Neytendablaðið - 01.05.2021, Page 14
14 Neytendablaðið // Maí 2021
Það kannast líklega flestir við að hafa verið að tala í símann um
eitthvert ákveðið málefni – tökum sem dæmi íþróttaskó – og
stuttu seinna dúkkar upp auglýsing á Facebook um íþróttaskó.
Það er engu líkara en síminn hleri hvað þú segir og noti síðan
upplýsingarnar til að selja þér einmitt það sem þig langar í.
En er eitthvað til í þessum staðhæfingum? Er raunverulega hægt
að hlera símtöl án þess að fólk viti af því? Bandarísku neytenda-
samtökin Consumer Reports skoðuðu málið.
Mögulegt en ekki praktískt
Það er tæknilega mögulegt að símar og smáforrit taki upp
samtöl fólks að því forspurðu og furðu margir telja reyndar að sú
sé raunin. Consumer Reports kannaði viðhorf um eitt þúsund
Bandaríkjamanna og í ljós kom að 43% aðspurðra töldu að
farsíminn þeirra tæki upp samtöl án þeirra samþykkis. Engar
rannsóknir hafa þó sýnt fram á að þetta geti verið tilfellið.
David Choffnes, prófessor í tölvunarfræðum við Northeastern
University, stýrði rannsókn þar sem 17.000 smáforrit fyrir
Android-stýrikerfi voru grandskoðuð með aðstoð annarra rann-
sóknarforrita. Ekki fannst eitt einasta tilfelli sem sýndi fram á að
smáforrit virkjaði hljóðnema í símum eða deildi hljóðgögnum.
Það sama má segja um rannsókn öryggisfyrirtækisins Wandera
sem einblíndi á vinsæl smáforrit sem þekkt eru fyrir að safna
gögnum í miklum mæli, svo sem Amazon, Chrome, Facebook,
Instagram og YouTube. Engar vísbendingar fundust um
leyniupptökur.
Choffnes segir í samtali við Consumer Reports að þegar öllu sé
á botninn hvolft – og miðað við tæknina í dag – sé hljóðupptaka
ekki mjög hentug leið til að safna gögnum sem nýta á í mark-
aðslegum tilgangi. Það myndi krefjast mikillar vinnu að breyta
hljóðgögnum yfir á textaform svo hægt sé að greina þau, sér í lagi
ef um væri að ræða mikið magn slíkra gagna. Ef slíkar njósnir
ættu sér stað, og það án þess að skilja eftir sig nokkra slóð, væri
viðkomandi líklega að eltast við stærri fiska en hinn almenna
neytanda. Til séu langtum betri aðferðir til að safna upplýsingum
um neytendur en að hlera símtöl þeirra.
En hvernig stendur þá á því að svo margir telja sig sjá auglýs-
ingar sem rekja megi til einkasamtala?
Upplýsingum safnað með ýmsum ráðum
Michael Covington, framkvæmdastjóri hjá fyrrnefndu fyrirtæki,
Wandera, segir að þótt sýnt hafi verið fram á að hleranir eigi sér
ekki stað sé enginn skortur á árangursríkum aðferðum til að afla
gagna um neytendur.
Staðreyndin er sú að stórfyrirtæki eins og Google, og allt niður
í lítil smáfyrirtæki, safna á skipulagðan hátt persónugögnum,
svo sem nafni, fæðingardegi og kreditkortaupplýsingum, með
því einfaldlega að biðja notendur um þessi gögn. Mörg fyrirtæki
rekja einnig staðsetningar fólks með því að nota GPS í símanum
eða með nálægð hans við farsímamöstur. Þá fylgist Facebook
með hegðun notenda, jafnvel út fyrir Facebook-síðuna sjálfa,
með aðstoð vefkóða sem gengur undir nafninu „Facebook Pixel“.
Kóðinn hefur verið settur á ýmsar vefsíður á netinu til að fylgjast
með því hvaða vefsíður notendur skoða og hvað þeir kaupa í
vefverslunum.
Í rannsókn Choffnes kom í ljós að 9.000 Android-smáforrit voru
í laumi að taka skjáskot og myndbönd af snjallsímanotkun og
áframsenda þessar upplýsingar til þriðja aðila. Í einu tilvikinu tók
smáforrit upp myndband af snjallsímanotkuninni og deildi því
Í heyranda
hljóði Er farsíminn að hlusta á þig?
- það er harla ólíklegt að mati sérfræðinga