Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Við búum í
hættulegri
heimi. Og við
búum í óvissari
heimi. Og við búum í
heimi þar sem raun-
verulegt stríð geisar
í Evrópu með hern-
aðaraðgerðum af stærðargráðu
sem við höfum ekki séð frá því í
heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, í
lok fundar þess í Madríd í vik-
unni, spurður út í stöðuna í ljósi
ástandsins í Úkraínu.
Menn hafa stundum í seinni tíð
verið sakaðir um hræðsluáróður
þegar þeir hafa bent á að hætta
væri sjaldan langt undan og að
þess vegna yrði ávallt að tryggja
öflugar varnir. Nú er staðan hins
vegar þannig að enginn getur
efast lengur um að heimurinn er
hættulegur. Og hann varð merkj-
anlega hættulegri þegar Pútín
forseti Rússlands ákvað að hefja
innrás í Úkraínu af fullum þunga
og án nokkurs tillits til mannslífa.
Fundir Atlantshafsbandalags-
ins eru misjafnlega þýðingar-
miklir en sá sem nú er nýlokið er
einn þeirra sem verða í minnum
hafðir. Þar var samþykkt inn-
ganga Finnlands og Svíþjóðar í
bandalagið, nokkuð sem fáa hefði
órað fyrir að gæti gerst. Þessi ríki
hafa verið staðföst í því að halda
hlutleysi sínu, þó að enginn efað-
ist um í hvaða átt þau hölluðu sér,
en innrás Rússa í Úkraínu og sú
aukna hætta sem hún afhjúpaði
leiddi til stefnubreytingar. Og
gerði það ótrúlega hratt.
Fyrirstaðan sem Tyrkir sýndu
framan af þurfti í sjálfu sér ekki
að koma á óvart. Tyrkir höfðu
ástæðu til að sýna óánægju og
minna á baráttu sína við hryðju-
verkasamtök og vopnasölubann
sem óeðlilegt var að þeir sættu.
Önnur ríki Atlantshafsbandalags-
ins þurfa að sýna Tyrkjum skiln-
ing að þessu leyti, jafnvel þó að
stundum kunni að vera ástæða til
að gera athugasemdir við fram-
göngu stjórnvalda í Tyrklandi.
Tyrkland er, hvað sem öðru líður,
mikilvægt fyrir Atlantshafs-
bandalagið og þar með fyrir
öryggi í okkar heimshluta.
Fleira vakti athygli á þessum
fundi og þá einkum afstaðan til
Rússlands og Kína sem fram kom
í nýrri stefnuyfirlýsingu. Kína
var nefnt í fyrsta sinn í slíku
skjali Atlantshafsbandalagsins og
augljóst að vaxandi áhyggjur er
að finna hjá ríkjum þess við aukn-
um umsvifum og ítökum Kínverja
á alþjóðavettvangi, en ekki síður
hve náið Kína og Rússland spila
saman um þessar mundir. Þessi
þróun er verulegt áhyggjuefni og
henni fylgir vaxandi áhætta þó að
vilji ríkja Atlantshafsbandalags-
ins sé enn að eiga jákvæð sam-
skipti við Kína. En margir hafa
viðrað áhyggjur að undanförnu,
skiljanlega, af því hvað muni ger-
ast í samskiptum Kína og
Taívans. Bent hefur verið á að
stjórnvöld í Peking horfi mjög til
þróunarinnar í Úkraínu og að
lyktir stríðsins þar og viðbrögð
Vesturlanda geti haft áhrif á það
hvort ð þau ákveði
að stíga sama
óheillaskrefið gagn-
vart Taívan og Rúss-
ar stigu gagnvart
Úkraínu. Og víst er
að afleiðingar slíkra
átaka – ekki síst yrði
af þeim sökum farið út í efnahags-
þvinganir gagnvart Kína, sem
telja má afar líklegt – yrðu mun
alvarlegri fyrir efnahag heimsins
en þær afleiðingar sem fólk horfir
nú fram á. Kína er mun þýðingar-
meira fyrir alþjóðahagkerfið en
Rússland og afleiðingar stríðs af
þess hálfu yrðu þess vegna skelfi-
legar um allan heim, ekki aðeins
hjá þeim sem yrðu fyrir því eða
byggju í nágrenninu.
Rússland er ekki nefnt í fyrsta
sinn í stefnuyfirlýsingu Atlants-
hafsbandalagsins nú, en tónninn
gagnvart því er eðli máls sam-
kvæmt mjög breyttur. Þó er þess
getið að vilji standi enn til að
halda uppi nauðsynlegum sam-
skiptum og það er sjálfsagt en
þau samskipti verða óhjákvæmi-
lega mjög á annan veg en var fyrir
fáeinum árum. Þá höfðu sam-
skiptin færst í jákvætt horf um
hríð og bjartsýni ríkti um fram-
haldið.
Allir vona að vangaveltur um
mögulegt stríð á milli Kína og
Taívans séu óþarfar og sömuleiðis
að Rússland muni hætta stríðs-
rekstri sem fyrst. Þrátt fyrir
brotthvarf frá Snákaeyju, sem
Rússum og Úkraínumönnum ber
ekki saman um hver skýringin sé
á, þá er fátt sem bendir til að Pút-
ín sé að missa móðinn.
Hann gæti ákveðið að berjast
lengi enn og leggja undir sig það
land sem honum hentar í Úkra-
ínu. Miklu skiptir að hann finni að
Atlantshafsbandalagið ætlar ekki
að gefa eftir og að það muni áfram
standa með Úkraínu eftir því sem
stjórnvöld þar í landi óska. En þá
skiptir líka máli að Atlantshafs-
bandalagið sé trúverðugt og hafi
burði til að fylgja eftir slíkum
fyrirheitum, sem voru hátíðlega
gefin á fundi vikunnar. Þegar
skoðað er hvað ríki bandalagsins
leggja af mörkum í þessu sam-
bandi verður vart hjá því komist
að efast um að hugur fylgi máli.
Ef horft er til útgjalda bandalags-
ríkjanna til varnarmála má sjá að
í ár er áætlað að nær 70% komi
frá Bandaríkjunum, sem sýnir vel
hve illa flest ríki Evrópu standa
sig. Svipaða sögu er að segja þeg-
ar horft er til fjölda hermanna,
yfir 40% þeirra koma frá Banda-
ríkjunum, 14% frá Tyrklandi en
önnur ríki hafa almennt dregið
mjög saman í þessum efnum.
Ríki Evrópu hafa lofað að taka
sig á og leggja framvegis meira af
mörkum til varna bandalagsins.
Vonandi skilar það sér enda yrði
slík aukning til að auka öryggi
bandalagsríkjanna og þar með
heimsins alls. Og það mundi
senda skýr skilaboð til Moskvu og
Peking um að það borgi sig að
halda friðinn og byggja samskipti
ríkja á friðsamlegum viðskiptum
og öðrum jákvæðum þáttum en
ekki á hótunum, yfirgangi og
árásum.
Friðurinn verður
áfram best tryggður
með öflugu Atlants-
hafsbandalagi}
Hættulegri heimur
Á
hverju ári fer fjöldi Íslendinga í
aðgerðir erlendis eftir óvið-
unandi bið á heilbrigðisstofn-
unum hér heima. Þetta er fárán-
legur veruleiki en nú er að koma
í ljós hvað hann kostar okkur. Í fyrradag fékk
ég loks svar frá heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn sem ég lagði fram í lok apríl. Þar kemur
fram að frá árinu 2017 hafa íslensk stjórnvöld
greitt tæplega 400 milljónir króna fyrir þessar
aðgerðir.
Það skiptir máli hvernig stjórnvöld ráðstafa
peningunum okkar. Ekki síst í heilbrigðis-
kerfinu þar sem það er viðvarandi áskorun að
eftirspurnin eftir þjónustu er alltaf meiri en
hægt er að anna. En umræddar aðgerðir þarf
einmitt ekki að framkvæma erlendis heldur
eru allar aðstæður fyrir hendi hér á landi þó
svo að heilbrigðisstofnanir ráði ekki við fjöldann. Það er
heldur ekki þannig að þeir rúmlega 500 einstaklingar
sem um ræðir hafi óskað eftir því að vera fluttir úr landi í
erfiðar aðgerðir, aldeilis ekki. Þeir fá einfaldlega ekki að
leita til sérfræðinga hér á landi nema borga allt úr eigin
vasa.
Ég er svolítið upptekin af þessu með meðferð opin-
berra fjármuna, þið vitið peninga skattgreiðenda, og
vildi því fá að vita hvernig þessar greiðslur Sjúkratrygg-
inga Íslands samrýmdust verðskrá í landi viðkomandi
þjónustuveitenda. Svar heilbrigðisráðherra var að
Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki þær upplýsingar.
Eftir stendur þá ósvarað hvernig verðið sem
Sjúkratryggingar borga er ákveðið. Er útboð
sem íslenskir sérfræðingar fá ekki að taka
þátt í? Eða fá íslenskir sérfræðingar að taka
þátt svo lengi sem aðgerðirnar eru ekki fram-
kvæmdar hér á landi. Eða er einhver önnur
leið farin? Um þetta þarf að ríkja fullkomið
gagnsæi.
Það verður að segjast eins og er að þetta er
ekki mjög skýrt. Og þá á ég eftir að nefna síð-
asta svarið sem er kafli út af fyrir sig. Það er
ekki óalgengt að íslenskir læknar framkvæmi
þessar aðgerðir erlendis, fylgi jafnvel sjúk-
lingunum út. Í von um að fá betri mynd af
þessu spurði ég hverjir hefðu veitt þessa
þjónustu, greint eftir þjóðerni og vinnustöð-
um í einu landi eða fleirum, eftir atvikum.
Svar ráðherra er svona: „Langflestar aðgerð-
ir vegna biðtíma fara fram á Norðurlöndunum, mest í
Svíþjóð. Ef Sjúkratryggingar Íslands eiga að taka sam-
an sérstaklega upplýsingar um hvern og einn þjón-
ustuveitenda þarfnast það lengri svarfrests.“
Tveir mánuði duga sem sagt ekki til að upplýsa hvert
þessar 400 milljónir renna. Okkur kemur það sennilega
ekkert við. Ekki frekar en svo margt annað sem tengist
fjármálastjórnun þessarar útgjaldaglöðustu ríkis-
stjórnar Íslandssögunnar.
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
400 milljónir eitthvert og af því bara
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
hannakatrin@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
S
trandveiðarnar hafa gengið
vel í sumar. Svo vel að nú
þegar veiðitímabilið er
hálfnað er útlit fyrir að
kvótinn sem ætlaður er í strandveið-
arnar geti klárast um 25. júlí, þegar
enn verður rúmur mánuður eftir af
veiðitímabilinu. Forystumenn smá-
bátasjómanna vonast til að matvæla-
ráðherra bæti við þannig að allir fái
sína 48 daga til að veiða.
„Veiðin undanfarna daga hefur
verið með ólíkindum. Í þessari viku
hefur aflinn verið 269 tonn af þorski
á dag, að meðaltali,“ segir Örn Páls-
son, framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda. Hann
getur þess að í vikunni þar á undan
hafi tíðin verið verri og þá hafi
þorskaflinn verið 157 tonn af þorski
á dag.
Auk góðrar tíðar veldur fisk-
gengd á grunnslóð því hversu vel
veiðist. Nefnir Örn í því sambandi
Vestfirði og vesturhluta Norður-
lands. Þar séu allir að ná skammt-
inum eftir daginn. Þegar austar
dragi sé fiskerí tregara en menn
telja að fiskurinn sé að ganga hjá
þeim líka, eins og árvisst er.
37% aukning í þorskafla
Þorskafli strandveiðibátanna í
maí og júní var 7.424 tonn en var
5.438 tonn á sama tíma á síðasta ári.
Auknin er tæp tvö þúsund tonn eða
37%. Að vísu munar tveimur dögum
því veiða mátti 34 daga í ár en 32
daga á síðasta ári. Heildaraflinn er
sömuleiðis mun meiri eða 8.465 tonn
á móti 5.807 tonnum á síðasta ári.
Heimilt er að veiða 10 þúsund tonn á
tímabilinu maí til ágúst. Það þýðir að
2.576 tonn eru eftir af kvótanum. Sá
afli gæti auðveldlega náðst fyrir 25.
júlí.
„Það er mjög áríðandi að bætt
verði við þannig að heimilt verði að
veiða út ágúst. Með því móti næst
markmið breytinganna sem gerðar
voru 2018 sem miðuðust við að hægt
yrði að veiða 12 daga á mánuði í
fjóra mánuði, alls 48 daga. Menn
reiknuðu ekki með því að það þyrfti
að stöðva veiðarnar á miðju tímabili.
Það er óviðunandi ef það þarf að
gera,“ segir Örn.
Kveðst hann bjartsýnn um að
Svandís Svavarsdóttir matvæla-
ráðherra bæti einhverju við, þannig
að menn geti stundað strandveiðar
út ágúst, eins og ætlunin hafi verið.
Á síðasta ári var aðeins bætt við og
þá stöðvuðust strandveiðarnar 18.
ágúst.
Gott hljóð í mönnum
Örn segir annars að gott hljóð
sé í mönnum. Fiskverð hafi hækkað
og menn því tiltölulega sáttir við sitt.
Hann segir athyglisvert að sjá
hvernig aukinn afli smábáta sé í öf-
ugum samhljómi við upplýsingarnar
sem ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
um minnkun þorskafla grundvallist
á. Hafró leggur til 6% samdrátt en
afl hvers róðurs hjá smábátum auk-
ist um 13%. Segir Örn þetta um-
hugsunarefni.
Þorskkvóti smábáta
gæti klárast 25. júlí
A B
C
D
Strandveiði-
svæðin
Strandveiðar 2021 og 2022*
2021 2022 Breyting milli ára
Útgefin leyfi (með löndun) 668 (634) 703 (684) 71 (72) 28%
Landanir 8.879 11.420 1.795 42%
Þorskafli 5.438 tonn 7.424 tonn 1.365 tonn 47%
Heildarafli 5.807 tonn 8.465 tonn 1.572 tonn 52%
Meðalafli á bát 9.159 kg 12.376 kg 2.160 kg 18%
Meðalafli pr. róður 654 kg 741 kg 48 kg 7%
Heildarafli á dag 171 tonn 249 tonn 41 tonn 43%
Heimild: LS
Heildarafli eftir svæðum
Aflahæstir á hverju svæði
A: 4.624 kg
B: 1.403 kg
C: 938 kg
D: 1.500 kg
A: Grímur AK 28.352 Kg
B: Hrund HU 19.029 Kg
C: Máney SU 33.825 Kg
D: Nökkvi ÁR 49.466 Kg
*32 dagar árið 2021 og
34 dagar árið 2022
„Þetta er í
meira lagi hjá
mér miðað
við aðra. Ég
hef ekki skýr-
ingar á því.
Menn eru
kannski mis-
fisknir eða
misheppnir,“
segir Garðar
Guðmundsson í Þorlákshöfn,
skipstjóri og eigandi Nökkva ÁR
sem er langaflahæsti smábát-
urinn það sem af er veiði-
tímabili smábáta í sumar. Afli
Nökkva er 49,5 tonn.
Garðar sækir á Selvogsbank-
ann, eins og margir aðrir, og
segir að þar sé töluverð fisk-
gengd. „Það er á meðan er en
maður veit aldrei hvað gerist.
Ég hef mest náð fimm tonnum á
dag, það var mest ufsi, og næ
ekki alltaf þorskskammtinum.
Ég tek bara það sem bítur á
krókana og er ekkert að eltast
við einhverjar tegundir,“ segir
Garðar. Aðalatvinna hans er við
fiskeldi og hann grípur í strand-
veiðarnar á milli tarna og notar
líka sumarfríið í veiðarnar.
Menn eru
misfisknir
AFLAKÓNGUR
Garðar
Guðmundsson