Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 19

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 131 Inngangur Ættkvíslinni Bacillus tilheyra margar tegundir gram­jákvæðra staflaga baktería sem ýmist eru loftháðar eða valbundið loftfælnar og geta myndað gró við erfið vaxtarskilyrði.1,2 Að undanskildum B. anthracis sem veldur miltisbrandi, hefur ættkvíslin í heild verið talin hafa litla meinvirkni meðal manna og er algeng orsök meng­ unar í sýklaræktun. Tegundin B. cereus getur þó valdið alvarlegum sýkingum við ákveðnar kringumstæður.1,2 Gró tegundarinnar geta þolað gríðarlega erfiðar umhverfis­ aðstæður eins og hita, frost, þurrk og geislun.3 Bakterían dreifist auðveldlega í mat og myndar eiturefni (toxin) sem valda uppköst­ um eða niðurgangi og tengist oft hópsýkingum eða jafnvel faröldr­ um.1,4,5 B. cereus getur einnig valdið sýkingum utan meltingarvegar, meðal annars húðsýkingum, innri augn knattarbólgu, lungna­ bólgu og ífarandi sýkingum eins og liðsýkingum, hjartaþelsbólgu, bakteríudreyra og sýklasótt.1,2,6­8 Nýburar, þeir sem eru ónæmis­ bældir, liggja lengi á sjúkrahúsum, nota vímuefni í æð eða eru með aðskotahluti eða opin sár/skurði eru í aukinni hættu.2,9,10 Árið 2006 átti sér stað hópsýking af völdum bakteríunnar á háskóla­ sjúkrahúsi í Japan en þar reyndist B. cereus hafa mengað lín og þvottavélar sjúkrahússins.11 B. cereus getur einnig myndað lífþekju (biofilm) og því enn fremur mikilvægt að fjarlægja aðskotahluti ef um blóðsýkingu er að ræða.10 Þessu til viðbótar getur B. cereus einnig verið aukagerandi í blönduðum sýkingum með framleiðslu sinni á vefjaskemmandi eitri. Jafnframt getur bakterían haft áhrif á virkni sýklalyfja með myndun beta­laktamasa sem gerir bakterí­ una ónæma fyrir penisillín­ og kefalóspórínsamböndum.2,12 Forðast ætti kefalóspórín sem reynslumeðferð (empirical treat- Á G R I P INNGANGUR Bakteríur af ættkvíslinni Bacillus finnast víða í umhverfinu og eru almennt taldar hafa litla meinvirkni, að miltisbrandsbakteríunni B. anthracis undanskil- inni. Oft er álitið að um mengun sé að ræða ef Bacillus-tegundir finnast með ræktun. Tegundin B. cereus getur valdið ífarandi sýkingum í mönnum en hún getur framleitt vefjaskemmandi eitur. Faraldsfræði þessara sýkinga hefur lítið verið rannsökuð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Allar mögulegar ífarandi sýkingar af völdum Bacillus á Landspítala árabilið 2006-2018 voru fundnar með leit í ræktunarniðurstöðum. Farið var yfir klínískar upplýsingar þeirra sem taldir voru með mögulegar eða staðfestar sýkingar. Mat á því hvort bakterían taldist vera mengunarvaldur, mögulegur sýkingarvaldur eða staðfestur sýkingarvaldur byggðist á skilmerkjum sem höfundar settu saman. Nýgengi mögulegra eða staðfestra ífarandi sýkinga var reiknað. NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 2006-2018 ræktaðist Bacillus frá 126 einstaklingum; í blóði (116), liðvökva (8) eða heila- og mænuvökva (2). Alls voru 26 tilvik talin staðfest sýking (20,6%), 10 möguleg sýking (7,9%) og 90 mengun (71,4%). Nýgengi mögulegra eða staðfestra sýkinga var 1,4/100.000 íbúa/ár. Notkun vímu- efna í æð var áhættuþáttur meðal 11/26 með staðfesta sýkingu. Algengasta birtingarmynd sýkingar var blóðsýking/sýklasótt. Bakterían var ónæm fyrir beta-laktam sýklalyfjum í 92% staðfestra sýkingartilvika en í 66% mengunar- tilvika (p=0,02). ÁLYKTANIR Mikilvægt er að taka jákvæðar ræktanir af Bacillus alvarlega, sérstaklega þegar um ræðir sjúklinga sem nota vímuefni í æð, hafa illkynja sjúkdóm eða eru ónæmisbældir. Mikilvægt er að taka ávallt tvö sett af blóðræktunum ef raunverulegur grunur leikur á sýkingu, til að bæta ákvarðanatöku og draga úr óþarfa sýklalyfjameðferð. Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus­tegunda á Íslandi árin 2006­2018 R A N N S Ó K N Anna Kristín Gunnarsdóttir1 læknir Helga Erlendsdóttir2,3 lífeindafræðingur Magnús Gottfreðsson3,4,5 læknir 1Geðsviði, 2sýkla- og veirufræðideild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5vísindadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Anna Kristín Gunnarsdóttir, annakg@landspitali.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.