Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 30
30 Neytendablaðið // Maí 2021
6,4 5,5 5,2 4,3 3,8 3,4 3,4 3,3 2,5 1,9
7,8 7,7 9,3 1,7 1,9 1,3 3,7 8,9 8,3 1,0
8,7 5,3 0,3 8,7 5,4 4,2 3,6 0,3 0,3 2,8
2,5 2,0 2,5 9,0 8,5 6,0 5,0 3,0 2,5 3,5
0,7 4,3 9,9 0,6 2,6 8,6 2,5 5,2 1,2 2,0
nei nei já nei nei nei nei já já nei
Heildareinkunn
Þrif - 40%
Afkölkun - 30%
Umbúðir - 20%
Rennsli - 10%
Inniheldur klór
Svansmerkt
Framleiðandi
Tegund
Einkunn er gefin frá 0-10
Myndir birtar með leyfi Råd och Rön og Forbrugerrådet Tænk.
Könnunin er hluti af samnorrænu gæðakannanaverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu.
Harpic
Power Plus
Max 10
original
Closan
Antikalk
WC rens
Domestos
Ultra White
Änglamark
wc-rens og
kalkerner
Grøn
Balance
Toiletrens
Ecover
Toiletrens
Duck
Aktiv-Gel
Marine
Klorin
WC gel ocean
fresh
Duck
Foaming
Bleach
Harpic
Eco Toilet
Liquid
Það er líklega ekki vinsælasta verkefnið á heimilinu að þrífa
klósettið. Það er engu að síður óhjákvæmilegt og eflaust ráðast
flestir í verkið með klósetthreinsilöginn að vopni. Niðurstöður
norrænnar gæðakönnunar á klósetthreinsi sýna að sumar
tegundirnar gera lítið sem ekkert gagn á meðan aðrar standa
fyrir sínu.
Dönsku, finnsku og sænsku neytendasamtökin gerðu gæða-
könnun á klósetthreinsi og alls voru 33 tegundir prófaðar. Af
þeim fann Neytendablaðið tíu tegundir hér á landi. Heilt á litið
má segja að margar tegundir klósetthreinsa geri lítið gagn eða,
eins og sænsku Neytendasamtökin Råd och Rön orða það, það
mætti allt eins mætti sturta peningnum beint í klósettið.
Sú tegund sem kemur best út í þessari gæðakönnun er Harpic
Power Plus Max en efnið leysir vel upp óhreinindi og kalk.
Closan Antikalk og Domestos Ultra White deila með sér öðru
og þriðja sæti. Domestos fær hæstu einkunn allra tegunda fyrir
þrif en fær lága einkunn fyrir afkölkun.
Athygli vekur að tvær tegundir sem fengu góða einkunn virðast
ekki fást hér á landi þótt vörumerkin séu vel þekkt. Er hér um
að ræða annars vegar Änglamark – WC rent, sem Råd och
Rön valdi sem „bestu kaupin“ þar sem það bæði þrífur vel og er
Svansvottað. Verslanir Samkaupa selja reyndar aðra tegund af
Änglamark klósetthreinsi, en hann kom mun verr út. Hins vegar
fékk klósetthreinsir frá HG góða einkunn. Hér eru seld HG
hreinsiefni en Neytendablaðið fann ekki HG klósetthreinsi þar
á meðal.
Gæðakönnun á klósetthreinsi