Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur Hjörtur Cýrusson hjá Ísfelli hefur haft veg og vanda af því að inn- leiða Zipwake á Íslandi. Og hvað er nú það? spyrja lesendur. „Sannkölluð galdraformúla eða öllu heldur galdratækni,“ svarar Hjörtur, „sem sænskir vísindamenn hafa þróað. Markmiðið sem Svíarnir settu sér var að auka stöðugleika mótorbáta. Verkefninu var hrundið úr vör 2011 og eftir stans- laust þróunarstarf í þrjú og hálft ár var fyrsta Zipwake Dinamyc Trim Control System, series S, kynnt til sögunnar á hinni árlegu Marine Equipment Trade Show í Amsterdam.“ Markmiðið var raunar ekki eingöngu að bæta stöðugleika hraðskreiðra báta held- ur líka að búa til stöðugleikakerfi sem væri samkeppnisfært ekki aðeins að gagnsemi heldur einnig í verði við önnur slík. Og það hefur tekist, segja Svíarnir. Í Zipwake hefur engu verið fórnað í gæðum, þvert á móti, og verðið er ákaflega viðráðanlegt, einfaldlega vegna þess að kerfið er fjöldaframleitt. Zipwake eða S-línan er ætluð hraðfara bátum sem reisa sig að hálfu eða alveg þegar sett er í gírinn – planing eða semi-planing báta. Að lengdinni til er kerfið hannað fyrir 6 til 18 metra langa báta (20-60 fet). Raunar er S-línan hönnuð út frá fjórum stærðarflokkum báta, 300S, 450S, 600S og 750S, en í hverri línu er vitaskuld allt sem þarf til að setja upp Zipwake: jafn- vægisspjöld, dreifideilir, stýring, kaplar, handbók og ekki má gleyma uppsetningarleiðbeiningunum. Allir kannast við hina hefðbundnu flapsa. Þeir hafa fram undir þetta þótt góðir til síns brúks en Hjörtur fullyrðir að Zipwake hafi allt fram yfir þá. Báturinn rísi betur og ákveðnar með Zipwake, baksogið sé minna, Zipwake sé fimm sinnum hrað- virkara en hefðbundnir flapsar, veltingur minni en allt veldur þetta betri eldsneytisnýtingu. Ekki má gleyma að kerfið er einfalt í uppsetningu og lætur af- skaplega vel að stjórn. Raunar þarf ekkert að hafa hugann við stjórntækin frekar en menn kjósa. Það má setja sjálfvirknina á og einbeita sér að því sem allir bátamenn vilja helst, nefnilega siglingunni sjálfri. Í fyrra bættu Svíarnir um betur og kynntu nýjung, V-laga jafn- vægisspjöld sem sett eru á miðjan skutinn. V-línan er einnig í fjórum útgáfum eða frá 11 til 24 gráðu hornum (deadrise angles). Auðvelt er að setja nýju V-línuna á bátinn þótt S-línan sé þar fyrir. Og saman bæta kerfin siglingarhæfni bátsins um allan helming, staðhæfir Hjörtur, og býður alla velkomna í Ísfell að kynna sér hið byltingarkennda Zipwake, stillanlegt jafnvæg- iskerfi fyrir báta. Zipwake – hvað er nú það? Zipwake-jafnvægiskerfið er einfalt í uppsetningu og stjórntækin einstaklega einföld. V-línan komin á bátinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.