Morgunblaðið - 02.07.2022, Page 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
Auglýsing um próf til
endurskoðunarstarfa
Með vísan til laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun,
er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í
október 2022 sem hér segir:
Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og
stjórnendareikningsskilum:
Fimmtudaginn 6. október.
Prófið hefst kl. 9 og stendur til kl. 14.
Próf í endurskoðun og reikningsskilum:
Fyrri hluti mánudaginn 10. október.
Seinni hluti fimmtudaginn 13. október.
Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16.
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 595/2020 um
próf til löggildingar endurskoðunarstarfa.
Próftökugjald er kr. 360.000 fyrir próf í endurskoðun og reiknings-
skilum og kr. 120.000 fyrir próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðar-
bókhaldi og stjórnendareikningsskilum. Greiða þarf staðfestingargjald
fyrir hvort próf sem er 20% af fjárhæð prófgjalds.
Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir mánudaginn
8. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar,
Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvupósti á
jon.a.baldurs@gmail.com.
Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang,
tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 5. og 7. tl.
1. mgr. 2. gr. laga nr. 94/2019. Próftakar fá þá senda reikninga fyrir
prófgjaldinu og skal allt prófgjaldið vera greitt fyrir 15. september nk.
Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk.
Reykjavík, 2. júlí 2022.
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda.
Uppi á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði láta starfs-
menn frá Fönix stálsmiðju látlausan ferðamanna-
strauminn upp á gíginn ekki trufla sig en þeir voru í
vikunni að setja þar upp og sjóða saman útsýnispall úr
korten-stáli. Í baksýn er Snæfellsjökullinn hulinn skýj-
um. Útsýnispallurinn tekur við af rómuðum stálstíg eða
tröppum sem liggja þangað upp. Árið 2018 var efnt til
alþjóðlegrar samkeppni um verk á sviði landslagsmót-
unar. Verðlaunin, kennd við Rosa Barba, voru veitt í
Barcelona á Spáni og fékk tröppustígurinn upp á Litla-
Saxhól fyrstu verðlaun.
Byrjað var að leggja stíginn árið 2014 og verkinu
lauk 2016. Stígurinn var hannaður af teiknistofunni
Landslagi í Reykjavík.
Morgunblaðið/Einar Falur
Útsýnispallur í smíðum á Litla-
Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
„Flutningurinn hingað breytti öllu
og gerði gott fyrirtæki enn betra,“
segir Haraldur Þór Stefánsson,
framkvæmdastjóri Toyota í Kaup-
túni í Garðabæ, í samtali við Morg-
unblaðið. Í dag, 2. júlí, eru slétt tíu
ár frá því að Toyota flutti í Kaup-
túnið. Af því tilefni tók Morgun-
blaðið hús á félaginu til að sjá
hvernig farið hefur um starfsemina
á þeim áratug sem liðinn er.
Starfsemi fé-
lagsins var áður
dreifð í 11 bygg-
ingum við Ný-
býlaveg í Kópa-
vogi, þar sem
fermetrafjöldinn
taldi í heild rúm-
lega 15 þúsund.
Allar deildir
voru við flutn-
inginn samein-
aðar undir einu
þaki í tæplega 13 þúsund fermetr-
um í Kauptúni, en að sögn Har-
aldar Þórs reyndist það algjör
bylting fyrir bæði starfsmenn og
viðskiptavini Toyota og Lexus.
„Aðstaðan við Nýbýlaveg nýttist
vel á sínum tíma, en það var ljóst
að starfsemin og reksturinn gat
ekki vaxið þar, enda ekki rými til
þess. Með því að flytja starfsemina
hingað gjörbreyttist þjónustustig
félagsins til hins betra, aðstaða
starfsmanna var mun betri og síð-
ast en ekki síst varð aðkoma við-
skiptavina margfalt betri,“ segir
Haraldur Þór, sem hefur starfað
hjá Toyota í 30 ár og þar af sem
framkvæmdastjóri síðastliðin 14
ár.
„Hér er einn inngangur þar sem
viðskiptavinir geta síðan komið
bæði að þjónustudeild og söludeild.
Við höfum mælt ánægju við-
skiptavina í mörg ár og eftir að við
fluttum sýndu mælingar að við
uppfyllum þarfir þeirra mun betur.
Að sama skapi höfum við búið til
betri vinnustað fyrir starfsmenn,
þar sem nándin er meiri og stuðn-
ingur á milli deilda mun betri en
áður var. Það skilar sér í betri
þjónustu.“
Innlegg frá starfsmönnum
Byko var til skamms tíma í því
húsnæði þar sem Toyota og Lexus
í Kauptúni eru nú og eins og gefur
að skilja var nokkuð mikið rými
sem hægt var að endurskipuleggja.
Haraldur Þór leiðir blaðamann inn
á verkstæði félagsins, sem þekur
3.500 fermetra og inniheldur 47
lyftur. Það er full þörf á slíku, þar
sem það eru um 55 þúsund Toyota-
bifreiðar í landinu sem þarf að
þjónusta allan ársins hring.
„Áður en fluttum héldum við
rýnifundi með starfsmönnum og
þeir komu með mikilvæg innlegg í
það hvernig við hönnuðum hús-
næðið,“ segir Haraldur Þór.
„Frá upphafi var lagt upp með
það að það skiptir ekki máli hvort
við fáum hingað fólksbíl eða jeppa,
það er nægt rými til að taka á móti
öllum tegundum bíla hvenær sem
er. Það er óhætt að segja að þjón-
usta við bifreiðar sé umfangsmesta
starfsemin hér, þegar horft er til
mannskapar og rýmis, en innan
hennar fellur stór varahlutalager
sem og stærsta málningar- og rétt-
ingarverkstæði landsins.“
Í norðausturhluta hússins má
finna sérstakan sýningarsal fyrir
Lexus, en þó svo að Lexus sé í eigu
Toyota gera alþjóðlegir staðlar ráð
fyrir því að þær bifreiðar séu seld-
ar sér undir eigin vörumerki.
Góð nýting á húsnæði
Það vekur athygli blaðamanns að
húsnæðið, í það minnsta sá hluti
sem viðskiptvinir sjá, hefur lítið
breyst á liðnum árum. Spurður
nánar um það segir Haraldur Þór
að húsnæðið hafi í raun nær ekkert
breyst.
„Við vorum aftur á móti sífellt að
breyta aðstöðunni við Nýbýlaveg
og reyna að nýta sem best það
pláss sem þar var í boði. Eftir að
hafa sem fyrr segir átt fundi með
starfsmönnum og fengið þeirra sýn
á eigin vinnustað náðum við að
skipuleggja húsið þannig að það
hefur staðist tímans tönn,“ segir
hann.
„Ef við værum í óhentugu hús-
næði færi mikill tími í að finna leið-
ir til að nýta það betur eða reyna
að laga það einhvern veginn. Þess
vegna skipti þetta okkur miklu
máli, að geta flutt hingað þar sem
við fengum nægilegt rými og gát-
um skipulagt húsið eftir okkar
höfði. Og þegar ég segi „okkar“ á
ég við alla starfsmenn. Húsið og
aðstaðan hér hefur reynst okkur
það vel að við getum einbeitt okkur
frekar að því að hlúa að starfsfólki,
gera verkferla betri og svo fram-
vegis. Við erum með daglega fimm
mínútna fundi í hverri deild ásamt
vikulegum og mánaðarlegum fund-
um stjórnenda. Það hefur gefið
góða raun þar sem hugmyndir
flæða á milli starfsmanna og deilda
á hverjum degi og tryggir þannig í
senn ánægju starfsmanna og þjón-
ustu við viðskiptavinina.“
Flutningurinn bætti fyrirtækið
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Sýningarsalur Viðskiptavinir og gestir Toyota sjá aðeins brot af húsinu í
sýningarsal nýrra og notaðra bíla. Heilmikil vinna fer fram á bak við tjöldin.
- Tíu ár eru liðin í dag frá því að Toyota og Lexus fluttu starfsemi sína undir eitt þak í Kauptúni
- Starfsmenn komu að hönnum vinnurýmis - Yfir 100 bílar fara í gegnum þjónustu á hverjum degi
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Verkstæði Alla jafna fara yfir 100 bílar á dag í gegnum þjónustu á verk-
stæði Toyota. Þar eru 47 lyftur og nægilegt rými til að athafna sig.
Haraldur Þór
Stefánsson