Morgunblaðið - 02.07.2022, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
E
nglendingar unnu örugg-
an sigur HM öldunga-
sveita, 50 ára og eldri,
sem lauk í Acqui Terme á
Ítalíu á miðvikudaginn. Þeir tefldu
fram Michael Adams og Nigel Short
á fyrstu tveim borðum og sá fyrr-
nefndi uppskar vel og var í raun
maðurinn á bak við sigurinn. Eng-
lendingarnir hlutu 17 stig af 18
mögulegum, einu stigi betur en
Bandaríkjamenn. Ítalir náðu 3. sæti
og svo kom íslenska sveitin í 4. sæti
með 12 stig af 18 mögulegum. Í loka-
umferðinni skutumst við upp fyrir
Ungverja með 2½:1½-sigri í inn-
byrðis viðureign. Jóhann Hjartarson
vann þar góðan sigur en öðrum
skákum lauk með jafntefli.
Keppt var í tveim aldursflokkum
en í flokki keppenda 65 ára og eldri
unnu Englendingar einnig öruggan
sigur. John tefldi þar á 1. borði og
var jafn óstöðvandi og Adams í yngri
flokknum.
Menn voru almennt nokkuð sáttir
við lokaniðurstöðuna því tafl-
mennskan var æði misjöfn og sumir
áberandi ryðgaðir eftir langt hlé frá
keppni. Hæst bar frammistöðu Jóns
L. Árnasonar, sem hlaut 6½ vinning
af 8 mögulegum og hlaut silfurverð-
laun á 4. borði. Þá fékk Margeir Pét-
ursson bronsverðlaun á 3. borði með
5½ vinning af átta.
Sigurskákir Jóns L. Árnasonar
hans voru margar bráðskemmti-
legar og með svörtu í kóngspeðs-
byrjunum, hlaut hann 4 vinninga af
4. Jón hafði 19. aldar meistarana í
miklum metum á í sínum yngri árum
og tefldi eftirfarandi skák í stíl Paul
Morphy og fleiri góðra manna.
Skákin er auðvitað dálítið léttmeti
þar sem hvítur var tiltölulega fljótur
að missa þráðinn. En það þarf líka
að fylgja vel eftir þeim færum sem
gefast og það gerði Jón með glæsi-
brag:
HM öldungasveita,
Acqui Terme 2022; 8. umferð:
James Stevensson – Jón L. Árnas.
Skoskur leikur
1. e4 e5
Sikileyjarvörnin var aðalbyrjun
Jóns gegn kóngspeðinu en það
breyttist á Ítalíu!
2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. d4 exd4
5. Rd5!?
Óvæntur leikur en frekar bitlaus.
Hann hefði betur valið algengustu
leiðina, 5. Rxd4 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7.
Bd3 o.s.frv.
5. …Rxd5 6. exd5 Bb4+ 7. Bd2
De7+ 8. Be2?
Eftir 8. De2 verður ekki komist
hjá miklum uppskiptum og jafn-
teflislegri stöðu.
8. …d3!
Snaggaralega leikið. Hvítur sá nú
fram á að eftir 9. cxd3 Bxd2+ og
10. … Rb4 situr hann uppi eð stakt
peð og heldur lakara tafl.
9. dxc6 dxe2 10. cxd7+ Bxd7 11.
Dxe2 Dxe2+ 12. Kxe2 Bb5+! 13.
Kd1
Úr vöndu var að ráða. Eftir 13.
Ke1 kemur 13. … 0-0-0! með hug-
myndinni 14. Bxb4 Hhe8+ og mátar.
14. 0-0-0 14. Kc1 Bxd2+ 15. Rxd2
Hhe8
Hrókurinn er á leið inn til e2.
Hvítur er varnarlaus.
16. Rb3 He2 17. Hf1 Bc6 18. g3
Be4
– og hvítur gafst upp.
Nepo nær öruggur með
sigur í áskorendamótinu
Ef svo fer fram sem horfir mun
Rússinn Jan Nepomniachtchi ekki
aðeins vinna áskorendamótið í
Madrid á Spáni heldur hugsanlega
með meiri yfirburðum en áður hefur
þekkst í meira en 70 ára sögu þess-
ara móta. Nepo vann Alireza Firo-
uzsja með tilþrifum í 11. umferð og
fyrir 12 umferð sem fram fór í gær
var forskot hans 1½ vinningur.
Hann átti að tefla við við Nakmura í
gær og síðan Rapport og Duda í
lokaumferðunum tveimur.Staðan: 1.
Nepomniachtchi 8 v. (af 11) 2. Liren
Ding 6½ v. 3. Nakamura 6 v. 4.
Caruana 5½ v. 5. Radjabov 5 v. 6.-7.
Duda og Rapport 4½ v. 8. Firouzsja
4 v.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Helgi Ólafsson
Verðlaunahafar Margeir Pétursson fékk bronsverðlaun 3. borðs manna og
Jón L. Árnason fékk silfurverðlaun 4. borðs manna.
Íslendingar urðu
í 4. sæti á HM
öldungasveita
Ævigangan verður
endalaus refskák og
rússíbani frá degi til
dags þegar ekki reyn-
ist unnt að segja ill-
vígum, lífsógnandi
sjúkdómum svo sem
krabbameini og ann-
arri óáran endanlega
upp.
Endalaus falinn
fjandi sem sætir færis
að trufla lífsganginn,
grafa undan og finna leið til að
skemma, draga úr, eyða og deyða.
En þegar maður er við það að gef-
ast upp á sjálfum sér, eða þegar við
verðum fyrir hvers kyns von-
brigðum eða okkur finnst okkur
skorta eitthvað í lífinu, þá er svo
ómetanlega ljúft og gott að eiga
hinn djarfa varanleika í hjartanu
sem enginn og ekkert fær bifað eða
frá okkur tekið.
Ævigangan getur nefnilega verið
þyrnum stráður táradalur en er
jafnframt oft eitthvað svo dulúðug
og spennandi, litrík og falleg þar
sem eitthvað óvænt og ánægjulegt
er alltaf handan við hornið og kemur
sífellt á óvart.
Þegar nærveran við vatnið, nátt-
úruna, himininn og húmið, mann-
fólkið og mannssoninn er uppörv-
andi og hlý, vökvandi og nærandi.
Þegar við leyfum sólskini kærleika
og friðar að mætast í hógværð en
jafnframt glaðværð og þakklæti þar
sem jákvæður húmor og hlýja fær
færi á að ræktast með okkur og
manna á meðal.
Ljós lífsins
Friðsöm þögnin í andblæ stund-
arinnar minnir okkur á að and-
artakið er þitt og það er núna.
Umvefjandi ást Guðs er nefnilega
nær okkur en við stundum höldum.
Við getum skynjað hana allt í kring-
um okkur. Hvert sem litið er. Hún
er yfir og undir og allt um kring.
Hún umlykur okkur á bak og brjóst
og yfirgefur okkur aldrei. Hún fellur
okkur í skaut hvert sem við snúum
okkur. Hvort heldur er snemma
dags eða síðla kvölds,
um bjartan dag eða
dimma nótt. Hún fylgir
okkur allar stundir allt
til enda veraldar.
Hún mun skína og
lýsa okkur um ævinnar
veg inn til lífsins eilífð-
ar dýrðar ljóma. Þang-
að sem sólin skín, þar
sem við getum notið
fegurðar náttúrunnar
og himinsins í sam-
félagi ástvina. Hins
fullkomna lífs í fullri
gnægð eins og til stóð.
Því að ég er þess fullviss að feg-
urstu draumar, hinar dýrmætustu
stundir og ljúfustu þrár séu aðeins
sem forréttur að þeirri miklu veislu
sem lífið raunverulega er.
Því Jesús sagði: „Ég lifi og þér
munuð lifa … Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi … Og frá
hjarta þeirra sem trúa á mig munu
renna lækir úr lind lífandi vatns sem
streymir fram til eilífs lífs.“
Þar sem rökkrið tekur við, dimm-
an vex og ævin endar tekur hann þig
í fang og ber þig á örmum sér í
gegnum göngin myrku inn í bjarm-
ann til eilífs sumars og ómót-
stæðilegrar fegurðar.
Þú samlagast ljósinu, ljósi lífsins.
Ljósinu sem aldrei slokknar og fær
þig til þess að langa til að lifa.
Þess vegna skulum við halda full
eftirvæntingar og vonar áfram veg-
inn. Fela okkur höfundi og full-
komnara lífsins á vald og gefast ekki
upp.
Með baráttu-, bænar-, samstöðu-,
kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Refskák og
rússíbani
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Ég er þess fullviss að
fegurstu draumar,
dýrmætustu stundir og
ljúfustu þrár séu aðeins
sem forréttur að þeirri
veislu sem lífið raun-
verulega er.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Björg Jónsdóttir fæddist 2.
júlí 1896 á Stóra-Sandfelli í
Skriðdal. Hún var dóttir Jóns
Runólfssonar smiðs og Krist-
bjargar Kristjánsdóttur hús-
móður á Litla-Sandfelli. Björg
var nefnd eftir eldri systur sinni
sem lést aðeins ársgömul. Al-
systkini hennar sem komust á
legg voru Runólfur bóndi í
Litla-Sandfelli og Gróa hús-
freyja í Geitdal.
Björg var bráðger og þótt lítil
efni væru á heimilinu gekk hún í
Kennaraskólann árið 1914 og
var þar við nám í tvö ár. Eftir
námið fór hún að kenna í Skrið-
dal en síðar í Fellum og í Borg-
arfirði eystra og hún var einnig
heimiliskennari víða austan-
lands jafnframt almennri
kennslu. Hún var vinsæll kenn-
ari og fór af henni gott orð hvar
sem hún var. Árið 1930 hóf hún
ljósmóðurnám í Reykjavík og
lýkur því 1931 og þá ráðin sem
ljósmóðir í Vallahreppi þar sem
hún var til 1943. Á þessum tíma
dvöldu ljósmæður iðulega allt
að hálfan mánuð á heimili sæng-
urkonunnar og hugsuðu um
móður og barn.
Björg giftist Einari Guðna
Markússyni vinnumanni frá
Reyðarfirði. Þeim varð ekki
barna auðið, en Einar átti tvö
börn frá fyrra hjónabandi sem
voru henni sem fjölskylda. Þau
hófu búskap á Keldhólum og
bjuggu þar til 1949 þegar þau
fluttu í Neskaupstað. Björg hóf
að kenna börnum að lesa í Nes-
kaupstað og leiðbeindi einnig í
reikningi á heimili sínu. Björg
lést 12. janúar 1994.
Merkir Íslendingar
Björg
Jónsdóttir