Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Page 31

Morgunblaðið - 02.07.2022, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 ✝ Kristbjörg María Helga- dóttir fæddist 25. mars 1949 í Gerði, Eskifirði. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 19. júní 2022. Kristbjörg eða Lilla eins og hún var alltaf kölluð var dóttir Helga Pálssonar, f. 26. júní 1897, d. 12. desember 1980, og Mekk- ínar Kristjönu Guðnadóttur, f. 7. febrúar 1913, d. 23. janúar 1993. Þau bjuggu lengst af í Gerði á Eskifirði og var Krist- björg María yngsta barn þeirra hjóna. Kristbjörg átti sex systkini Synir Kristbjargar og Snorra eru: 1) Þorsteinn, f. 22. nóvember 1969, giftur Ingi- björgu Birgisdóttur og eiga þau eina dóttur, Friðnýju Mar- íu. 2) Kristinn Helgi, f. 15. júlí 1972, giftur Margréti Eiríks- dóttur og börn þeirra eru Gunnhildur Lilja, Natalía Sól og Tristan Máni. 3) Páll, f. 13. mars 1976, giftur Málmfríði Einarsdóttur og eiga þau Þor- stein Breka, Hrafnhildi Báru og Rögnu Maríu. Fyrir á Páll dótturina Alexöndru Mekkín. 4) Benedikt, f. 29. maí 1982, giftur Ann-Kristin Künzel og synir þeirra eru Júlíus Freyr og Felix Hrafn. Kristbjörg var húsmóðir en vann einnig ýmis störf tengd sjávarútvegi. Hún vann lengst af hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Eskju hf. á Eskifirði en einnig um tíma við síldarsöltun hjá Friðþjófi hf. Útför Kristbjargar Maríu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 2. júlí 2022, klukkan 14. sem öll eru látin. Þau voru Haukur Helgi, f. 1933, fluttist til Dan- merkur og lést þar 1992. Á Eskifirði bjuggu Rafn, f. 1935, Guðni, f. 1940, Hörður, f. 1945, og Páll, f. 1941. Systir Krist- bjargar var Erna Sigríður, f. 1938, sem lést fyrr á árinu. Kristbjörg giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Snorra Jónssyni, árið 1971. Hann var sjómaður en starfaði lengst sem verkstjóri í mjöl- og lýsisvinnslu Eskju á Eskifirði. Snorri er sonur Jóns Arnfinns- sonar og Önnu Stefánsdóttur. Elsku hjartans mamma mín. Nú ertu farin frá okkur. Mik- ið á ég eftir að sakna þín. Ég á svo ótal margar minningar um þig. Ein af þeim er þegar þú vaktir mig, lítinn pjakk, snemma morguns og gafst mér Nesquik. Þú baðst mig um að færa mig á koddann hans pabba til að vera hjá Palla af því að þú varst að fara að vinna í síld- arsöltun og pabbi var á sjónum. Þegar þú fórst svo í vinnuna aftur eftir kvöldmat stóðum við Palli á kolli og vöskuðum upp og tókum til á heimilinu. Þú varst svo glöð þegar þú komst heim og sást hvað við höfðum verið duglegir. Ég hafði alltaf svo gaman af því að vera nálægt þér. Þú hafðir mig með þegar þú varst að elda og baka. Við tókum til í búrinu fyrir jólin og yfirleitt vorum við að brasa í þessu seint á kvöldin. Það er nú ekki langt síðan við gerðum fiskibollur saman. Mig langaði svo að læra hvernig þú gerðir þær en ég veit að þær verða aldrei eins og hjá þér. Mamma, þú varst besti kokkur í heimi og fengum við að njóta margra ánægjustunda við matarborðið í Bleiksárhlíð 37 þar sem þú reiddir fram margar stórveislurnar. Mamma, þú fylgdist alltaf vel með mér og þegar ég var að koma keyrandi niður Hólma- hálsinn þá blikkaði ég bílljós- unum því ég vissi að þú værir við stofugluggann að bíða eftir mér. Þú beiðst líka alltaf eftir mér þegar ég var að koma af sjónum. Þegar við fjölskyldan komum keyrandi að norðan þá beiðstu eftir okkur við stofu- gluggann. Einn góður vinur minn sagði við mig að við bræðurnir hefð- um unnið í foreldralottóinu. Það er alveg rétt. Ég er enn með annan fótinn á heimilinu ykkar pabba og hef notið þess að eiga samveru með ykkur þegar ég hef verið í landi og ekki verið á heimleið. Við vorum alltaf dugleg að heyra hvort í öðru og spjalla um hversdagslega hluti. Þá má ekki gleyma skemmtilegu sím- tölunum þegar við vorum að elda jólamatinn, rjúpurnar og kálið. Þá vorum við að elda saman en þó sitt í hvorum landshlutanum. Við fylgdumst að í matseldinni, steiktum rjúp- urnar á sama tíma og byrjuðum á sósunni. Við áttum mjög góðar stund- ir þar sem við sátum tvö og spjölluðum um börnin mín sem þér þótti svo ofur vænt um. Ég sagði þér sögur af þeim og hvað við værum að gera og hafðir þú alltaf svo gaman af því. Mamma þú vildir alltaf öllum vel. Þú kvartaðir aldrei yfir veikindum þínum og vildir aldrei láta hafa fyrir þér. Ég á eftir að sakna þess að við förum ekki saman í bíltúr og við fáum okkur nammi og tölum saman um heima og geima. Við áttum gott spjall fyrir ekki svo löngu þar sem þú sagðir við mig að þú þyrftir ekki að hafa áhyggjur af okkur strákunum þínum sem þú varst svo stolt af, því við værum allir búnir að koma okkur vel fyrir og ættum góða maka. Takk, elsku mamma, fyrir að hafa verið svona góð við börnin mín og Margréti mína og reynst þeim öllum svo vel. Við höfum öll misst svo mikið við fráfall þitt. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, ég mun varðveita minningu þína. Þinn mömmustrákur, Kristinn Helgi. Á sunnudegi hringdi faðir minn og tjáði mér að mamma væri dáin. Ég hafði haft á tilfinningunni að þín líðan væri orðin slæm og mun verri en þú vildir vera láta. Maður er hinsvegar aldrei tilbúinn. Þú varst mjög hörð af þér og vildir ekki láta hafa mikið fyrir þér eða vera byrði á öðrum. Þú hafðir einstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum þig og dekraðir mikið við okkur dreng- ina þína. Þú vildir ekki þiggja neitt í staðinn. Við fengum ást- ríkt uppeldi frá þér, þú gagn- rýndir ekki og ég fann það aldr- ei að þú gerðir kröfur eða ætlaðist til einhvers af manni. Það var góð tilfinning. Þannig komst þú einnig fram við barnabörnin og þú varst í miklu uppáhaldi hjá þeim. Það verður ekki eins að koma í Bleiksárhlíðina og við öll mun- um þurfa að takast á við þessar breytingar en það mun taka tíma. Ég átti það til að bjóða fólki heim til þín og við Málm- fríður elduðum með þér og gerðum fínt og þetta fannst þér skemmtilegt án þess vilja við- urkenna það en þú varst kyrrlát manneskja. Ég mun sakna þess og að fá þig til okkar í Dalak- urinn og fá að dekra við þig. Nú er komið að hinstu kveðjustund og pabbi væng- brotinn eftir langa samveru en þið hugsuðuð vel hvort um ann- að. Það er erfitt en við munum hugsa vel um hann. Frá pabba er þessi vísa: Hjörðin mín er ekki öll, engin grein ég ljósin. Jörðin þín er freðin fjöll, fallin eina rósin (Halldór Laxness) Hvíl í friði elsku mamma, þinn sonur. Páll (Palli). Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þegar ég hugsa um þig, elsku tengdamamma mín, þá kemur lagið Íslenska konan upp í huga mér. Elsku amma Lilla með hlýjasta hjartað sem elskaði svo heitt. Þú helgaðir líf þitt fólkinu þínu sem við kunnum svo vel að meta. Þú gafst strákunum þín- um kærleiksríkt uppeldi, ást og hlýju. Þú gafst svo mikið af þér til okkar allra. Ég var tvítug þegar ég hitti þig fyrst, við Palli höfðum kynnst um haustið í Reykjavík og ákváðum að eyða áramót- unum saman á Eskifirði. Mér er minnisstætt hvað var gott að koma til þín, inn á þitt heimili. Hvað þú varst hlý og notaleg, hvað maturinn þinn var góður. Ég varð strax hrifin af Palla, ég varð líka mjög fljótt hrifin af þér og það átti bara eftir að aukast með hverju árinu sem leið. Ég hafði eitt sinn orð á því að þú hugsaðir aðeins of mikið um aðra. Hefðir dekrað strák- ana of mikið, þú varst alls ekki sammála. Líklega gaf það þér mikið að vera góð við aðra. Að hlýja fötin hans Palla áður en þú vaktir hann gerði honum ekkert illt. Þú sagðist eiga svo góða stráka að þér fyndist sjálf- sagt að dekra þá. Það er ekki hægt að vera annað en góður strákur eigandi mömmu eins og þig. Árin okkar Palla á Eskifirði voru góð, ég er þakklát fyrir þann tíma því þá kynntist ég þér svo vel. Ég var komin langt frá fjölskyldunni minni með fyrsta barnið mitt, tíu daga gamlan Þorstein Breka. Ég hafði þig og það hjálpaði mér mikið. Ég labbaði til þín á hverjum degi með litla dreng- inn okkar í vagninum og við drukkum marga kaffibolla. Þú hafðir mikla ástríðu fyrir matargerð og kunnir best við þig heima í eldhúsinu. Þú vildir vera fín, eiga fallega kjóla og hafðir mikinn áhuga á fötum. Það var gott að geta sagt þér frá og sent þér myndir þegar ég fékk mér eitthvað nýtt. Ég losnaði við „kaupviskubitið“ þegar þú sagðir að laglegt ungt fólk þyrfti að eiga falleg föt. Þú varst líka svo lagleg og klæddir þig svo fallega. Við Palli fluttum suður því mig langaði það. Þá komst þú og sagðir það sem mig langaði að heyra, ekki endilega það sem þig langaði að yrði. Þú sagðir nefnilega oft það sem aðra lang- aði að heyra. Þú varst svo góð við fólk. Það var gaman að fá þig suð- ur til okkar, þá fengum við að dekra við þig. Þér fannst allt óþarfi fyrir þig en þá þess held- ur var einstaklega gaman að gera eitthvað fyrir þig. Við fengum okkur gellur á Þremur frökkum. Kaffihúsin þar sem við horfðum á fólk, margir skrítnir fyrir sunnan. Bæjarins bestu og Bakarameistarinn, langbesta bakkelsið þar, eitt- hvað sem þú hafðir séð auglýst. Fórum í búðir og fleiri búðir svo fengum við okkur Baileys í klaka á kvöldin. Þér fannst gaman að horfa á okkur Palla í eldhúsinu. Þegar þú varst komin austur hringdir þú gjarnan og varst að gera eins og við. Þú varst nýjunga- gjörn og skemmtileg. Þú varst hrifin af börnunum okkar og þau mjög hrifin af þér. Þér fannst allt sniðugt sem þau sögðu og gerðu. Þau fundu fyrir hlýjunni og góðmennskunni sem einkenndi þig. Svo var auð- velt að fá þig til að hlæja. Þú varst alltaf sammála þeim, það var gott fyrir þau að eiga ömmu eins og þig. Og loks þegar móðirin lögð er í mold. Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. Elsku Lilla, mín þú skilur eftir þig stórt og vandfyllt skarð. Það verður ekki eins að koma á Eskifjörð og hafa þig ekki. Mesta tilhlökkunin okkar þegar við ferðuðumst austur var að hitta þig og afa. Við hugsum um afa Snorra. Hvíldu í friði yndislega tengdamamma mín. Þín Málmfríður (Malla). Elsku Lilla mín. Nú er komið að kveðjustund. Ég á eftir að sakna þín. Fyrir mér varstu ekki bara tengda- mamma mín heldur líka góð vinkona. Það var hægt að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Núna nýlega vorum við að ræða um þær hljóðbækur sem við vorum að hlusta á. Þú hafðir mest gaman af að hlusta á ævisögur en varst líka búin að hlusta á Dalalíf sem er mitt uppáhald. Mig langar að þakka þér fyrir það hvað þú varst börnunum mínum góð amma. Þú náðir svo vel til þeirra og þau elskuðu þig svo heitt. Þú varst svo natin og hugulsöm. Ég mun alltaf hugsa til þín með hlýju. Þín Margrét. Það var ávallt auðvelt að leita til ömmu Lillu, aðallega því hún bjó í húsinu við hliðina á okkur en einnig því ég var alltaf vel- komin. Á mínum uppvaxtarár- um var ég mikið hjá henni eftir skóla, þar sem við spiluðum ól- sen, kleppara og fleiri spil. Hún hafði gaman af því að spjalla og heyra frá atburðum dagsins. Hún var góður kokkur og bakari og fórum við fjölskyldan flesta sunnudaga í mat til ömmu þar sem borið var fram dýrindis lambakjöt frá honum afa. Oft var eftirréttur og stendur upp úr eplakakan hennar. Síðustu ár hef ég fengið þann heiður að gera jólafrómasinn en við framkvæmd hans sat amma og leiðbeindi mér í gegnum öll skrefin en það er ekki erfitt að klúðra frómas. Vonandi mun hann heppnast eins vel í ár án leiðbeiningar þinnar. Amma ferðaðist mikið og hafði gaman af því að fara utan með fjölskyldunni. Fjölskyldan fór saman til Portúgals, Spánar, Þýskalands og síðast til Banda- ríkjanna. Eftir löng ferðalög sagði hún ávallt heima er best en hún var mjög heimakær. Amma var mikill tónlistar- unnandi en var þó aðallega fyrir gömlu lögin eins og maður segir í dag. Hún hafði mjög gaman af tónleikum og kom á flestalla tónleika hjá mér í tónlistarskól- anum á Eskifirði. Jólatónleikar Björgvins voru þó þeir tón- leikar sem voru í mestu uppá- haldi hjá henni. Eiga orðin úr hennar uppáhaldslagi, Gull- vagninum, vel við þegar hún kveður okkur í hinsta sinn: „Gættu þín, geymdu mig, gefðu mér friðinn. Já, langt hef ég farið og mig langar heim.“ Friðný María. Yndislega amma mín. Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. Síðustu tvö ár hef ég fengið að búa hjá þér og afa á sumrin og fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Ég og þú áttum alveg einstakt samband sem ég mun ekki eiga með neinum öðr- um. Ég gæti skrifað endalaust um það hversu mikið best þú varst, hafðir ekkert illt um neinn að segja og vildir öllum vel. Ég mun sakna þess að slúðra með þér og hlusta á þig hlæja. Það var mín lífsins lukka að þú varst amma mín. Ég veit að þú gast ekki beðið eftir að ég myndi koma til þín í sumar og ég hlakkaði svo til að eiga enn eitt sumarið hjá þér. Ég vona svo innilega að við hittumst aft- ur einhvers staðar. Þín Gunnhildur Lilja. Amma Lilla var hjartahlý, góð og svo skemmtileg. Hún bjó til mjög góðan mat. Amma Lilla elskaði það þegar við komum til hennar. Hún var alltaf tilbúin með mat handa okkur þegar við komum. Henni fannst gott að fá sér kvöldkaffi með okkur þegar við vorum í heimsókn hjá henni. Hún elskaði jólakökur úr Bak- aríinu við brúna. Allir sem þekktu ömmu elskuðu hana. Þín Natalía Sól og Tristan Máni. Fyrir tveimur mánuðum rúmum þegar við vorum í útför mömmu sagði ég við þig, elsku frænka, að nú værir þú ein eftir af systkinunum, en ég átti alls ekki von á að fylgja þér síðasta spölinn í dag. En þú varst auð- vitað búin að berjast við illvígan sjúkdóm sem hafði sigur. Það er margs að minnast, við vorum eiginlega eins og systk- ini fyrstu uppvaxtarárin okkar, nutum okkar vel hjá ömmu og afa á Gerði þótt átta ára aldurs- munur væri á okkur, alla tíð síðan höfum við haldið okkar vinskap og það var alltaf gott að heimsækja ykkur Snorra í Bleiksárhlíðina. Þar var svona svipað oft á borðum hjá þér og hjá ömmu í Gerði, þú hafðir greinlega numið matreiðslu- tæknina vel af henni. Vil þakka þér, elsku frænka, fyrir okkar góða tíma sem við áttum saman í uppeldinu á okkar yngri árum og vináttuna sem hélst alla tíð. Elsku vinur minn Snorri, synir, tengdadætur og barna- börn, votta ykkur mína dýpstu samúð. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Grétar Rögnvarsson. Elsku Lilla, margt kemur upp í hugann þegar hugsað er aftur í tímann. Þegar við Þor- steinn sonur þinn urðum par árið 1989 tókstu vel á móti mér. Minningar streyma fram um öll jólin sem við dvöldum hjá þér og Snorra og strákunum á Eskifirði þegar við vorum við nám í Reykjavík. Eftir að nám- inu hjá okkur Þorsteini lauk fluttum við austur, fyrst eitt ár í Neskaupstað og síðan þegar við eignuðumst dóttur okkar, Friðnýju Maríu, fluttum við yfir á Eskifjörð í húsið við hliðina á ykkur Snorra. Þú tókst vel á móti okkur og í gegnum tíðina reyndist þú ein- staklega vel og ávallt tilbúin til að hjálpa til ef þurfti á að halda. Eldamennska og bakstur var oft til umræðu hjá okkur, sér- staklega ef eitthvað stóð til, jól, páskar eða aðrar veislur. Fór- um við oft saman á þorrablót og aðrar skemmtanir þar sem við skemmtum okkur vel. Margar voru utanlandsferð- irnar sem þið Snorri fóruð með okkur í, ber helst að nefna á sólarstrendur Portúgals og Spánar, ásamt ferðum til Þýskalands og Bandaríkjanna. Helst stendur upp úr hlýtt og gott viðmót þitt, áhugi þinn á fjölskyldu og barnabörnum. Þú fylgdist vel með lífi allra og varst ávallt inni í öllu sem var um að vera hjá fjölskyldunni. Síðustu ár voru þér oft erfið vegna veikinda en lítið vildir þú láta á því bera og vildir frekar einbeita þér að því að skilja eft- ir góðar minningar og taka þátt í lífi fjölskyldunnar eins og þér var unnt. Þakka þér fyrir allt elsku Lilla. Kær kveðja, Þorsteinn og Ingibjörg. Kristbjörg María Helgadóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.