Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 28
28 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 ARNARBÆLI Í ÖLFUSI | Útiguðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna leiðir söng, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Að guðsþjón- ustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi í boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins. Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandar- kirkju. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund kl. 11. Kirkjukórinn leiðir í al- mennum söng. Organisti er Krisztina K. Szklenár. Sr. Þór Hauksson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. ÁSKIRKJA | Sumarmessa Laugar- dalsprestakalls í Áskirkju kl. 11. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar. Org- anisti er Magnús Ragnarsson. Sjá nánar um sumarmessur og prests- þjónustu í prestakallinu á askirkja.is. ÁSKIRKJA í Fellum | Sunnudagur. Messa kl. 14 – Innsetning prests. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, pró- fastur á Austurlandi, setur sr. Krist- ínu Þórunni Tómasdóttur inn í emb- ætti prests í Egilsstaðaprestakalli með sérstakar skyldur við Ássókn. Kór Áskirkju syngur. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari: Berg- steinn Brynjólfsson. Lesari: Kristófer Hilmar Brynjólfsson. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Ássóknar í kaffisamsæti í Kirkjusel- inu Fellabæ. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta fellur inn í Sumarkirkjuna, sam- starfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Suðsþjónusta í Garða- kirkju kl. 11:00. Sjá nánar undir Garðakirkja BESSASTAÐASÓKN | Sumar- messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Sjá Garðakirkja hér í síðunni. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa í Bústaðakirkju 3. júlí kl. 20:00. Bernadette Hegyi syngur og Jónas Þórir spilar á flygilinn, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messu- þjónum. DÓMKIRKJAN | Messa 3. júlí kl. 11. Prestur er Jón Ásgeir Sigurvins- son, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið. Dómkórinn syngur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Útimessa í Selskógi – Organisti kvaddur. Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Sel- skógi á Egilsstöðum sunnudag kl. 10.30. Torvald Gjerde leikur á harm- oniku undir almennum söng og prest- ar Egilsstaðaprestakalls þjóna. Þetta verður síðasta guðsþjónusta Torvalds sem organisti Egilsstaðakirkju eftir yfir 20 ára starf og verður hans fram- lag þakkað sérstaklega við þetta til- efni. Veitingar í skóginum að messu lok- inni. GARÐAKIRKJA | Kl. 11:00 Sum- armessa í Garðakirkju. Gengið verður til messu í Garðakirkju sunnudaginn 3. júlí. Þau sem vilja ganga mæti kl. 10:00 við Hafnarfjarðarkirkju og mun Egill Friðleifsson leiða gönguna. Messan hefst svo kl. 11 í Garða- kirkju, sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Ástvaldur Traustason leikur á orgel og leiðir fjöldasöng með harmónikku- undirleik á eftir. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa- messa sunnudag kl. 11. Kaffihúsa- messur eru sumarmessur og verða á sunnudögum kl. 11 út ágústmánuð. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Org- anisti er Hákon Leifsson. Kaffi og meðlæti. GRENSÁSKIRKJA | Messa 3. júlí kl. 11. Guðspjall dagsins fjallar um góða hirðinn og við veltum fyrir okkur hverjir þessi 99 sauðir eru og hverjir eru týndi sauðurinn. Kristín Waage organisti spilar, Kirkjukór Grensás- kirkju leiðir messusönginn og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Org- anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa í Garðakirkju kl. 11, gengið verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10 undir leið- sögn Egils Friðleifssonar. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari. Ástvald- ur Traustason leikur á orgel og leiðir fjöldasöng eftir messu með harm- ónikkuundirleik. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Nordisk Kon- certkor Nuuk syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagur 3. júlí kl. 17. Orgeltón- leikar. Organisti, Matthías Harðarson. Píanóleikari, Guðný Charlotta Harð- ardóttir. Miðaverð 3000 ISK. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar í Kordíu kór Háteigskirkju leiða messu- söng. Kaffisopi eftir messu. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa sunnudag kl. 11. Prestur er Sigurjón Árni Sigfússon HOFTEIGSKIRKJA | Hofteigskirkja á Jökuldal. Laugardagur 2. júlí: Messa kl. 14. Ferming. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. HVALSNESKIRKJA | Sumarmessur á Suðurnesjum. Sjá Ytri-Njarðvíkur- kirkju. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sumar- messa í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnu- dag kl. 20. Keflavíkurkirkja tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Njarðvíkur- kirkjur hér á síðunni. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová leikur á orgel kirkjunnar. LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudaginn 3. júlí verður sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og Þórður Sig- urðarson organisti sér um tónlist og leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari Hanna Margrét Gísladóttir. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA, | Sunnudagurinn 3. júlí. Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20:00. Séra Magnús G. Gunnarsson þjónar, Sig- rún Magna Þórsteinsdóttir organisti og Margrét Árnadóttir söngkona sjá um tónlistina. NESKIRKJA | Kaffihúsamessa í safnaðarheimili. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. SANDGERÐISKIRKJA | Sumar- messur á Suðurnesjum. Sjá Ytri- Njarðvíkurkirkju. ÚTSKÁLAKIRKJA | Sumarmessur á Suðurnesjum. Sjá Ytri-Njarðvíkur- kirkju. VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11:00. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Göngu- messa – gengið frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 3. júlí kl. 20.00. Kristján Jó- hannsson gengur með okkur um „gömlu“ Ytri -Njarðvík og segir sögur af húsunum og fólkinu sem þar bjó. Sr. Brynja Vigdís leiðir bæn og bless- un. Stefán Helgi organisti leiðir söng við upphaf og lok stundarinnar. Boðið verður upp á kaffi og konfekt við lok stundarinnar. Morgunblaðið/Ómar Egilsstaðakirkja ✝ Þorsteinn Norðfjörð Lindbergsson fæddist í Neskaup- stað 2. júlí 1968. Hann lést á Spáni 30. janúar 2022. Þorsteinn var sonur Lindbergs Norðfjörð Þor- steinssonar, f. 15. ágúst 1936, og Kömmu Andr- ésdóttur, f. 19. október 1936, d. 18. desember 2019. Eftirlifandi eiginkona Þor- steins er Fabiola Castillo Bar- rera, f. 16. ágúst 1974. Sonur Þorsteins er Lindberg Norð- fjörð Þorsteinsson Gutiérrez, f. 25. nóvember 2000, og synir Fabiolu eru Aaron Shwadsky Castillo, f. 27. mars 2004, og Isaac Shwadsky Castillo, f. 10. febrúar 2006. Systkini Þorsteins eru Stein- unn, f. 1958, Jóhanna, f. 1960, Andri, f. 1961, Sigríður, f. 1963 og Friðrik, f. 1978. Þorsteinn bjó í Moaña á Spáni þar sem hann starfaði sem gæðastjóri hjá Iceland Seafood Ibérica. Hann út- skrifaðist úr Fisk- vinnsluskólanum og vann alla tíð störf sem tengdust sjávarútveginum. Þorsteinn var fæddur og upp- alinn í Neskaupstað, þar sem hann gekk í Nesskóla og síðar Verkmenntaskóla Austurlands. Þorsteinn bjó í Neskaupstað til ársins 1993 en þá fór hann til Mexico í spænskunám þar sem hann bjó til ársins 1998. Þaðan flutti Þorsteinn til Hafnar- fjarðar, lauk Fiskvinnsluskól- anum og fluttist svo til Moaña árið 2001. Minningarathöfn verður haldin í Norðfjarðarkirkju 2. júlí klukkan 14. Í dag kveðjum við Steina frænda í hinsta sinn. Steini frændi var einstakur, þolinmóður og umhyggjusamur. Alla tíð leit ég á hann sem stóra bróður og hann á mig sem litlu systur, þannig einkenndist sam- band okkar. Á milli okkar ríkti traust og vinátta. Ég er einstak- lega þakklát fyrir að hann vissi hvað mér þótti vænt um hann af því að hann var duglegur að segja mér hvað ég væri honum mikils virði. Skilaboðin, myndirnar og brandarana sem fóru á milli okkar mun ég geyma á góðum stað. Ég naut þeirrar gæfu að búa með mömmu fyrstu ár ævi minnar hjá ömmu og afa og ólst því upp fyrstu árin mín með yngri systk- inum mömmu. Í kringum sjö ára aldur fannst okkur Friðrik frænda fátt skemmtilegra en að hrekkja Steina og þá helst ef hann var sofandi inni í rúmi. Á þessum árum var hann unglingur og að mínu mati ægilegur töffari. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, með strípur í hárinu og sítt að aftan og í hljómsveit. Oft vaknaði hann ill- ur við hrekkinn en um leið og hann sá að ég var þarna þá var allt fyrirgefið. Eins ef okkur Friðrik vantaði eitthvað frá Steina þá var ég alltaf send að spyrja af því að hann sagði aldrei nei við mig. Uppáhaldsminning mín með Steina er án efa ferðin mín í heim- sókn til hans í Mexíkó. Þar kynnti hann mér borgina, fór með okkur í ferðalag frá Mexíkóborg til Ixtapa og þreyttist ekki á kenna mér eitt og eitt orð í spænsku, fræða mig um Acapulco og leyfa mér að fljóta með honum og vinum hans á barinn, þar sem hann þýddi allar samræður fyrir mig. Alltaf ríkti gleði í kringum Steina, hann hafði eitthvert ljós yfir sér sem ég get ekki útskýrt. Hann var alltaf hvetjandi og vildi alltaf gera allt fyrir mann. Sökn- uðurinn eftir spjalli, með kaffi- bolla við eldhúsborðið hjá afa, er óbærilegur. Ég kveð þig nú, elsku stóri bróðir, með þessu ljóði, sjáumst þegar minn tími kemur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Fabi, Limmi, Aaron, Isaac og afi. Missir ykkar er mikill og votta ég ykkur mína innileg- ustu samúð. Þín litla systir, Berglind. Léttur, ljúfur, kátur eru lýsing- arorð sem okkur kemur í huga þegar við minnumst Þorsteins Lindbergssonar, eða Steina Limma eins og hann var alltaf kallaður. Þegar við lokum augun- um og látum okkur svífa á æsku- slóðir í fjörðinn okkar fagra, Norðfjörð. Eigum við bekkjar- systkini Steina margar góðar minningar tengdar honum, enda mikill fjörkálfur og uppátækja- samur. Við brölluðum margt sam- an, hvort sem var í fjörunni, lysti- garðinum, úti í Urðum, á fótboltavellinum, í íþróttahúsinu eða Oddsskarðinu yfir vetrartím- ann, en Steini var sannarlega einn af konungum fjallanna og getum við enn séð hann fyrir okkur skíða frjálsan í brekkunum eða agaðan í skíðabrautinni. Við vonum að hann svífi eins frjáls í sumarland- inu og söknum þess að hafa náð að hitta hann oftar á fullorðinsárum okkar. En sögurnar bíða þar til næst, kæri bekkjarbróðir og vin- ur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Við vottum fjölskyldu Steina Limma okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd bekkjasystkina, Ólína Freysteinsdóttir, Birkir Sveinsson. Þorsteinn Norð- fjörð Lindbergsson Minningar Vinur minn Hlöð- ver Örn Ólason (oft- ast kallaður Hlöbbi) er látinn. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 18. júní sl. eftir erfið krabbameinsveikindi. Ég kynntist Hlöðver á menntaskólaárum mín- um (1964-1968) í gegnum bekkjar- félaga, Magnús Ólason bróður hans. Það sem tengdi okkur sam- an var sameiginlegur áhugi á bridge og knattspyrnu. Margs er að minnast á rúmlega hálfrar aldar samleið. Á skólaárun- um kynntumst við vel og vorum við Gunnar Ingi Birgisson tíðir gestir hjá honum og systkinum hans í Nóatúni en þar bjó Hlöðver á námsárum sínum. Þar var oft tekið í spil, en Hlöðver hafði gott forskot á okkur þar sem mikil spilahefð ríkti á Akranesi og var faðir hans góður bridgespilari. Í Nóatúni nut- um við þess að hann var höfðingi heim að sækja og kokkur góður. Þar fengum við félagarnir margan góðan kvöldverðinn. Við komumst að því að Hlöðver hafði byrjað snemma að vinna og okkur varð ljóst að hann hafði ávallt unnið með námi, bæði til sjós og lands. Frá Nóatúni sóttum við félagarnir oft í veitingahús og lágu Röðull og Þórskaffi vel við fæti. Enn fremur fórum við oft saman í Klúbbinn, Loftleiðir og Hótel Sögu. Hlöðver lauk námi frá Vélskóla Íslands og fór síðan í framhalds- nám í tæknifræði í Álaborg. Eftir að því námi lauk fluttu hann og Sigríður eiginkona hans í íbúð í Ugluhólum en byggðu svo hús í Logafold í Grafarvogi. Fljótlega Hlöðver Örn Ólason ✝ Hlöðver Örn Ólason fæddist 20. desember 1949. Hann lést 18. júní 2022. Útför Hlöð- vers fór fram 30. júní 2022. eftir að hann kom heim frá Danmörku fórum við að spila reglulega og varð Eiríkur Helgason vinur hans þá fjórði maður. Þetta gekk svona til í nokkur ár. Hlöðver varð fyrir miklu áfalli þegar eiginkona hans Sig- ríður lést úr krabba- meini 1987. Fljótlega eftir andlát hennar fór Hlöðver á vegum Eimskips hf. til vinnu í skamman tíma bæði til Bandaríkj- anna og Englands. Eftir aðra heimkomu Hlöðvers átti spila- klúbbur okkar eftir að stækka. Við vorum svo lánsamir að fá Magnús Ólason bróður Hlöðvers í hópinn. Þetta var talsverð bylting hvað varðar viðurgjörning allan, utan- umhald um spilasjóð og ferðalög. Klúbbnum okkar var lyft á hærra plan. Undirritaður þurfti m.a. allt í einu að hafa áhyggjur af matartil- búningi fyrir félagana! Meðal ferðalaga sem hópurinn fór í má nefna London, París, Barcelona, Madrid, Nice svo og Old Trafford og ekki má gleyma Siglufirði. Síð- asta ferð klúbbsins var haustið 2021 til Tenerife og var Hlöðver þá búinn að ganga í gegnum strangar krabbameinsmeðferðir. Síðustu 15 árin var Hlöðver í sambúð með Kristínu Waage og reyndist hún honum mikil stoð og stytta á þessum árum allt til enda. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin og góðan dreng hinsta sinni. Það tekur á. Í þessu tilviki veitti Hlöðver mér ómældan styrk með æðruleysi sínu. Megi sá styrkur verða áfram til hjá Kristínu, Óla og Eiríki. Minningin um góðan dreng lifir. Ég sendi öllum ættingjum og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Pétur Jónsson. ✝ Arnljótur Ein- arsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. maí 1941. Hann lést 30. apríl 2022. Hann var sonur hjónanna Lauf- eyjar Guðjóns- dóttur, kennara og húsmóður, og Ein- ars Arnar Björns- sonar, bónda í Mý- nesi í Eiðaþinghá. Hann var elstur af sjö börnum þeirra sem komust á legg. Næst er Sig- ríður Laufey, f. 1942, þá Björn, f. 1944, d. 2003, Ás- kell, f. 1945, d. 2014, Úlfur, f. 1946, d. 2019, Guðjón, f. 1949, og Hjörleifur, f. 1955, d. 1981. Útför Arnljóts fór fram 9. maí 2022 í kyrrþey að ósk hins látna. Kæri stóri bróðir, kannski ég hnoði einhverju saman! Það voru átta ár á milli okkar og við vorum ekkert mjög kunn- ugir hvor öðrum fyrstu tuttugu til þrjátíu árin, en þú ferð af okkar heimili sextán ára og þá er ég bara 7-8 ára. Þú ferð til Seyðisfjarðar að vinna og þaðan síðan til Ak- ureyrar þar sem þú menntar þig sem bifvélavirkjameistari. Síðan, 1965-6, flytur þú til Egilsstaða með fjölskyldu þína, eiginkonu og dóttur, rétt áður misstuð þið barn sem fæddist fyrir tímann, sem var mikill harmur fyrir þig og mál slík ekki rædd í þá daga. Eitt ár bjugguð þið í Mýnesi meðan var verið að kanna að koma upp verkstæði á Egilsstöð- um (en þann vetur var ég að heim- an í skóla). Fyrsta verkstæðið var framan við Fagradalsbraut sem nú er, en síðan byggðir þú verk- stæði inn með Vallavegi og fékkst lóð hjá Pétri á Egilsstöðum. Þessi verkstæðisrekstur stóð yfir í tutt- ugu ár. En þú komst líka upp fal- legu heimili með þessu og bjugg- uð þið í Bláskógum 2, fyrst á neðri hæð og síðan efri. Þú vandaðir mjög til verka og þér líkaði ekkert fúsk, allt varð að vera fyrsta flokks, og hafa margir sagt þetta í mín eyru gegnum tíð- ina. Margir voru búnir að vinna hjá þér og þú útskrifaðir ein- hverja sveina, en baráttan við þetta var ekki alltaf dans á rósum og í litlu samfélagi var stundum tekist á og pólitíkin sterk. Þú komst í gegnum þetta og gerðir að þínu, áttir góða konu sem studdi þig með ráðum og dáð og dóttirin blómstraði, til fyrirmyndar í öllu og mikið lík pabba sínum með margt. Þið flytjið svo búferlum til Reykjavíkur 1985. Okkar sam- band síðustu árin hefur verið þó nokkuð mikið í síma en við hitt- umst í borginni nokkrum sinnum 2019 (þegar við vorum þar vegna veikinda mest það ár) en þú varst farinn að bila í baki áður en þú fórst til borgarinnar, sem svo versnaði mikið. Síðan bættist við hjartavandamál sem byrjaði með fúski hjá læknum og þú varðst aldrei góður af. Við höfðum ráðgert að hittast í sumar, en það fór á annan veg. Ég og við biðjum fyrir kveðjur í sum- arlandið, hittumst þar síðar, veit að nokkrir munu taka vel á móti þér. Þú varst mjög trúaður og endaðir alltaf þínar kveðjur við mig „guð veri með ykkur“ og ég veit að hann er það. Innileg samúð til dóttur og fjöl- skyldu. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Þinn bróðir, Guðjón. Arnljótur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.