Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Side 24

Neytendablaðið - 01.05.2021, Side 24
24 Neytendablaðið // Maí 2021 Eftir að notandi smellir á „Continue to Cancel“ opnast nýr gluggi, notandi er aftur ávarpaður með fornafni og Amazon segist á þessu stigi þykja leiðinlegt að sjá á eftir notandanum. Guli þríhyrningurinn birtist enn og aftur ásamt fyrri viðvörunum. Notanda er boðið að gera hlé á áskrift, hann getur einnig hætt við og fengið áminningu síðar. Notandi þarf að skruna fram hjá þessum hnöppum og þríhyrningurinn guli birtist aftur til að láta notanda vita í fjórða sinn að hann missi „Prime exclusive offers“ láti hann verða af uppsögn. Notandi er nú ávarpaður með fornafni og hans freistað með ýmsum tilboðum svo hann hætti við að hætta í áskrift, svo sem að breyta yfir í ársáskrift. Aftur birtist gulur þríhyrn- ingur og notandi minntur á að uppsögn geti haft áhrif á vörur og þjónustu sem tengist Prime-áskrift án þess að það sé útskýrt nánar. Skruna þarf fram hjá fríð- indatilboðum sem áður hafa birst, þar á meðal áberandi appelsínugulum tilboðshnappi, áður en komið er að öðru setti af þremur hnöppum. Líkt og áður er notanda fyrst boðið að halda áfram í áskrift, fá áminningu um uppsögn eða „Continue to cancel“ (halda áfram í uppsagnarferli). Þrátt fyrir að notandi hafi nú þegar ítrekað komið þeim vilja sínum á framfæri að hann vilji segja upp áskrift þarf hann aftur að staðfesta það. Komist notandi framhjá öllum fríðindunum sem eru í þann mund að renna honum úr greipum stendur hann frammi fyrir þremur hnöppum. Sá fyrsti, í skærbláum lit, segir „Use your benefits today“ (notaðu fríðindi þín í dag). Fyrir neðan er þrír gulir hnappar. Á Þeim fyrsta stendur „Keep My Benefits“ (halda fríðindum), og ef smellt er á hann stöðvast ferlið og viðkomandi er áfram í áskrift. Á næsta hnappi stendur „Cancel my benefits“ (Eyddu fríðindum mínum) og ef ýtt er á hann heldur uppsagnarferlið áfram. Athygli vekur að uppsagnarhnappur á fyrri síðu, „End membership“, hefur nú breyst í „Cancel my benefits“ (Eyddu fríðindum mínum). Hér er um að ræða svokallaða staðfestingarskömm (e. confirm shaming) svo notandi sé enn og aftur rækilega minntur á að uppsögn á áskrift geti haft afleiðingar. Þriðji og síðasti hnappurinn, sem er uppljó- maður sjálfkrafa, segir „Remind me later“ (minntu mig á síðar) og gefur möguleika á að minna notanda á uppsögn þremur dögum fyrir endurnýjun áskriftar. Notandi sem enn er staðráðinn í að segja upp þjónustunni þarf nú að velja „Cancel My Benefits“- hnappinn og þá opnast nýr gluggi. 6 7 9 8 10

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.