Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 26

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Besta deild karla FH – Víkingur R....................................... 0:3 ÍBV – Valur............................................... 3:2 Leiknir R. – KA ........................................ 0:5 ÍA – Stjarnan ............................................ 0:3 Keflavík – Breiðablik ............................... 2:3 Staðan: Breiðablik 13 11 1 1 38:14 34 Víkingur R. 13 9 1 3 31:18 28 KA 13 7 3 3 25:16 24 Stjarnan 13 6 5 2 24:17 23 Valur 13 6 2 5 22:21 20 Keflavík 13 5 2 6 24:23 17 KR 12 4 4 4 16:19 16 Fram 12 3 4 5 21:29 13 FH 13 2 4 7 16:23 10 Leiknir R. 13 2 4 7 11:22 10 ÍBV 13 1 5 7 15:26 8 ÍA 13 1 5 7 13:28 8 Lengjudeild karla Vestri – Afturelding ................................. 1:4 Þróttur V. – HK........................................ 1:2 Staðan: HK 12 8 1 3 26:16 25 Fylkir 12 7 3 2 34:13 24 Grótta 12 7 1 4 27:15 22 Selfoss 12 6 3 3 23:17 21 Fjölnir 12 6 2 4 26:21 20 Grindavík 12 4 5 3 18:15 17 Afturelding 12 4 4 4 19:17 16 Kórdrengir 12 4 4 4 16:18 16 Vestri 12 4 4 4 19:29 16 Þór 12 3 2 7 17:27 11 KV 12 2 1 9 14:31 7 Þróttur V. 12 1 2 9 5:25 5 2. deild karla KFA – Haukar.......................................... 1:5 Magni – Njarðvík ..................................... 1:2 Þróttur R. – Höttur/Huginn.................... 3:3 Reynir S. – Völsungur.............................. 1:1 Staðan: Njarðvík 12 11 1 0 41:9 34 Þróttur R. 12 8 2 2 22:14 26 Ægir 12 8 1 3 23:18 25 Völsungur 12 5 4 3 24:18 19 Haukar 12 5 4 3 19:13 19 KFA 12 4 3 5 22:24 15 ÍR 12 4 3 5 19:22 15 Víkingur Ó. 12 3 3 6 21:24 12 KF 12 2 6 4 22:27 12 Höttur/Huginn 12 2 4 6 15:23 10 Magni 12 1 3 8 10:31 6 Reynir S. 12 1 2 9 11:26 5 3. deild karla Sindri – Víðir............................................. 0:1 KFS – Kári................................................ 2:1 Kormákur/Hvöt – ÍH............................... 4:0 Staðan: KFG 12 7 3 2 26:14 24 Víðir 12 7 3 2 25:13 24 Dalvík/Reynir 12 7 1 4 29:20 22 Sindri 12 6 3 3 25:17 21 Elliði 12 5 3 4 23:22 18 KFS 12 6 0 6 23:27 18 Kormákur/Hvöt 12 5 2 5 24:22 17 Kári 12 5 2 5 21:20 17 Augnablik 12 4 4 4 16:20 16 Vængir Júpiters 12 3 1 8 20:34 10 ÍH 12 3 0 9 25:34 9 KH 12 2 2 8 13:27 8 2. deild kvenna KH – Einherji ........................................... 2:0 Völsungur – Hamar.................................. 6:1 Staðan: Fram 8 8 0 0 22:2 24 Grótta 8 5 2 1 32:7 17 Völsungur 7 5 2 0 22:6 17 ÍR 8 5 2 1 22:9 17 ÍA 6 4 0 2 18:9 12 KH 5 3 1 1 16:8 10 Álftanes 9 3 1 5 17:22 10 Sindri 8 3 0 5 13:22 9 ÍH 6 1 1 4 11:27 4 Einherji 6 1 0 5 4:13 3 Hamar 7 0 1 6 8:28 1 KÁ 8 0 0 8 5:37 0 Svíþjóð Gautaborg – Mjällby ............................... 1:1 - Adam Benediktsson var varamarkvörð- ur Gautaborgar. Hammarby – Elfsborg ............................ 3:0 - Jón Guðni Fjóluson lék ekki með Hamm- arby vegna meiðsla. - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 64. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson var allan tímann á bekknum. AIK – Kalmar........................................... 1:0 - Davíð Kristján Ólafsson lék fyrstu 85 mínúturnar með Kalmar. Norrköping – Malmö............................... 0:2 - Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Norrköping en Arnór Sigurðsson og Jó- hannes Kristinn Bjarnason voru ekki í hópnum. Sirius – Degerfors ................................... 2:0 - Aron Bjarnason lék fyrstu 88 mínúturn- ar hjá Sirius og Óli Valur Ómarsson kom inn á 81. mínútu. Staða efstu liða: Djurgården 15 9 3 3 33:10 30 Häcken 13 8 4 1 27:18 28 AIK 15 8 4 3 21:17 28 Hammarby 14 8 3 3 27:11 27 B-deild: Östersund – Öster.................................... 1:1 - Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster. Dalkurd – Örebro .................................... 0:2 - Axel Óskar Andrésson lék fyrri hálfleik- inn með Örebro. 50$99(/:+0$ FH – VÍKINGUR R. 0:3 0:1 Logi Tómasson 53. 0:2 Sjálfsmark 80. 0:3 Birnir Snær Ingason 83. M Björn Daníel Sverrisson (FH) Vuk Oskar Dimitrjievic (FH) Ingvar Jónsson (Víkingi) Logi Tómasson (Víkingi) Oliver Ekroth (Víkingi) Viktor Örlygur Andrason (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Helgi Guðjónsson (Víkingi) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8. Áhorfendur: 513. ÍBV – VALUR 3:2 1:0 Halldór J.S. Þórðarson 30. 2:0 Halldór J.S. Þórðarson 61. 2:1 Aron Jóhannsson 75. 2:2 Aron Jóhannsson 78. 3:2 Halldór J.S. Þórðarson 90. MM Halldór J.S. Þórðarson (ÍBV) Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) M Elvis Bwomono (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Aron Jóhannsson (Val) Arnór Smárason (Val) Dómari: Pétur Guðmundsson – 6. Áhorfendur: 295. LEIKNIR R. – KA 0:5 0:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 23. 0:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 25. 0:3 Ásgeir Sigurgeirsson 57. 0:4 Nökkvi Þeyr Þórisson 59. 0:5 Sveinn Margeir Hauksson 61. MM Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) M Jón Hrafn Barkarson (Leikni) Bryan van den Bogaert (KA) Daníel Hafsteinsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Kristijan Jajalo (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Rautt spjald: Brynjar Hlöðversson (Leikni) 84. Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 9. Áhorfendur: 100. ÍA – STJARNAN 0:3 0:1 Emil Atlason 5. 0:2 Ólafur Karl Finsen 45. 0:3 Ísak Andri Sigurgeirsson 75. MM Emil Atlason (Stjörnunni) Ólafur Karl Finsen (Stjörnunni) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) M Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni) Eggert Aron Guðmundsson (Stjörnunni) Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjörnunni) Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: Um 400. KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 2:3 0:1 Omar Sowe 10. 1:1 Adam Árni Róbertsson 27. 2:1 Patrik Johannesen 48. 2:2 Höskuldur Gunnlaugsson 81. 2:3 Höskuldur Gunnlaugsson (v.) 90. MM Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) M Magnús Þór Magnússon (Keflavík) Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Patrik Johannesen (Keflavík) Damir Muminovic (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki) Omar Sowe (Breiðabliki) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 6. Áhorfendur: Um 700. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik vann sannkallaðan meist- arasigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta og vann torsóttan 3:2-sigur í gærkvöldi. Mót- vindurinn var töluverður í stöðunni 2:1 fyrir Keflavík og virtist forskot Breiðabliks á toppnum ætla að fara úr sex stigum niður í þrjú. Með magnaðri seiglu og tveimur mörkum frá fyrirliðanum Höskuldi Gunn- laugssyni tókst Breiðabliki hins- vegar að snúa taflinu við. Sigurmark Höskuldar úr víti í uppbótartíma var dísætt fyrir Óskar Hrafn Þorvalds- son og lærisveina hans. Þegar talið er úr kassanum í lok tímabils eru leikir eins og í gær gulls ígildi, því fátt benti til þess að Breiðablik fengi meira en að mesta lagi eitt stig. Keflavík á hrós skilið fyrir að hafa verið eitt skemmtilegasta lið deild- arinnar síðustu vikur og leikurinn í gær var heilt yfir vel spilaður hjá heimamönnum. Það er hinsvegar nánast óvinnandi verk að hafa hemil á Blikum í 90 mínútur. Stórsigur KA-manna KA átti ekki í nokkrum vandræð- um með að vinna 5:0-útisigur á Leikni í Breiðholtinu. Sigurinn var síst of stór því KA fékk nokkur ákjósanleg færi til viðbótar til að bæta við mörkum. Nökkvi Þeyr Þór- isson heldur áfram að raða inn mörkunum en hann er kominn með sjö mörk í síðustu fimm leikjum í deild og bikar og alls níu mörk í deildinni en hann hafði áður mest skorað þrjú mörk á einu tímabili. KA hefur blásið til sóknar síðustu vikur og skorað fjórtán mörk í síð- ustu fjórum leikjum og er liðið áfram í þriðja sæti. Það yrði glæsi- legur árangur ef KA heldur sínu striki og nær Evrópusæti. Arnar Grétarsson er að gera spennandi hluti á Akureyri. Eftir tvo sigra hjá Leikni í röð var leikurinn í gær stórt skref til baka hjá Breiðhyltingum. Skagamenn í botnsætið Stjarnan gerði afar góða ferð á Skagann og vann 3:0-sigur á ÍA. Sig- urinn var afar kærkominn fyrir Stjörnuna eftir fjóra leiki í röð án sigurs. Hægst hafði töluvert á Stjörnulestinni eftir virkilega kraft- mikla byrjun en liðið átti ekki í nein- um vandræðum með að vinna slakt ÍA-lið í gær. ÍA er komið í gríðarleg vandræði og eftir þriðja tapleikinn í röð eru Skagamenn í neðsta sæti deildarinnar. Eini sigurinn til þessa kom í 2. umferð, 3:0 gegn Víkingi, ótrúlegt en satt, en síðan þá hefur liðið fengið nokkra skelli og lítið gengið upp. Stjörnumönnum leið vel á Akra- nesi í gær og skoruðu falleg mörk. Það fallegasta gerði Ólafur Karl Finsen á 44. mínútu þegar hann lagði upp hjólhestaspyrnumark fyrir sjálfan sig með glæsilegum hætti. Markið var það fyrsta sem Ólafur skorar í sumar og má segja að það hafi verið biðarinnar virði. Fyrsti sigur ÍBV ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þrett- ándu tilraun í sumar þegar Valur kom í heimsókn, 3:2. Fyrir leikinn í gær hafði Halldór Jón Sigurður Þórðarson aðeins skorað tvö mörk í efstu deild og áttu því fæstir von á að hann myndi skora þrennu, en hann gerði sér lítið fyrir og gerði öll mörk ÍBV og þar á meðal sigur- markið í uppbótartíma. Aron Jó- hannsson jafnaði í 2:2 með tveimur mörkum eftir að Halldór hafði gert sín fyrstu tvö og þá tók við æsilegur lokakafli. Frederik Schram varði víti frá Felix Erni Friðrikssyni á 89. mínútu og virtust lukkudísirnar enn og aftur ætla að yfirgefa ÍBV en þá kom sigurmarkið á besta tíma. Valur á því þann furðulega heiður að vera eina liðið sem hefur unnið Breiðablik og eina liðið sem hefur tapað fyrir ÍBV. Meistararnir skoruðu þrjú Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík þrjú mörk í seinni hálf- leik á útivelli gegn FH þar sem loka- tölur urðu 3:0 á laugardag. Víkingur hefur nú unnið sex leiki í röð og ljóst að meistararnir ætla að gefa Breiða- bliki alvörutitilbaráttu. Það gengur hinsvegar lítið upp hjá FH. Liðið hefur enn ekki fagnað deildarsigri síðan Eiður Smári Guðjohnsen tók við liðinu og eru sigrarnir í sumar aðeins tveir. FH var ekki sérlega líklegt til að vinna og er lítið sem ekkert sjálfstraust í liðinu. Fótbolt- inn sem FH-liðið bauð upp á var ekki merkilegur og er liðið heldur varkárt og óbeitt í uppspili sínu. Vík- ingar voru laskaðir eftir erfiða Evr- ópuleiki gegn Malmö en unnu samt 3:0-sigur án þess að eiga sinn besta leik, sem er mikið styrkleikamerki. Meistarasigur Breiðabliks í Bítlabænum Morgunblaðið/Óttar Geirsson Einvígi KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson lætur Brynjar Hlöðversson úr Leikni finna fyrir því í leik liðanna í Breiðholtinu í gærkvöldi. - Stórsigrar KA og Stjörnunnar á úti- völlum - Fyrsti sigur Eyjamanna _ Óttar Magnús Karlsson gerði tvö mörk fyrir Oakland Roots er liðið vann El Paso, 4:0, á heimavelli í bandarísku B-deildinni í fótbolta í fyrrinótt. Ís- lenski framherjinn gerði tvö fyrstu mörk leiksins á 21. og 32. mínútu en það seinna kom úr vítaspyrnu. Hann fór af velli á 77. mínútu. Liðið er í átt- unda sæti af 13 liðum í vesturhluta deildarinnar. Óttar hefur átt afar gott tímabil með Oakland en hann er markahæstur í deildinni með 15 mörk. Þau hefur hann gert í 22 leikjum. _ Enska úrvals- deildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á senegalska knattspyrnumann- inum Kalidou Koulibaly frá Na- poli á Ítalíu og samið við hann til fjögurra ára. Kaupverðið er í kringum 33 milljónir punda og hann er annar leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar, á eftir Raheem Sterling frá Manchester City. Koulibaly er 31 árs gamall miðvörður og hefur undanfarin ár verið talinn einn sá öflugasti í sinni stöðu í Evrópufótboltanum. _ Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leik- mönnum 20 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og vann 45:34- stórsigur á Ítalíu í leik um 11. sæt- ið á EM 2022 í Porto í Portúgal á laugardag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á HM 2023 leikmanna 21 árs og yngri. Bene- dikt Gunnar Óskarsson var marka- hæstur hjá Íslandi með átta mörk. Andri Már Rúnarsson og Arnór Við- arsson voru svo skammt undan með sjö mörk hvor. _ Bandaríkin unnu þrefalt í 100 metra hlaupi á HM í Eugene í Bandaríkjunum í gær. Fred Kerley, sem á besta tíma ársins, kom fyrstur í mark á 9,86 sek. en besti tími ársins er 9,76 sekúndur. Marvin Bracey og Trayvon Brommell komu báðir í mark á 9,88 sekúndum en Bracey hlaut silfrið á sjónarmun. _ Enska knattspyrnufélagið Man- chester United og Ajax frá Hollandi hafa komist að samkomulagi um kaup- verð á argentínska varnarmanninum Lisandro Martínez. United mun fyrst greiða 48,5 milljónir punda fyrir Mart- ínez en kaupverðið gæti hækkað um 8,5 milljónir vegna ýmissa bónus- greiðslna. Martínez þekkir Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, afar vel en þeir unnu saman hjá Ajax í þrjú ár, áður en Ten Hag tók við stjórn Unit- ed af Ralf Rangnick. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.