafirði 18. júlí 1962. Hann ólst upp með fjölskyldu sinni á bænum Ármúla við Ísafjarðardjúp til 18 ára aldurs en þá brugðu foreldrar hans búi og fluttu á Ísafjörð. Gísla Jóni hefur ætíð þótt afar vænt um Ármúla og segir jörðina þá fallegustu við Ísa- fjarðardjúp. Hann fór ungur á heimavist í Héraðskólanum í Reykjanesi og var þar til 16 ára aldurs. Þá fór hann í Vélskólann á Ísafirði þar sem hann nam vélstjórn og síðan fór hann í Menntaskólann á Ísafirði og lærði skipstjórn. „Ég hef unnið sem vélstjóri, stýrimaður og skipstóri nánast allt mitt líf. Ég fór ungur til sjós, var á línubátum, dragnót, innfjarðar- rækju og hrefnuveiðum þar til ég fór sjálfur í útgerð með öðrum árið 1984. Ég stofnaði eigin útgerð fimm árum síðar og rak hana á minni kennitölu þar til ég færði reksturinn yfir á ÍS 47 ehf. árið 2003. Útgerðin átti alltaf bát með nafninu Aldan ÍS 47 og hafa bát- arnir verið alls fjórir með því nafni.“ Gísli Jón var hálfgerður frum- kvöðull í veiðum á þorski til áfram- eldis. Hann byrjaði að þróa þær veiðar sumarið 2002 og náði hann góðum tökum á þessari aðferð og stundaði þær nokkur sumur fyrir aðra og síðan fyrir sitt eigið fyrir- tæki. Árið 2011 byrjaði hann sjálfur í áframeldi á þorski og tveimur ár- um seinna í regnbogasilungseldi í Önundarfirði. Segja má að Gísli Jón hafi ákveðið að taka u-beygju með fyrirtækið þegar hann hóf regn- bogasilungseldið í Önundarfirði því þar með hætti hann rækjuveiðum við Ísafjarðardjúp, sem hann hafði Gísli Jón Kristjánsson, fiskeldisstjóri hjá ÍS 47 ehf. – 60 ára Með sonunum Gísli Jón fór ungur til sjós og hefur verið vélstjóri, stýrimað- ur og skipstjóri nánast allt sitt líf. Tveir synir hans eru vélstjórar en sá þriðji, Gísli Jörgen, er húsasmiður og starfar hjá eigin fyrirtæki. Fór ungur til sjós og stofnaði eigin útgerð Fjölskyldan samankomin Fjölskylda Gísla Jóns hjálpaðist að við reksturinn þegar hann var einn eigandi að fisk- eldisfyrirtæki. Friðgerður, eiginkona hans, sá um að reikningshald og annað og synir þeirra þrír, Ásgeir Hinrik, Gísli Jörgen og Jón Ómar, voru ungir farnir að vinna með pabba sínum. Báturinn Gísli Jón stofnaði eigin útgerð og rak hana á sinni kennitölu þar til hann færði reksturinn yfir á ÍS 47 ehf. árið 2003. Útgerðin átti alltaf bát með nafninu Aldan ÍS 47 og hafa bátarnir verið alls fjórir með því nafni. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.