Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 15

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 127 R A N N S Ó K N sóknir eru jafnan takmarkaðar við ákveðin landsvæði eða með­ ferðarkjarna. Á móti má velta því fyrir sér hvort tölfræðin okkar sé marktæk, að okkur vanti tölfræðilegt afl fyrir þær sakir hversu lítið þýði við höfum, Graves er sjaldgæfur sjúkdómur í börnum og Ísland er fámenn þjóð. Ekki var marktækur munur á nýgengi sjúkdómsins þegar áratugirnir voru bornir saman. Niðurstöðurn­ ar eru því ekki í samræmi við erlendar rannsóknir sem benda til þess að að nýgengi hjá börnum sé að aukast.3­6 Rannsóknin sýndi að kynjahlutfall stráka á móti stelpum meðal barna og unglinga með Graves var 1:2,6 sem er mun lægra en hefur sést í sambærilegum rannsóknum á skjaldvakaofseytingu í börn­ um, þar sáust kynjahlutföllin 1:4 í Svíþjóð, 1:4,3 í Danmörku, 1:3,8 í Bretlandi og Írlandi og 1:9,7 í Hong Kong.3­6 Einnig er vert að nefna að kynjahlutfall karla á móti konum fyrir Graves í almennu þýði er 1:10.1 Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en erfitt er að segja til um hvers vegna kynjahlutfall hjá börnum og unglingum á Íslandi er frábrugðið. Samanburðarrannsókn á sykursýki gerð 1 í börnum á milli Norðurlandanna sýndi að kynjahlutfall á Íslandi var samb­ ærilegt og sást í Noregi og Danmörku.14 Frekari rannsókna er þörf til þess að kanna kynjahlutfall í öðrum sjálfs ónæmissjúkdómum í börnum á Íslandi og leggja mat á hvort það sé einnig ólíkt því sem sést annars staðar. Heilsufars- og fjölskyldusaga Við könnun á heilsufars­ og fjölskyldusögu í rannsóknarþýði reyndist rúmlega helmingur barnanna hafa fjölskyldusögu um annaðhvort van­ eða ofvirkan skjaldkirtil. Er þetta í samræmi við aðrar rannsóknir á áhrifum erfða á Graves1,7,15 en líklegra er að einstaklingar með heilsufars­ eða fjölskyldusögu um sjálfsónæm­ is­ og skjaldkirtilssjúkdóma þrói skjaldvakaofseytingu.16 Í þýði fundust nokkrir aðrir sjálfsónæmissjúkdómar á borð við coeliac­ sjúkdóm, sykursýki gerð 1 og Crohns­sjúkdóm. Meðferð Meðaltímalengd lyfjameðferðar í heildarþýðinu var 691 dagur. Nokkur munur var á tímalengd meðferðar fyrir þá sem fengu sjúkdómshlé að lokinni lyfjameðferð og þeirra sem fengu sjúk­ dómsendurkomu. Meðaltímalengd fyrir hópinn þar sem sjúk­ dómsendurkoma átti sér stað voru 768 dagar (2,1 ár) en fyrir hópinn þar sem sjúkdómshlé náðist voru 976 dagar (2,7 ár). Engin alþjóðleg tilmæli eru til um tímalengd ATD­meðferðar. Samkvæmt rann­ sókn frá 2011 um hina ýmsu þætti í meðferð skjaldvakaofseytingar á mismunandi stöðum í heiminum var algengast að lyfjameðferð varaði í 12­18 mánuði.17 Hér á landi og á hinum Norðurlöndunum hefur tíðkast að miða við 24 mánuði (tvö ár).3,5 Þó að ekki hafi verið Mynd 3. Meðferðarúrræði fyrir Graves-sjúklinga á rannsóknartímabilinu. Allir hófu lyfjameðferð og upphafleg lyfjameðferð er í gangi hjá 8 manns. Af þeim sem náðu euthyroid-ástandi í upphaflegri lyfjameðferð fengu 14 sjúkdómsendurkomu. Það voru 20 einstaklingar sem náðu ekki euthyroid-ástandi í upphaflegri lyfjameðferð. Tölur í sviga tákna hlutfall af rannsóknarþýði Graves-sjúkdóms. Rannsóknarþýði Graves Lyfjameðferð N=55 Upphafleg lyfjameðferð enn í gangi n=8 (14,5) Euthyroid náð með lyfjameðferð n=27 (49,1) Euthyroid ekki náð með lyfjameðferð n=20 (36,4) Sjúkdóms- endurkoma n=14 (25,5) Sjúkdómshlé n=13 (23,6) Geislavirkt joð n=16 (29,1) Skurðaðgerð n=4 (7,3) Lyfjameðferð n=4 (7,3) Geislavirkt joð n=9 (16,4) Skurðaðgerð n=1 (1,8)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.