Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 4
4 Neytendablaðið // Maí 2021
Skilmálar flestra lána með breytilegum vöxtum eru að mati
Neytendasamtakanna ólöglegir, þar sem ákvarðanir um
vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og byggja á óskýrum
skilmálum sem ekki er hægt að sannreyna hvort séu réttmætar.
Um hvað snýst málið?
Málið snýst um lögmæti lána með breytilega vexti, en flest hús-
næðislán eru til dæmis með breytilegum vöxtum. Margir dómar
og úrskurðir hafa fallið á undanförnum árum sem staðfesta að
óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar eru fyrirkomulag
sem stenst ekki lög. Má í því sambandi benda á dóm Hæstaréttar
frá árinu 2017, þar sem Íslandsbanka var gert að endurgreiða
þúsundum lántakenda oftekna vexti, dóma Evrópudómstólsins
og úrskurð Neytendastofu um slík mál. Þetta gæti þýtt að flest
lán með breytilegum vöxtum á Íslandi standist ekki lög og
lántakar gætu átt kröfu um endurgreiðslu.
Neytendasamtökin hafa krafið bankana um að lagfæra skilmála
sína og leiðrétta hlut þeirra lántaka sem hallað hefur á. Bankarn-
ir höfnuðu þeirri kröfu.
Bönkunum stefnt
Neytendasamtökin munu því stefna bönkunum og leita að
lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm án endurgjalds.
Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast við og verja rétt sinn
og fjárkröfur. Í því skyni að veita ítarlegri upplýsingar og hvetja
sem flesta til þátttöku hafa samtökin sett á fót vefinn
www.vaxtamalid.is.
Neytendasamtökin telja þetta mál varpa skýru ljósi á þann
aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem
búa yfir yfirburða fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum
að samþykkja einhliða og ósanngjarna skilmála. Neytendur eru
ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér og því er sérlega
mikilvægt að sem flestir lántakar taki þátt og sýni í verki að ekki
sé hægt að bjóða neytendum hvað sem er.
Af hverju er mikilvægt að sem flest taki þátt?
1. Það er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með
afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn. Í
þessu máli þarf að fá afgerandi niðurstöðu.
2. Enginn kostnaður fylgir því að taka þátt, einungis möguleg-
ur ávinningur sem getur numið umtalsverðum upphæðum.
3. Ekki er ólíklegt að vextir hækki í framtíðinni og því mjög
mikilvægt að ná fram skýrleika um hvað ræður breytingum
á vöxtum lána og að hægt verði að sannreyna þær vaxta-
breytingar sem kunna að verða.
4. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því
annars getur hluti eða öll krafan tapast.
5. Mikilvægt er að bregðast strax við til að eiga rétt á drátt-
arvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir
endurgreiðslukröfu á hendur lánveitanda.
Hvert er umfang lánanna?
Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda lána með
breytilega vexti eða hvaða upphæðir er um að ræða. Þó má
lauslega áætla að lánin geti verið um 43.000 talsins og numið um
1.300 milljörðum króna. Þannig næmi hvert prósentustig til eða
frá 13 milljörðum króna á ári.
Til að gefa einhverja hugmynd um hvaða upphæðir er um að
ræða fyrir hvern og einn lántaka má miða við dæmigert húsnæð-
islán í dag, sem er 30 m.kr. Hvert oftekið prósentustig í vöxtum
nemur 300.000 kr. á ári. Neytendasamtökin hafa upplýsingar um
lán þar sem oftakan nú um stundir er 2,25 prósentustig eða sem
nemur 675.000 kr. á ári miðað við áðurnefnt lán.
Vaxtamálið
-Breytum breytilegum vöxtum
Neytendasamtökin ráðast nú í einar stærstu aðgerðir sínar með
það fyrir augum að auka gagnsæi lána, jafna aðstöðumun og
krefja lánveitendur um endurgreiðslu oftekinna vaxta.