Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 25
Neytendablaðið // Maí 2021 25
Eins og komið hefur fram í fréttum hefur stefnumóta-
forritinu Grindr verið gert að greiða sekt að upphæð 10
milljón evrur (u.þ.b. einn og hálfur milljarður króna) fyrir
að brjóta gegn evrópskum persónuverndarlögum. Þetta er
niðurstaða Persónuverndar í Noregi, „Datatilsynet“, sem
tók málið til skoðunar eftir kvörtun norsku neytendasam-
takanna, Forbrukerrådet. Grindr var fundið sekt um að
hafa safnað og deilt persónuupplýsingum til þriðja aðila í
markaðslegum tilgangi án þess að hafa til þess heimild frá
notendum.
Forbrukerrådet hefur beðið Datatilsynet að skoða hvort
ekki sé þörf á enn strangari viðurlögum, svo sem:
• að upplýst verði hvaða fyrirtæki hafi fengið aðgang að
persónuupplýsingum og hvernig þeim hefur verið deilt
áfram til annarra fyrirtækja.
• að Grindr eyði út öllum gögnum sem hefur verið safnað
án heimildar og að þau fyrirtæki sem hafa móttekið þessi
gögn geri slíkt hið sama.
• að tryggt verði að persónuupplýsingum notenda Grindr
sé ekki deilt með öðrum fyrirtækjum.
Grindr sektað
Nú fer loks að síga á seinni hlutann því þegar hér er komið sögu er hægt að klikka á „End now“
(segja upp núna) eða segja upp frá og með næsta áskriftartímabili. Að lokinni uppsögn fær notandi
jafnharðan sendan tölvupóst sem segir „Oh no! Your Prime benefits are ending!“ (Ó nei Prime
fríðindi þín heyra brátt sögunni til!). Hér er notandi aftur varaður við því að segja upp áskrift enda
tapi hann þá fríðindum. Og svona rétt ef notandandum skyldi í raun ekki hafa verið full alvara
með að fara í gegnum allt ferlið þá er stór gulur hnappur í tölvupóstinum, „Continue Prime“
(halda áfram með Prime). Með því að smella á þennan hnapp færist viðkomandi sjálfkrafa aftur í
áskrift án þess að gera nokkuð meira. Einn smellur og áskriftin er klár.
Amazon Prime kært
Forbrukerrådet hefur nú kært Amazon Prime til Forbrukertilsynet (sem er hin norska Neyt-
endastofa) fyrir brot á lögum um óréttmæta viðskiptahætti með því að gera áskrifendum erfitt fyrir
að segja upp áskrift. Benda samtökin á að ef Forbrukertilsynet fellst á að Amazon hafi brotið lög
væri um fordæmisgefandi niðurstöðu að ræða. Sextán neytendasamtök í Evrópu og í Bandaríkjun-
um hafa gripið til aðgerða í kjölfar skýrslu Forbrukerrådet og farið fram á það við eftirlitstofnanir í
viðkomandi landi að rannsaka hvort og hvernig skuggahönnun er beitt til að blekkja neytendur.
Heimild og myndir:
Forbrukerrådet
11