Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta var besta opnun hér í manna minnum, alveg frábær,“ segir Þor- steinn Stefánsson, staðarhaldari við Stóru-Laxá, eftir að fyrsta holl hafði í gær lokið veiðum á því sem nú eru sameinuð neðri þrjú veiðisvæði ár- innar en veiðin á því efsta, hinu til- komumikla fjórða svæði, hófst fyrr og ekki síður vel, þar var 16 löxum landað á fyrstu tveimur dögunum. „Og þetta var ekki bara opnunin, veiðimenn eru ennþá í flottum fiski um alla á,“ bætir Þorsteinn við. „Veiðin á neðri svæðunum byrjaði 27. júní og það var ennþá meiri sprengiopnun en upp frá. Það komu upp 30 laxar í opnunarhollinu. Á öll- um svæðum.“ Hefðin hefur verið að veiða svæði þrjú sérstaklega og það hefur oft verið fremur rólegt fyrri hluta sum- ars. Sú var ekki raunin nú. „Miðhluti veiðisvæðanna var bestur en það veiddust líka fiskar neðst og efst. Fimm eða sex komu af svæði þrjú. Laxinn er orðinn mjög vel dreifður um alla á.“ 18 veiddust fyrsta daginn á Iðu Lítið hefur veiðst af smálaxi í Stóru það sem af er en hefur aðeins sést, segir Þorsteinn. Og talsvert hefur veiðst af lúsugum nýrenn- ingum. „Veiðimaðurinn sem ég var að leiðsegja í morgun fékk til dæmis þrjá, einn var lúsugur tveggja ára fiskur en hinir ekki, samt spánnýir. Þá hefur áfram verið mjög fín veiði á efsta svæði, annað hollið sem mætti fékk 15 eða 16 og það þriðja níu.“ Og er þetta þessir klassísku sterku Stóru-Laxár-laxar? „Heldur betur! Við erum búin að fá þó nokkra yfir 90 cm og meðal- lengdin í opnunarhollinu var yfir 80 cm. Þetta voru mikið stórar hrygn- ur, 80-85 cm. Ég fékk sjálfur um daginn upp frá í Flatabúð 92 cm hæng lúsungan. Hann er þá búinn að bruna beint einhverja 60 km frá hafi.“ Nú er öllum laxi sleppt í Stóru-Laxá og eftir þessa góðu byrj- un á veiðisumrinu er Þorsteinn skiljanlega bjartsýnn fyrir sumarið. Hann segir vatnsstöðuna líka mjög góða. Nýr leigutaki Stóru-Laxár stendur fyrir talsverðum breyt- ingum, fyrir neðri svæðin var gert upp veiðuhús fyrir sumarið en nýtt hús verður tilbúið þar að ári. Þá hafa miklar endurbætur verið gerðar á veiðihúsinu á efsta svæði árinnar. Aðstandendur laxveiðisvæða við Hvítá og Ölfusá eru líka að vonum spenntir fyrir veiðisumrinu því fyrir tilstuðlan NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur verið samið um upptöku flestra netalagna í jökulánum og á því laxinn mun greiðari leið upp í sínar ár en áður. Á Iðu, mótum Hvítár og Stóru- Laxár, fór veiðin líka frábærlega af stað en á opnunardaginn fyrir viku var landað hvorki meira né minna en 18 löxum á stangirnar þrjár. Urriðafoss, svo Þverá-Kjarrá Samkvæmt nýjustu tölum á Angl- ing.is, vef Landssambands veiði- félaga, höfðu á miðvikudagskvöldið flestir laxar veiðst við Urriðafoss, 341 og 106 þar af í liðinni viku, en þar hófst veiðin líka fyrst í ár. Er það nokkru minna en á sama tíma í fyrra en 30. júní hafði þá veiðst 501. Í Þverá-Kjarrá var 124 löxum land- að í síðustu viku, samtals 211 frá opnun, og í Norðurá höfðu 206 verið færðir til bókar, þar af 111 í liðinni viku þegar smálaxagöngurnar voru farnar að renna sér upp ána. Næstar á listanum eru Haffjarðará með 123 laxa á 12 dögum og Flókadalsá í Borgarfirði með 87 á sama tíma. Þegar horft er á veiðitölur er mikil- vægt að skoða hvað veitt er á marg- ar stangir, afli á stöng sýnir gæðin, og í fyrrnefndu ánni er veitt á sex en þrjár í síðarnefndu. Í Flóku er meðalveiði á stöng þessa byrjunar- daga veiðisumarsins því nær tveir og hálfur lax á stöng á dag en nær tveir í Haffjarðará, sem er mjög gott. Í Miðfjarðará voru 37 færðir til bókar í liðinni viku á sex stangir og 26 á fimm í Laxá í Leirársveit. Norðurá „blá af laxi“ Svo aftur sé vikið að smálaxa- göngunum sem hafa styrkst með hverjum degi í vikunni, enda stór- streymt í gær, þá segja leiðsögu- menn við ár á Vesturlandi að ný- renningurinn dreifist hratt um veiðisvæðin. Í samtali við Sporða- köst á Mbl.is sagði Styrmir Elí Ing- ólfsson hjá Störum, sem leigir Þverá og Kjarrá, að síðasta holl í Þverá hefði landað 59 löxum, að langmestu leyti var um smálax að ræða og margir lúsugir. Svipuð saga var sögð af Norðurá en Brynjar Þór Hreggviðsson staðarhaldari sagði mikið af laxi að ganga. „Einn leiðsögumaðurinn sagði við mig að áin væri blá af laxi frá Eyr- inni og niður í Bryggjur,“ sagði Brynjar. Besta byrjun í manna minnum - Laxveiðin í Stóru-Laxá fer afar vel af stað á öllum svæðum - „Ennþá meiri sprengiopnun“ á neðri svæðunum en efsta - Flestir hafa veiðst við Urriðafoss - Mjög góð veiði í Flókadalsá og Haffjarðará Gleðistund Þorsteinn Stefánsson, leiðsögumaður og staðarhaldari við Stóru-Laxá, með kröftugan stórlax, 92 cm hæng, sem hann veiddi lúsugan ofarlega í Stóru-Laxá. Mikið er þegar gengið af laxi á öll svæði árinnar. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast á morgun, sunnudag. Fyrstu tónleikar með þessu nafni voru sum- arið 1987 og hafa þeir því fest sig í sessi í menningarlífinu á Akureyri. Viðburðir verða alla sunnudaga í júlí en tónleikarnir hefjast alltaf kl. 17. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum, segir í tilkynn- ingu um tónleikana. Fyrstu tónleikarnir bera nafnið Tunglið og ég og þar koma fram þau Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari og flytja lög eftir Tónskáldið Michel Legrand (1932-2019) en hann hefði orðið 90 ára núna í febrúar. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarn- ir samdir af þeim Árna Ísakssyni og Braga Valdimari Skúlasyni. Sunnudaginn 10. júlí koma fram systkinin Örn, Ösp og Björk Eldjárn í hljómsveitinni Blood Harmony. Flytja þau lög sem Örn og Ösp tóku upp í miðjum kórónuveirufaraldri, í kjallaranum á æskuheimilinu Tjörn. Síðar fengu þau Björk til liðs við sig. Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinssdóttir flytja lög úr ljóðaflokknum „Varpa- ljóð á Hörpu“ eftir Ingibjörgu Azimu, við ljóð Jakobínu Sigurðar- dóttur, á tónleikunum 17. júlí. Söng- lögin samdi Ingibjörg í tilefni af 100 ára afmæli ömmu sinnar, Jakobínu. Síðustu tónleikarnir í röðinni verða 24. júlí en á þeim leikur Duo BARAZZ sem er skipað saxófón- leikaranum Dorthe Højland frá Danmörku og Láru Bryndísi Egg- ertsdóttur organista Grafarvogs- kirkju. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sumartónleikar Fagrir tónar óma í Akureyrarkirkju næstu sunnudaga. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Tunglið og ég hefja leik á morgun Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir rekstraraðila til að reka heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða heilsugæslustöð í 1.050 m2 húsnæði að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ. Fjármögnun fer skv. fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér: Heilsugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is) 1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu. 2. Kröfulýsing fyrir rekstur heilsugæsluþjónustu, nú útg. 2.0. 3. Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni, útg. 2022. 4. Samningsdrög Önnur gögn, þ.m.t. teikningar af húsnæðinu, má nálgast á ofangreindri slóð. Ríkið leggur til húsnæði undir starfsemina að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ, sem verður innréttað í samráði við verksala, en miðað er við að verksali leggi til húsbúnað og lækningatæki. Gengið er út frá samningi til fimm ára. Stöðin skal opna 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings við leigusala. Samningur við rekstraraðila verður gerður með fyrirvara um að samningar við leigusala gangi eftir. Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda útfyllt tilboðshefti Heilsugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is) á netfangið: innkaup@sjukra.is, þar sem fram kemur hvenær viðkomandi getur opnað heilsugæslustöðina og upplýsingar um menntun og reynslu starfsmanna. Þá skal bjóðandi samhliða tilboði senda SÍ kynningu á fyrirtækinu, lýsingu á gæðastefnu, gögn sem staðfesta fjárhagslegt hæfi og upplýsingar um hvernig uppfylla á kröfur sem koma fram í gögnum um verkefnið. Fyrirspurnir má senda á ofangreint netfang. Frestur til að senda inn tilboð er til kl. 12:00 þann 8. ágúst 2022. Taka tilboða: SÍ munu taka hagstæðasta tilboðinu, sem miðast við hvenær viðkomandi bjóð- andi getur opnað heilsugæslustöðina, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Séu tvö eða fleiri tilboð þá jafngild mun val fara eftir fjölda stöðugilda lækna (fleiri gefa hærra mat) en séu þau enn jöfn mun hlutkesti ráða því við hvern verður samið. SÍ áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum séu þau ófullnægjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.