Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 16
16 Neytendablaðið // Maí 2021 ICRT framkvæmir reglulega gæðakönnun á farsímum. Neyt- endasamtökin könnuðu úrvalið af farsímum hér á landi í lok mars og báru saman við gagnagrunn ICRT. Alls eru 89 farsímar í gæðakönnuninni að þessu sinni. Hér í blaðinu er birt tafla yfir þá 30 síma sem fá hæstu einkunn en á ns.is má sjá töflu með öllum 89 símunum. Apple og Samsung á toppnum Nokkrir símar raða sér á toppinn og má þar nefna Apple Iphone 11 Pro Max, Samsung Galaxy Note 20 Ultra, Samsung Galaxy S21 Ultra, Apple Iphone 12 Pro Max og OnePlus 8 Pro. Það kemur sennilega fáum á óvart að Apple og Samsung vermi efstu sætin enda hafa þessi fyrirtæki verið ráðandi á markaðnum undanfarin ár. Gæðakönnun á snjallsímum Eins og félagsmenn muna eflaust birtu Neytendasamtökin um árabil gæðakannanir frá ICRT (International Consumer Research and Testing). Samtökin gerðu hlé á þessari aðild sinni en hafa nú tekið upp þráðinn að nýju.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.