Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Side 6

Neytendablaðið - 01.05.2021, Side 6
6 Neytendablaðið // Maí 2021 Galli á fasteign Eftir að fólk er flutt inn á nýja heimilið koma oft ýmsir ann- markar í ljós; rispur í parketi sem sáust ekki við skoðun, úti- dyrahurðin stendur á sér, rakablettir eru í kjallara, móða myndast á gluggum og þar fram eftir götunum. Kaupandi gæti talið eðlilegt að fá afslátt og að halda jafnvel eftir síðustu greiðslu eða hluta hennar. Í grófum dráttum teljast smávægilegir annmarkar á notuðum fasteignum ekki til galla. Eign telst þannig ekki gölluð nema gallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði og er í dómaframkvæmd miðað við um 10% af verðmæti eignar- innar. Þetta þýðir að ef eign er keypt á 50 milljónir þarf gallinn að minnka verðgildi hennar um 5 a.m.k. milljónir eða leiða af sér kostnað upp á 5 milljónir vegna úrbóta. Svokallaður galla- þröskuldur á þó ekki við ef seljandi hefur sýnt af sér saknæma háttsemi s.s. með því að veita rangar eða leyna mikilvægum upplýsingum. Upplýsingaskylda seljanda Upplýsingaskylda seljanda er mjög mikil og gengur að mörgu leyti framar aðgæsluskyldu kaupanda enda býr seljandi eðli málsins samkvæmt yfir meiri upplýsingum um fasteignina en kaupandi. Seljanda ber einnig að tryggja að allar upplýsingar um eignina séu réttar. Ekki er þó getið sérstaklega til um hvernig seljandi eigi að koma upplýsingum á framfæri til kaupanda, þ.e. hvort það sé munnlega, skriflega eða eftir atvikum í gegnum fasteignasala. Þar sem ekki er gerð sú krafa að seljandi komi upplýsingum á framfæri með skriflegum og sannarlegum hætti getur myndast ágreiningur um hvort tilteknar upplýsingar hafi í raun verið veittar og hvers efnis þær voru. Söluyfirlit eru gjarnan með mjög takmörkuðum upplýsingum og oft er það svo að samskipti milli kaupanda og seljanda er að miklu leyti munnleg, svo sem þegar verið er að skoða eignir. Ef upp kemur ágreiningur stendur því orð á móti orði. Þó upplýsingaskyldan varði fyrst og fremst fasteignina sjálfa getur hún einnig náð til annarra atriða sem eru mikilvæg fyrir kaupanda. Nýlega féll áhugaverður dómur í Landsrétti sem varðaði nágranna í fjölbýli. Kaupandi hafði verið upplýstur um samskiptavanda milli seljanda og nágrannans en í kjölfar kaupanna kom í ljós að vandinn væri mun róttækari en kaupandi var upplýstur um. Kaupandi taldi að um galla væri að ræða og hélt eftir lokagreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu hér- aðsdóms um að eignin hefði verið haldin galla og í niðurstöðu Landsréttar er sérstaklega kveðið á um að þrátt fyrir að algengast sé að gallamál varði annmarka á sjálfri fasteigninni einskorðist upplýsingaskylda seljanda ekki við slík atriði. Fasteignakaup Kaupendur gæti sín Eftirspurn eftir fasteignum er í hæstu hæðum og um nokkuð langt skeið hefur mátt tala um seljendamarkað, þ.e. seljendur njóta góðs af því að eftirspurnin er almennt meiri en framboð. Í því ástandi sem nú ríkir eru jafnvel dæmi um að fólk kaupi fasteign án þess að skoða hana. Aldrei er hægt að mæla með slíku enda hefur kaupandi ríka aðgæsluskyldu og mörg gallamál hafa tapast fyrir dómstólum vegna þess að kaupandi hefur að mati dómara vanrækt þessa mikilvægu skyldu sína.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.