Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 26
Til að komast úr þeim látum sem mættu okkur við komuna á miðin var siglt í var til Siglufjarðar. Lagst var að bryggju en þaðan vorum við reknir vegna þess að hún ætlaði sundur að ganga vegna hreifingar skipsins. Ekki var um annað að gera en að varpa akkerum fram af kaupstaðnum og þar lágum við yfir þjóðhátíðardaginn. Það féll í minn hlut að ferja menn til hátíðarhaldanna á létt- bátnum og sækja þá aftur á tilskyldum tíma. Gekk þetta eftir utan þess að tvo vantaði þegar ég lagði að bryggju til að sækja skipsfélagana. Ferjaði ég þá sem mættir voru um borð í Helga og fór síðan aðra ferð til að huga að þeim sem ekki höfðu mætt. Þegar ég fann þá helltu þeir yfir mig óbótaskömmum fyrir að hafa skilið þá eftir. Mér þótti þetta miður því ég hafði staðið við mitt en þeir ekki. Þar sem skammirnar dundu áfram á mér þegar í bátinn var komið ákvað ég að þagga niður í þeim í eitt skipti fyrir öll. Í ládeyðunni innan tangans setti ég bátinn á fulla ferð. Þegar fyrir tangann kom stakk báturinn sér í fyrstu ölduna og sjórinn kom óbrotinn yfir stefnið. Mennirnir ráku upp ramakvein og báðu mig að slá af sem ég gerði ekki fyrr en við skipshlið. Það voru hundblautir spariklæddir menn sem skriðu um borð í Helga daginn þann en ekki heyrði ég framar skammar- yrði af þeirra vörum eftir sjóferðina. Háseti og verkfallsbrjótur! Þegar brælan gekk niður var haldið á miðin en fljótt kom í ljós að nótin var hinn mesti gallagripur. Það var sama hvernig kastað var að hvert kast gaf aðeins örfáar tunnur af síld. Ein- hverra hluta vegna flögraði neðri teinn nótarinnar upp í sjó þá snurpað var og skar aðeins ofan af torfunum. Einnig virkaði astikið illa þar sem að sjónsvið þess var takmarkað því geisli þess var of hátt stilltur. Á leið út frá Siglufirði að lokinni fyrstu löndun bræddi burð- arlega skrúfuáss á milli vélar og skutpípu úr sér. Þarna var skip- ið á reki skammt undan landi í álandsvindi. Kallað var eftir að- stoð Landhelgisgæslunnar og kom varðskip á staðinn og dró okkur til Akureyrar þar sem skipið var tekið á land. Dagblöð létu ekki sitt eftir liggja með lýsingum á þeirri lífshættu sem þau sögðu okkur hafa ratað í vegna þessarar bilunar. Sannleikurinn var aftur móti sá að lífshættan var ekki meiri en sú sem maður tekur við að labba yfir götu á góð- viðrisdegi. Þar sem vitað var að járniðnaðarmenn voru í verkfalli var kálið ekki sopið þó að í ausuna væri komið með slipptökunni á Akureyri. Fenginn var maður til viðgerða sem átti og rak bobb- ingaverkstæði á staðnum og því ekki í verkfalli. Hjálpaði hann vélstjórunum sem unnu við lagfæringar á burðarlegunni. Enginn járniðnaðarmaður fékkst aftur á móti til aðstoðar við að breyta hallanum á astikinu. Þar sem ég hafði nýlokið sveinsprófi í járniðnaði spurði skip- stjórinn mig hvort ég treysti mér í verkið. Ekki fannst mér það fýsilegur kostur að hefja vinnu í fagi, sem tekið hafði mig fjög- ur ár að læra, með því að gerast verkfallsbrjótur. Ekki var þó um annað að ræða en að láta sig hafa það ef einhver von ætti að vera um að skipið kæmist á miðin. Í miðju verki komu þrír verkfallsverðir og spurðu mig hvort ég vissi ekki að járniðnaðarmenn væru í verkfalli og öll járn- iðnaðarvinna bönnuð. Ég svaraði því til að háseti væri ég á skipinu og skipstjórinn hefði skipað mér í verkið og við hann yrðu þeir að tala. Þetta slapp nú til því að næst þegar verðirnir mættu á staðinn hafði ég lokið verkinu. Satt best að segja var beygur í mér þegar ég sótti um vinnu á járnsmíðaverkstæði á Akureyri um haustið og mætti þar fyrst- um manna einum úr verkfallsvörslunni. Vinnuna fékk ég og vann með öllum þessum verkfallsvörðum en aldrei hef ég árætt að spyrja þá hvort þeir hafi áttað sig á að þarna var verkfalls- brjóturinn kominn í allri sinni mynd. Uppreisn um borð Þegar siglt var á miðin eftir viðgerðin var ný nót tekin á Dalvík og eftir það skein sólin. Hæstu skipin voru þá komin með Snorri Snorrason flugmaður tók þessa mynd af hluta áhafnarinnar á Sæborgu BA. Talið frá vinstri: Ingimar Jóhannesson vélstjóri, Sævar Mikaelsson háseti, Unnar Mikaelsson háseti, Haraldur Matthíasson stýrimaður, Árni Björn Árna- son, háseti og greinarhöfundur, Víðir Kristjánsson háseti og Benedikt Erlingur Guðmundsson háseti. 26 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.