Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 13

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 125 R A N N S Ó K N Niðurstöður Nýgengi, kyn og aldur Alls greindust 57 einstaklingar yngri en 18 ára með Graves­sjúk­ dóm á rannsóknartímabilinu. Nýgengi á hverja 100.000 einstak­ linga yngri en 18 ára var 3,5. Af þeim voru 16 strákar og 41 stelpur og það gaf kynjahlutfallið 2,6 stelpur á hvern strák. Það greindust 28 einstaklingar á fyrri áratug rannsóknar og 29 á þeim seinni. Nýgengi miðað við 100.000 einstaklinga í áhættuhópi sýndi að ekki var marktæk breyting á nýgengi á milli áratuganna tveggja í heildarþýði (p=0,833) né hjá kynjunum (p=0,459 hjá strákum og p=0,861 hjá stelpum). Nýgengi var nokkuð breytilegt eftir árum tímabilisins, dreifnisvið nýgengis var allt frá 0 upp í 6 tilfelli á ári, miðgildi nýgengis var 3. Þar sem Graves er algengari í börnum í eða eftir kynþroska var ákveðið að skoða sérstaklega nýgengi í börnum fyrir kynþroska. Skráningu á Tanner­skala, varðandi kynþroska barnanna, var ábótavant og var þess vegna miðað við aldur yngri en 10 ára. Alls greindust 7 börn yngri en 10 ára á tímabilinu, tvö greindust á fyrri áratug og 5 á seinni. Ekki var marktæk aukning á nýgengi í þess­ um hópi (p=0,196). Á mynd 2 má sjá aldursdreifingu rannsóknarþýðis á grein­ ingardag, skipt eftir kyni. Í töflu I má sjá hversu margir greindust á hvorum áratug fyrir sig hjá báðum kynjum. Einnig má sjá meðalaldur, miðgildi aldurs og hæsta og lægsta aldur á hvorum áratug fyrir sig. Meðalald­ ur stráka við greiningu var 13,6 ár og var miðgildi aldurs 14 ár. Meðal aldur stelpna við greiningu var 13,9 ár og var miðgildi 14,6 ár. Heilsufars- og fjölskyldusaga Í töflu II má sjá upplýsingar um heilsufarssögu einstaklinga í rannsóknarþýði, auk þess var saga um sjálfsónæmis­, ofnæmis­ og skjaldkirtilssjúkdóma meðal ættingja í fyrsta ættlið skráð. Rúm­ lega helmingur einstaklinga með Graves átti ættingja í fyrsta ætt­ lið með sögu um skjaldkirtilskvilla, annaðhvort van­ eða ofvirkan. Einkenni og teikn Í töflu III má sjá helstu einkenni hjá einstaklingum við greiningu. Mynd 2. Aldursdreifing þýðis við greiningu á Graves. Nýgengi eykst eftir 10 ára aldur hjá báðum kynjum. Tafla I. Fjöldi tilfella Graves, kynjahlutfall, meðalaldur og miðgildi aldurs á hvorum áratug fyrir sig, hlutfall (%). Fyrri áratugur (n=27) Seinni áratugur (n=28) Kyn Strákur 6 (22,2) 9 (32,1) Stelpa 21 (77,8) 19 (67,9) Aldur (ár) Meðalaldur 14,2 13,4 Miðgildi aldurs [Min; Max] 14,3 [6,8; 17,9] 14,6 [5,5; 16,9] Tafla II. Fjöldi og hlutfall (%) einstaklinga með heilsufars- eða fjölskyldusögu um aðra sjúkdóma. Heilsufarssaga Fjölskyldusaga Fjöldi % Fjöldi % Sjálfsónæmissjúkdómar Skjaldkirtilskvilli (Vanvirkur eða ofvirkur) - - 30 54,5 Glútenóþol (Coeliac disease) 3 5,5 1 1,8 Sykursýki gerð 1 2 3,6 1 1,8 Liðagigt 1 1,8 1 1,8 Hnúðaristilbólga (Crohn‘s disease) 0 0,0 1 1,8 Skjallblettur (vitiligo) 0 0,0 1 1,8 Ofnæmissjúkdómar Ofnæmi 5 9,1 2 3,6 Astmi 4 7,3 0 0,0 Eósínfíkin vélindabólga (Eosinophilic eosophagitis) 0 0,0 1 1,8 Annað Heilkenni þrístæðu (Down‘s syndrome) 2 3,6 0 0,0 Asperger-heilkenni 1 1,8 0 0,0 Hnútar í skjaldkirtli 0 0,0 1 1,8

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.