Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 22
22 Neytendablaðið // Maí 2021 Flestir neytendur eru áskrifendur að einhverri stafrænni þjón- ustu sem gerir þeim kleift að horfa á myndir og þætti, hlusta á tónlist og hljóðbækur, spila tölvuleiki eða lesa fréttir. Almennt á fólk ekki í neinum vandræðum með að skrá sig í áskrift en að losna úr áskrift getur hins vegar verið þrautin þyngri. Í byrjun árs gáfu norsku neytendasamtökin Forbrukerrådet út skýrsluna „You can log out but you can never leave“ (þú getur skráð þig út en sleppur þó aldrei). Í skýrslunni er rakið hvernig notendum er gert óeðlilega erfitt fyrir að segja upp áskrift að Amazon Prime en Prime er önnur stærsta efnisveitan á eftir Netflix. Þeir neytendur sem vilja segja skilið við þjónustuna mæta margskonar hindrunum, svo sem flóknum valmyndum, misvísandi orðalagi og villandi valmöguleikum. Fyrirtækið leggur þannig mikla áherslu á þau fríðindi sem notandi missir við að hætta í áskrift og gerir uppsagnarferlið svo flókið að það þarf einbeittan vilja til að klára það. Sú aðferð að hanna vefsíður með þessum hætti er vel þekkt. Notendum er stýrt í ákveðna átt, ekki til að auðvelda þeim lífið eða hjálpa þeim að segja upp áskrift á einfaldan hátt eða að finna bestu tilboðin. Þvert á móti er hönnunin gagngert þannig að hún gagnist seljenndum. Á ensku er þetta kallað „dark pattern“ og mætti tala um skuggahönnun eða jafnvel hulduviðmót í þessu samhengi. Að mati Forbrukerrådet er það skýrt brot á neytendarétti að nota skuggahönnun til að koma í veg fyrir að neytendur geti sagt upp áskrift. Þótt skýrsla Forbrukerrådet fjalli eingöngu um aðferðir sem Amazon Prime beitir er tekið fram að þessir viðskiptahættir séu útbreiddir og viðhafðir bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Neytendur mæti skuggahönnun daglega því seljendur geta haft hag af því að flækja ferli og beina neytendum í ákveðna átt hvort sem er við netkaup, uppsögn á stafrænni þjónustu eða jafnvel þegar neytendur fara fram á endurgreiðslu. Uppsagnarferlið á Amazon Prime Í fyrrnefndri skýrslu, sem kom út í byrjun árs, er farið ítarlega yfir hvert skref sem notandi þarf að taka kjósi hann að segja upp þjónustu Amazon Prime. Uppsögnin var gerð á iphone8 en útlit og hönnun á síðum getur verið mismunandi eftir því hvaða tæki er notað. Notandi sem hyggst segja upp áskrift þarf að skrá sig inn og fara í „Amazon menu“. Þar birtast nokkrir valmöguleikar og þarf að velja „Account“ og þá birtast aftur fjölmargir möguleikar en nú þarf að velja „Prime membership“. Áskriftar- samningar - Það er engin leið að hætta... 1 2

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.