Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í gær afsökunar á minkamálinu svonefnda, eftir að sér- stök skýrslu um málið, sem kom út í fyrradag, bar fram harða gagnrýni á dönsku ríkisstjórnina og marga af hæst settu embættismönnum Dan- merkur fyrir þátt sinn í málinu. Í skýrslunni sagði meðal annars að Fredriksen hefði hagað sér með mjög gagnrýniverðum hætti í málinu, en hún hefði meðal annars gefið „veru- lega afvegaleiðandi“ yfirlýsingar um lögmæti þess að aflífa alla minka í Danmörku, um 17 milljón talsins. Sú ákvörðun var tekin vegna ótta um að nýtt og illvígara afbrigði kórónuveir- unnar gæti tekið sér bólfestu í þeim og borist þaðan í menn. Hins vegar kom í ljós að ríkisstjórnin hafði engar heimildir til þess að fyrirskipa aflíf- unina, og hefur málið kostað danska ríkið verulegar skaðabætur. Nefndin samþykkti þær útskýr- ingar Fredriksen að hún hefði ekki afvegaleitt fólk vísvitandi með yfir- lýsingum sínum, en í skýrslunni voru tíu háttsettir embættismenn gagn- rýndir harðlega fyrir þátt sinn í því. Þar á meðal var Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneyt- isins, en skýrslan komst að þeirri nið- urstöðu að framganga hennar hefði verið með þeim hætti að mögulega væri hægt að sækja hana til saka fyr- ir málið. Fredriksen lýsti því hins vegar yfir að hún hygðist ekki víkja Bertelsen úr embætti að svo stöddu, þar sem mál hennar væri enn í rannsókn. Þá sagðist hún ekki ætla að segja af sér vegna málsins, en danskir stjórn- málaskýrendur segja mögulegt að danska þingið muni samþykkja óháða rannsókn, sem gæti þá endað með landsréttarmáli yfir Fredriksen. AFP/Ólafur Steinar Gestsson Minkamálið Fredriksen baðst af- sökunar á blaðamannafundinum. Biðst afsökunar á minkamálinu - Mun ekki víkja Bertelsen úr starfi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti 21 lést og að minnsta kosti 39 manns særðust þegar rússneskar eldflaugar lentu á fjölbýlishúsi og tómstundamiðstöð í bænum Serhívka í Ódessa-héraði í gærmorgun. Tólf ára drengur var á meðal þeirra sem féllu í árás Rússa. Af þeim 39 sem fluttir voru á sjúkrahús eftir árásina voru sex börn samkvæmt almannavarnaráðu- neyti Úkraínu. Eldflaugunum var skotið úr flugvélum sem áttu aðflug sitt af Svartahafi, og sögðu Úkraínu- menn að eldflaugarnar hefðu borið mjög þungar og öflugar sprengjur. Stefan Hebestreit, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sagði að Þjóðverjar fordæmdu árásina harð- lega, sem og hvað Rússar virtust taka mannfalli meðal óbreyttra borgara af mikilli léttúð. „Rússneskur almenningur verður líka að lokum að horfast í augu við þennan sannleik,“ sagði Hebestreit. Rússnesk stjórnvöld voru þögul um atvikið, en þau neituðu fyrr í vikunni aðild sinni að árásinni á verslunar- miðstöðina í Krementsjúk, þar sem 18 manns létust eftir að tvær rúss- neskar eldflaugar lentu á henni. Tal- ið er að sú árás hafi átt að beinast að verksmiðju sem er skammt frá. Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hvatti Vesturveldin til þess að senda Úkraínumönnum ný loft- varnarkerfi eins fljótt og mögulegt væri til þess að verja þá fyrir árásum Rússa. Aðild innan seilingar Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti fagnaði í gær þeim áfanga að Úkraína væri nú formlega orðin að umsóknarríki að Evrópusamband- inu. Selenskí sagði hins vegar að hann teldi að sú vegferð ætti ekki að taka ár eða áratugi. „Við ættum að komast leiðar okkar fljótlega,“ sagði Selenskí við úkraínska þingið. Fáni Evrópusambandsins var í gær settur upp í þingsal úkraínska þingsins, og stóðu nær allir þing- menn upp og klöppuðu þegar hann var borinn inn í salinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði þingheimi að aðild Úkraínumanna væri nú „innan seilingar“, en að brýnt væri að landið tæki upp um- bætur til þess að taka á spillingu. Vilja að Tyrkir stöðvi skipið Rússar staðfestu í gær að þeir væru farnir að flytja korn frá her- numdu svæðunum í Úkraínu og selja til „vinaþjóða“. Flutningaskip með um 7.000 tonn af korni yfirgaf í gær höfnina í borginni Berdíansk í þeim erindagjörðum. Úkraínumenn fóru þess á leit við Tyrki í gær að þeir myndu stöðva för skipsins, en það lá í gær við akkeri um kílómetra frá tyrknesku hafnar- borginni Karasu. Segja Úkraínu- menn að flutningur kornsins brjóti gegn fullveldi landsins, þar sem því hafi verið stolið frá hernumdu svæð- unum. Tyrkir voru sakaðir í síðasta mán- uði um að hafa keypt stolið korn af Rússum. Sagði Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra að málið væri í rannsókn, en að ekkert korn frá Úkraínu hefði fundist í rannsókninni til þessa. Mikið mannfall eftir eldflaugaárás - Eldflaugum skotið á fjölbýlishús og tómstundamiðstöð - Tólf ára gamall drengur meðal hinna föllnu - ESB-umsóknin eigi ekki að taka áratugi - Rússar flytja korn af herteknum svæðum til „vinaþjóða“ AFP/Oleksandr Gimanov Eldflaugaárás 21 lést þegar rússneskar eldflaugar lentu á fjölbýlishúsi og tómstundamiðstöð í bænum Serhívka í Ódessa-héraði í gærmorgun. Xi Jinping, forseti Kína, lýsti því yfir í gær að kínversk stjórnvöld hefðu ávallt haft hagsmuni íbúa Hong Kong efst í huga, en hann flutti þá ræðu í tilefni af því að 25 ár voru lið- in frá því að kínversk stjórnvöld tóku við valdataumunum í borginni úr hendi Breta. Xi sagði að „sannt lýðræði“ hefði fyrst hafist í borginni við þau tíma- mót, og að þá hefðu íbúar Hong Kong orðið að „eigin borgarmeist- urum.“ Ræða Xis markaði hápunkt tveggja daga hátíðahalda í Hong Kong vegna tímamótanna, en þetta var fyrsta heimsókn hans út fyrir meginland Kína frá upphafi heims- faraldursins, og sú fyrsta til Hong Kong frá mótmælaöldu sem braust þar út árið 2019. Xi vék að þeim mótmælum í ræðu sinni og sagði að eftir „alla storm- ana“ hefðu allir lært á sársaukfullan hátt að Hong Kong mætti ekki verða ringulreiðinni að bráð, heldur yrði borgin að losa sig við truflanir og einblína á áframhaldandi þróun. Orð Xis gagnrýnd Orð Xis um meinta lýðræðisþróun Hong Kong voru gagnrýnd nokkuð í ljósi þess að kínversk stjórnvöld samþykktu árið 2020 ný þjóðarör- yggislög fyrir Hong Kong, þar sem nær öll andstaða gegn yfirvöldum þar var brotin á bak aftur, með þeim afleiðingum að nær allir forsvars- menn lýðræðisumbóta í borginni hafa nú hrökklast í útlegð, verið bannaðir frá stjórnmálaþátttöku eða fangelsaðir. Xi sagði einnig að reglan um „Eitt ríki, tvö kerfi,“ hefði sannað sig sem „gott kerfi“, sem engin ástæða væri til að breyta, þar sem það verndaði „fullveldi, öryggi og þróunarhags- muni“ Hong Kong. Vísaði Xi þar til samkomulags Breta og Kínverja um að yfirvöld í Hong Kong fengu að halda borgara- réttindum sínum og stjórnarfari í 50 ár frá yfirtökunni 1997, en Bretar hafa sagt að með þjóðaröryggis- löggjöfinni árið 2020 hafi verið brot- ið gegn þeirri reglu. Þóttu hátíða- höldin í gær einnig til merkis um það, en sú hefð hafði myndast að far- ið væri í mótmælagöngu 1. júlí á hverju ári í Hong Kong, en sú ganga var bönnuð í gær. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar hefðu gefið íbúum Hong Kong lof- orð, og að þeir hygðust gera allt sem í þeirra valdi stæði til að láta Kín- verja standa við þær skuldbindingar sem fólust í samkomulagi ríkjanna. Bandaríkjastjórn og Ástralar sendu einnig frá sér yfirlýsingar þar sem gagnrýnt var hvernig grafið hefði verið undan lýðréttindum í Hong Kong, á sama tíma og Su Tseng-Chan, forsætisráðherra eyj- unnar Taívan sagði að frelsi og lýð- ræði hefðu horfið í Hong Kong. Varði framgöngu Kínverja í Hong Kong AFP/Isaac Lawrence Hátíð Ung stúlka heldur á fánum Kína og Hong Kong til að fagna því að 25 ár voru liðin frá yfirtöku Kínverja. - 25 ár liðin frá því að Kínverjar tóku við völdum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.