Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 10
10 Neytendablaðið // Maí 2021 Ýmis algeng efni sem notuð eru í snyrti- og húðvörur eru óæskileg og sum geta beinlínis verið skaðleg. Nú gætu lesendur spurt með réttu hvers vegna slík efni séu þá ekki bönnuð. Málið er ekki alveg einfalt. Aragrúi kemískra efna er nú á markaði og hafa mörg hver ekki verið rannsökuð með tilliti til áhrifa á heilsu fólks og umhverfi. Ástæðan er sú að um áratugaskeið þurftu framleiðendur ekki að sýna fram á að ný efni væru örugg og hafa neytendur og umhverfið þurft að greiða dýru verði fyrir það kæruleysi. Regluverkið hefur verið lagað til muna og í dag eru kröfur til framleiðenda mun strangari auk þess sem stöðug vinna er í gangi við að meta þau efni sem eru í umferð. Þó eru ennþá alltof mörg kemísk efni í neysluvörum sem sérfræðingar telja að fólk ætti að forðast. Danir í forystu Dönsku neytendasamtökin Forbrugerrådet Tænk hafa um árabil staðið fyrir vitundarvakningu um skaðleg efni í neysluvörum. Í dag fer baráttan fram undir merkjum Tænk Kemi sem sett var á laggirnar árið 2015 með veglegum styrk frá stjórnvöldum. Markmið Tænk Kemi er að fræða neytendur um skaðleg efni í neysluvörum, gera rannsóknir á neysluvörum með tilliti til efnainnihalds og berjast fyrir því að skaðleg efni verði bönnuð. Claus Jørgensen er verkefnastjóri hjá Tænk Kemi og hefur unnið að þessum málum frá árinu 1998. Í samtali við Neytendablaðið segir hann að margt hafi breyst til batnaðar á þessum tíma, bæði séu neytendur orðnir mun upplýstari og löggjöfin alltaf að batna Óæskileg efni í snyrti- og húðvörum Claus Jørgensen er verkefnastjóri hjá Tænk Kemi. og meiri ábyrgð sett á framleiðendur að sýna fram á að efni séu skaðlaus. Jørgensen segir að dönsk stjórnvöld hafi að mörgu leyti verið leiðandi í þessum málum. Hann rifjar upp þegar Danir tóku forystu í baráttunni við paraben, sem eru algeng rotvarn- arefni í snyrtivörum: „Framleiðendur voru ekki par hrifnir af gagnrýni okkar á þessum tíma og þau voru ófá símtölin þar sem við fengum að heyra það. Nú 20 árum síðar hefur verið staðfest að þessi efni eru hormónaraskandi og ekki ólíkegt að sumar tegundir, svo sem Butylparaben, verði á einhverjum tímapunkti

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.