Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 3
ECDIS eða Electronic Chart Display and Information System er sjálfstæður siglingabúnaður sem meðal annars gerir pappírskort óþörf. Í ECDIS eru lögleg rafræn sjókort sem uppfylla alla nauðsynlega staðla og eru IMO viðurkennd. Kortin er hægt að fá í áskrift þannig að þau uppfærast sjálfkrafa og eru því alltaf eins nákvæm og völ er á. Hægt er að kalla ýmisskonar skjámyndir fram á tækinu t.d. ratsjármynd eingöngu eða ratsjármynd yfir kortið. Þá má fá ECDIS kortið inn á FAR 3000 ratsjána. Einnig er hægt að kalla fram svokallaða leiðsöguskjámynd (Conning display) sem sýnir ýmisskonar upplýsingar sem sendar eru inn á tækið frá öðrum búnaði. Margskonar viðvaranir eru í ECDIS. Gert er ráð fyrir því að djúprista skipsins sé skráð inn í búnaðinn. Ef sett er út leið yfir sker eða grynningar sem eru á minna dýpi en djúpristan, gefur ECDIS út viðvörun og heimilar ekki þessa siglingaleið. Einnig gefur ECDIS út viðvörun ef stefnulína gefur til kynna að grynnra vatn sé fyrir stafni. Hérna er því um gríðarlegt öryggistæki að ræða. BRIMRUN.IS NÝ HEIMASÍÐA

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.