Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 29
Neytendablaðið // Maí 2021 29
Félagsmaður leitaði til Neytendasamtakanna árið 2019 með
áhugavert mál. Maðurinn hafði lagt inn nokkrar evrur á gjald-
eyrisreikning í banka hér á landi. Skömmu síðar þurfti hann
að nota evrurnar og tók þær þá út úr bankanum. Hugðist hann
taka út sömu upphæð og hann lagði inn en í millitíðinni hafði
gengi íslensku krónunnar lækkað og því var félagsmaðurinn
krafinn um fjármagnstekjuskatt á gengishagnað. Gekk hann
því út úr bankanum með færri evrur en hann hafði lagt inn í
hann nokkrum vikum áður. Þetta taldi félagsmaður með öllu
óviðunandi og tóku Neytendasamtökin undir það. Sendu þau því
fyrirspurn til bankans og ríkisskattsjóra sem í báðum tilfellum
töldu að farið hefði verið að lögum.
Neytendasamtökin sendu því næst erindi á fjármála- og efna-
hagsráðuneytið og kölluðu eftir því að bætt yrði hið snarasta úr
þessari gloppu. Í desember sl. voru síðan samþykktar breytingar
á lögum um fjármagnsskatt þar sem þessu atriði var m.a. breytt
rétt eins og Neytendasamtökin lögðu til. Í greinargerð með
frumvarpinu segir m.a.:
„Einstaklingur sem leggur inn 1.000 evrur á gjaldeyrisreikning
gæti því þurft að greiða skatt af gengishagnaði, jafnvel þótt hann
taki út sömu fjárhæð stuttu síðar, ef gengi íslensku krónunnar
hefur lækkað í virði enda eru skattskil þeirra sem bera ótakmark-
aða skattskyldu hér á landi gerð upp í íslenskum krónum. Með
lagabreytingunni er ekki verið að hrófla við almennri skattskyldu
í þeim aðstæðum þegar einstaklingur innleysir gengishagnað af
sparnaði í erlendum gjaldeyri. Breytingunni er ætlað að koma til
móts við þá einstaklinga sem sjá fram á tiltekin útgjöld í erlend-
um gjaldeyri í náinni framtíð og fjárfesta í erlendum gjaldeyri í
þeim tilgangi að verja sig gengisbreytingum íslensku krónunnar.“
Neytendasamtökin fagna þessum málalokum og væri óskandi að
fleiri réttindamál neytenda rynnu svo greiðlega í gegn.
Kona sem verið hefur félagi í Neytendasamtökunum um
áratugaskeið sendi inn áhugaverða fyrirspurn. Hún hafði keypt
innfluttan frosinn hörpudisk. Á pakkanum stóð að vörunni væri
pakkað í Danmörku, þyngd væri 400 gr. og að vatni hefði verið
bætt við vöruna. Konan lét hörpudiskinn þiðna í sigti en henni
brá í brún þegar í ljós kom að hann hafði rýrnað til muna og
var nú ekki nema 300 gr. Því næst steikti konan hörpudiskinn
á pönnu en við það minnkaði hann enn meira og voru nokkur
stykki á stærð við fingurnögl. Konan ákvað að vigta hörpu-
diskinn eldaðan og vóg hann þá 125 gr. Þeirri spurningu er beint
til Neytendasamtakanna hvort svo mikil rýrnun sé eðlileg.
Katrín Guðjónsdóttir er fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.
Í svari til Neytendablaðsins segir Katrín að sú þyngd sem gefin
er upp á umbúðum (nettóþyngd) eigi að vera sú þyngd sem
neytandinn fær af óeldaðri vöru. Íshúð á þannig ekki að vera
inni í þeirri vigt sem gefin er upp á umbúðum en íshúðun getur
verið notuð til að verja vöruna. Stundum er vatni bætt í matvæli
og það er heimilt en ef viðbætt vatn í matvöru
er meira en 5% á að koma fram í heiti
vöru að hún sé með viðbættu vatni.
Jafnframt þarf að koma fram
í innihaldslista hvert magn
hörpudisksins er í uppskrift-
inni og gefur það til kynna
að rest sé viðbætt vatn og
e.t.v. aukefni. Katrín segir
eðlilegt að það verði smá
„dripp“ af vatni þegar vara
er uppþídd en rýrnun eins
og hér hefur verið lýst sé
líklega ekki eðlileg og mun
Matvælastofnun skoða málið
nánar.
Gleymt fé, glatað fé
- Evrur rýrnuðu inni á gjaldeyrisreikningi
Frosinn hörpudiskur varð að engu