Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 21
Neytendablaðið // Maí 2021 21 Félagsmaður sagði farir sínar ekki sléttar eftir búðarferð en á leiðinni heim vildi ekki betur til en hann rann til á blautri mold. Hefði hann ekki haldið á plastpoka hefði byltan ekki kallað á annað og meira en fataskipti. Í byltunni breyttist handfang pokans hins vegar í skaðræðis- hnífsegg. Handföng burðarpokans voru sérstak- lega styrkt með þykkara plasti og taldi maðurinn að af því skapaðist óþarfa hætta eins og hann hafði mátt reyna. Þegar saumar voru teknir hafði maðurinn ekki tilfinningu í fingrinum og kom í ljós að taug hafði skorist í sundur. Maðurinn gerði sér því ferð í verslunina og tók verslunarstjórinn honum vel en sagðist vilja ræða málið við yfirmann sinn áður en ákvörðun um bætur væri tekin. Að endingu voru manninum boðnar 1.000 kr. og afsökunarbeiðni sem hann hafnaði enda var mikil kergja hlaupin í samskiptin. Var honum þá bent á að kvörtun hans væri lík því að hann hefði keypt niðursuðudós, skorið sig á lokinu og kennt versluninni um. Maðurinn hafði einnig samband við innflytjanda pokanna en talaði þar fyrir daufum eyrum. Fannst manninum hann njóta lítils skilnings en taldi rétt að vekja athygli á málinu ef það mætti verða til að forða öðrum frá sömu örlögum. Frá áramótum hefur verslunum ekki verið heimilt að afhenda eða selja burðarpoka úr plasti. Er þetta liður í baráttunni gegn plastmengun. Má af þessu tilefni rifja upp sögu um skaðræðisplastpoka sem birtist í Neytendablaðinu árið 1984. Hér er það þó ekki skaðsemi plastsins á umhverfið sem er til umfjöllunar heldur hönnun pokans sem olli félagsmanni líkamstjóni.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.