Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2022, Page 22

Læknablaðið - 01.03.2022, Page 22
134 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 voru allir greindir sem B. cereus, allir voru penisillín­ónæmir og í 4/7 var saga um neyslu vímuefna í æð, tveir voru með illkynja sjúkdóma og einn með liðsýkingu í kjölfar liðástungu. Fjöldi jákvæðra ræktana eftir árum er sýndur á mynd 1 en þær voru flestar árið 2009. Nýgengi ífarandi sýkinga af völdum Bacillus yfir tímabilið reiknast sem 1,4 tilfelli/100 þúsund íbúar/ári að með­ altali. Meðferð Hlutfall ónæmra og næmra stofna milli flokkanna staðfest sýking, möguleg sýking og mengun var borið saman. Þegar samanlagður fjöldi í flokkunum möguleg sýking og staðfest sýking var borinn saman við hópinn mengun voru aukin gagnlíkindi (odds ratio, OR) að bakteríustofnar í flokkunum staðfest sýking og möguleg sýk­ ing væru ónæmir fyrir penisillíni (OR 3,7, 95% öryggisbil 1,1­15,9, p=0,02). Þar sem bakterían var talin staðfestur sýkingarvaldur var reynslumeðferð breytt eða valin í samræmi við niðurstöður næm­ isprófa með tilliti til Bacillus í 16/26 tilfellum og 5/10 tilfell um hjá þeim sem voru taldir með mögulega sýkingu. Þegar ræktunar­ niðurstöður lágu fyrir var algengasta lyfjavalið vankómýsín og klindamýsín. Umræður Sýkingar af völdum baktería af ættkvíslinni Bacillus eru fremur sjaldgæfar og erfitt getur reynst að skilja á milli raunverulegrar sýkingar og mengunar. Í þessari rannsókn var leitast við að leysa úr þessu með samræmdum skilmerkjum sem eru í anda þeirra skilmerkja sem notuð hafa verið til greiningar á hjartaþelsbólgu og kennd við Duke­háskóla.15 Eins og vænta mátti var mikill meirihluti þessara jákvæðu ræktana talinn mengun, en engu að síður voru 36 tilfelli talin vera staðfest eða möguleg sýking. Sams konar úttekt var gerð í Frakklandi á 57 sjúklingum með sýkingu af völdum Bacillus cereus en ekki var farið yfir jákvæðar blóðræktanir og greint á milli sýkingar eða mengunar.16 Önnur rannsókn var R A N N S Ó K N gerð í Japan og sýndi mengun í 42% tilvika en þar var ekki lýst hvers konar skilmerki greindu milli sýkingar og mengunar.17 Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Bacillus hafi valdið tilfellum af alvarlegum sýkingum hér á landi undanfarin ár. Til stóð að greina á milli sýkingar og mengunar en nauðsynlegt þótti að bæta við þriðja flokknum „möguleg sýking” fyrir tilfelli þar sem þetta lá ekki ljóst fyrir. Ástæða þess var að í nokkrum til­ fellum var einungis tekið eitt sett af blóðræktunum og því erfiðara að skilja á milli sýkingar og mengunar. Hjá þremur einstaklingum (sem annaðhvort voru taldir með staðfesta eða mögulega sýkingu) ræktaðist bakterían úr liðvökva í kjölfar aðgerðar á hné. Þess kon­ ar sýkingum af völdum Bacillus hefur verið lýst.18 Skurðaðgerðir, ísetning aukahluta og önnur inngrip voru algengir áhættuþættir í okkar rannsókn og er það í samræmi við erlendar niðurstöður.10,11,16 Nýgengi ífarandi sýkinga af völdum B.cereus hefur ekki verið skoðað áður svo höfundum sé kunnugt og er okkar lýðgrundaða nálgun á nýgengi því sú fyrsta sem birt er. Í áðurnefndri rannsókn frá Japan reyndist dánartíðni eftir sýk­ ingu af B. cereus vera 20%.17 Hins vegar var einungis einn sjúkling­ ur talinn hafa látist af sýklasótt vegna Bacillus í okkar rannsókn, hjá honum ræktaðist bakterían tveimur dögum fyrir andlát og einnig við krufningu. Mögulega var um sömu tegund/stofn að ræða en ekki var hægt að segja til um það á þeim tíma, því að stofninn var ekki geymdur og því ekki hægt að greina síðar. Með tilkomu MaldiTof­massagreinis á sýkladeild árið 2017 er nú mögulegt að tegundagreina sýni á nákvæmari hátt en áður. Sú lága dánartíðni sem hér er birt gæti skýrst af því að stór hluti þeirra með staðfesta eða mögulega sýkingu voru einstaklingar sem notuðu vímuefni í æð, eða 14/26. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að einstaklingar með vímuefnavanda látast sjaldan í kjölfar sýkinga af þessu tagi en ástæða þess er ekki fyllilega þekkt. Meðal þeirra 26 sem taldir voru með staðfesta sýkingu reyndist bakterían ónæm fyrir penisillíni meðal 24/26 og hjá 7/10 meðal þeirra sem taldir voru með mögulega sýkingu (tafla IV). Þar sem B.cereus er ónæmur fyrir penisillíni2 þóttu niðurstöðurnar áhuga­ verðar. Sérstaka athygli vekur að stofnar af Bacillus sem voru mögulegir eða staðfestir sýkingarvaldar í þessari rannsókn voru Mynd 1. Fjöldi ræktana frá blóði, heila- og mænuvökva og liðvökva þar sem Bacillus ræktaðist á árunum 2006-2018. Rauður litur táknar staðfesta sýkingu, gulur táknar mögu- lega sýkingu og grænn táknar mengun.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.