Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 12
12 Neytendablaðið // Maí 2021
Smáforritið Kemiluppen kom út árið 2015 en það hjálpar
neytendum að forðast óæskileg efni í snyrti- og húðvörum.
Strikamerki vörunnar er skannað með farsíma og þá birtast á
skjánum upplýsingar um það hvort varan flokkast sem A, B eða
C. Þar sem markaðurinn með snyrti- og húðvörur hérlendis er
mjög líkur þeim danska eru væntanlega flestar vörur nú þegar í
gagnagrunni Kemiluppen.
Jørgensen segir að Kemiluppen sé hannað fyrir danska neytend-
ur en öllum sé frjálst að nota appið. Hins vegar geta bara Danir
sent inn nafn á vöru sem ekki er í gagnagrunninum. Tænk Kemi
skoði þá innihaldslýsingu, gefi vörunni einkunn og setji hana inn
í grunninn. Í dag eru alls 20.000 vörur í Kemiluppen.
Hægt er að hlaða appinu niður á kemiluppen.dk
Ilmefni hafa verið sérstaklega undir smásjánni enda hefur
ilmefnaofnæmi færst í aukana. Ótal vörur innihalda ilmefni
og er sérstakt áhyggjuefni að efnin séu notuð í vörur ætlaðar
börnum. Börn eru viðkvæmari fyrir óæskilegum áhrifum sem
ilmefni geta valdið og geta myndað með sér ilmefnaóþol.
Ekki er ráðlagt að nota t.d. bleyjur, krem, blautþurrkur og
þess háttar vörur sem innhalda ilmefni enda engin ástæða
til. Úrvalið af vörum án þessara efna er orðið mjög gott í dag
enda aukin krafa frá neytendum um að geta valið vörur án
ilmefna.
Samkvæmt reglum er skylt að merkja á umbúðir ef vara
inniheldur eitt af þeim 26 ilmefnum sem Evrópusam-
bandið hefur skilgreint sem ofnæmisvaldandi. Þetta eru
efni með flóknum og löngum heitum, eins og Butylphenyl
methylpropional, d-Limonene og Hydroxycitronellal, sem
fæstir neytendur leggja á minnið. Neytendur sem vilja alfarið
forðast ilmefni geta notað Kemiluppen smáforritið og ætti þá
einungis velja vörur sem fá A í einkunn.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Í Svansmerktum vörum ætluðum börnum eru engin ilmefni
leyfileg en í öðrum Svansmerktum snyrti- og húðvörum er
ekki leyfilegt að nota ilmefni sem skilgreind hafa verið sem
ofnæmisvaldandi.
Kemiluppen appið
- þannig forðast þú óæskileg efni
Ilmefni geta
valdið ofnæmi