Morgunblaðið - 02.07.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Árlega koma upp nokkur tilfelli þar
sem foreldrar barna sem valin hafa
verið í leikmannahóp yngri landsliða
Körfuknattleikssambands Íslands
hafa samband við stjórn KKÍ vegna
þess að þeir eru ekki í aðstöðu til
þess að greiða
kostnaðinn af
slíkum ferðum,
sem nemur á
bilinu 250 til 280
þúsund krónum á
haus fyrir hverja
ferð en farið er í
tvær ferðir á
sumri.
Þetta staðfestir
Hannes S. Jóns-
son, formaður
Körfuknattleikssambandsins, KKÍ.
„Við setjumst þá niður með þeim
einstaklingum sem leita til okkar og
finnum lausnir, ýmist með greiðslu-
dreifingu, afslætti eða niðurgreiðslu.
Við viljum auðvitað að foreldrar nýti
sér þetta úrræði og komi til okkar
frekar en að ferðakostnaðurinn
verði til þess að barnið geti ekki tek-
ið þátt í verkefninu.“
Hilmar Júlíusson, formaður
körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar,
gagnrýnir það í viðtali við mbl.is að
börn og ungmenni sem keppi fyrir
hönd Íslands á alþjóðavettvangi
þurfi sjálf að standa straum af
kostnaði ferða sinna að miklu leyti.
Það sé til þess fallið að útiloka
ákveðinn hóp iðkenda frá því að
leika fyrir Íslands hönd og ná sama
árangri í íþróttinni.
Hannes kveðst ekki hafa beina
vitneskju um að leikmenn hafi þurft
að segja sig frá landsliðsverkefni
vegna fjárhagsaðstæðna, til þessa,
en hann geti ekki fullyrt að svo sé
ekki. Það séu alltaf einhverjir leik-
menn sem gefi ekki kost á sér í verk-
efni fyrir Íslands hönd, án þess að
ástæða þess sé nákvæmlega til-
greind.
Vill sjá ríkið taka aukinn þátt
Hannes myndi vilja sjá ríkið taka
aukinn þátt í fjármögnun afreks-
íþróttastarfs. „Við þurfum hugar-
farsbeytingu gagnvart íþróttahreyf-
ingunni.“
Kostnaður við verkefni yngri
landsliða í sumar nemur 65 til 70
milljónum króna. Þar af bera leik-
mennirnir sjálfir 38 milljónir, en
KKÍ afganginn. „Í það fer bara fjár-
magn sem við finnum sjálf.“
Hannes telur Ísland ekki vera
eina landið þar sem leikmenn greiði
fyrir þátttöku í yngri landsliðum, en
þess sjáist önnur dæmi á Norður-
löndunum, þótt uppsetningin sé ekki
endilega sú sama. Engu að síður tel-
ur hann ljóst að ríkið komi ekki jafn
mikið til móts við afreksíþróttastarf
hér á landi og annars staðar.
Hafa ekki val um hótel
Foreldrar hafa gagnrýnt að ferða-
kostnaðurinn sem um ræðir sé
óþarflega hár. Hannes segir að þeir
sem óskað hafi eftir því hafi fengið
sundurliðun í hendurnar.
„Við þurfum að panta flug með
löngum fyrirvara, á tilteknum dag-
setningum miðað við dagskrá mót-
anna, ásamt breytingargjaldi og
þannig að ferðatími sé hófstilltur,
með stóran hóp. Þetta eru dýrir
flugmiðar. Svo ákveður FIBA hvaða
hótel við gistum á, og þar er oft um
að ræða fjögurra til fimm stjörnu
hótel sem eru líka dýr, en við höfum
ekkert svigrúm til að ráða því hvar
við gistum.“
Hannes segir að ferðakostnaður
við eitt lið á Evrópukeppni sé fimm
og hálf milljón króna.
„Þar erum við að rukka 280 þús-
und krónur, sem samsvarar þremur
milljónum og 360 þúsund krónum en
eftir sitja tvær milljónir sem KKÍ
greiðir.“
Leikmenn sem
ekki geta greitt
leitað til KKÍ
- Yngri landslið greiða eigin ferða-
kostnað - Vill aukna þátttöku ríkisins
Ljósmynd/FIBA
Afreks Barátta í leik U18 ára
landsliðs kvenna gegn Sviss 2018.
Hannes
Jónsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vinnsla á makríl er hafin í fisk-
iðjuveri Síldarvinnslunnar. Skipin
þurfa að sækja í Smuguna en í gær
höfðu tvö skip landað hjá Síldar-
vinnslunni, alls nærri tvö þúsund
tonnum.
Makríll hefur ekki komið inn í ís-
lensku fiskveiðilögsöguna í veiðan-
legu magni í ár. „Vissulega eru það
vonbrigði að geta ekki byrjað hér
við Eyjar og fært okkur svo smám
saman austur um. Þetta kemur hins
vegar ekki á óvart, þetta hefur verið
þróunin síðustu ár. Vonandi verða
aflabrögð góð í Smugunni en þang-
að þurfum við að sækja makrílinn
og koma aflanum heilum heim,“
segir Eyþór Harðarson, útgerðar-
stjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Ekki úrkula vonar
Nokkur íslensk uppsjávarskip
eru að veiðum í Smugunni og verið
að búa önnur á veiðar. Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar, segir að vissulega sé
langt að fara norður í Smugu. Olían
kosti sitt og menn vilji koma aflan-
um heilum heim. Þess vegna hefði
verið betra að geta veitt nær. Gunn-
þór segist þó ekki vera úrkula vonar
um að makríll veiðist í íslensku fisk-
veiðilögsögunni þótt ekki hafi mikið
veiðst síðustu tvö ár. „Maður hefur
séð ákveðna þróun sem hræðir
mann aðeins en það þýðir ekki ann-
að en að vera bjartsýnn,“ segir
Gunnþór.
Samvinna um veiðarnar
Hann segir að veiðarnar fari
hægt af stað, nú eins og oft áður, og
ekki kominn neinn kraftur í þær.
Skipin fjögur sem landa hjá Síldar-
vinnslunni hafa samvinnu og sam-
eina aflann í eitt skip til að hægt sé
að koma honum sem ferskustum í
vinnslu. Sömu sögu er að segja af
Ísfélaginu, þar verður sami háttur
hafður á og raunar gerðu útgerð-
irnar þetta einnig á síðasta ári.
Skip Ísfélagsins eru ekki lögð af
stað vegna þess að það er sum-
arlokun í frystihúsi félagsins. Skipin
halda til veiða í næstu viku og von-
ast Eyþór til þess að kominn verði
makríll í land fljótlega eftir 11. júlí,
þegar starfsfólkið kemur aftur til
vinnu.
Hefðbundinn Smugufiskur
Börkur NK landaði fyrsta aflan-
um á makrílvertíðinni í Neskaup-
stað að morgni sl. fimmtudags og
var vinnslan þá þegar sett af stað. Í
gær kom Vilhelm Þorsteinsson AK
og voru þá komin hátt í tvö þúsund
tonn í vinnsluna. Haft var eftir Jóni
Gunnari Sigurjónssyni, yfirverk-
stjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunn-
ar, á vef fyrirtækisins að þetta væri
hefðbundinn Smugufiskur, eins og
hann væri á þessum árstíma.
Makríllinn er í upphafi hausaður
og slógdreginn fyrir frystingu.
Gunnþór segir að verið sé að kanna
markaði um þessar mundir. Hann
telur að afurðirnar muni seljast, eft-
irspurn sé eftir makríl víða á mörk-
uðum.
Ljósmyndq/Helgi Freyr Ólason
Sótt í Smuguna Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, á makrílmiðunum á fimmtudag. Verið er að kanna markaði.
Makrílvinnsla hafin
hjá Síldarvinnslunni
- Uppsjávarskipin þurfa að sækja alla leið norður í Smugu
Eyþór
Harðarson
Gunnþór
Ingvason
Fyrsti fóðurpramminn fyrir laxeldi
Háfells í Ísafjarðardjúpi kom til Ísa-
fjarðar í gær. Dráttarskipið Bestea
lagði af stað með prammann frá Tall-
inn í Eistlandi 17. júní en norska
fyrirtækið Akvagroup smíðar
prammann.
Gauti Geirsson, framkvæmda-
stjóri Háfells, segir komu prammans
stóran áfanga í atvinnusögu við Ísa-
fjarðardjúp og stórt skref í að
byggja upp fiskeldi á svæðinu.
„Mjög spennandi skref á allan
máta.“
Vonir standa til að pramminn
verði kominn út á Djúpið í lok næstu
viku en hann verður staðsettur í Vig-
urál undan Skarðsströnd á eldisstað-
setningu Háfells. Að sögn Gauta eru
blásarar um borð í prammanum sem
munu blása fóðrinu í gegn um slöng-
ur út í kvíarnar.
Hægt að fóðra í vondu veðri
„Það tryggir mjög jafna, góða og
stöðuga fóðrun, jafnvel hægt að
fóðra þegar það er vont veður og
ekki hægt að komast í kvíarnar. Svo
fiskurinn fær alltaf að éta.“
Stefnan er síðan að landtengja
prammann, þá verður rafmagn tekið
úr landi með sæstreng og pramminn
þannig knúinn áfram.
Öllum áhugasömum er boðið að
skoða prammann í innri höfn Ísa-
fjarðar fyrir framan Edinborg á
mánudaginn, 4. júlí, milli klukkan 16
og 18.
„Stórt skref“ fyrir
fiskeldi á svæðinu
- Hægt að skoða prammann eftir helgi
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Fiskeldi Nýr fóðurprammi fyrir fiskeldi Háfells ehf. í Ísafjarðardjúpi kom til Íslands frá Eistlandi í gær.