Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 36
þá greinilega orðinn vonlítill um að tak- ast mætti að selja skipið og hann á barmi gjaldþrots. Við gerum þetta, sagði Geir við Hall- grím, þú verður skipstjórinn og færð 3000 krónur af þeim 75.000 krónum sem skipið er vátryggt fyrir. En þetta verður að vera „totalforlis“ annars neita þeir hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands að borga krónu. Skipið verður að farast svo engu verði bjargað en auðvitað megum við ekki tefla mannslífum í hættu. Um þetta voru þeir sammála og raun- ar lét Geir ekki af tilraunum sínum til að selja skipið og hafði lækkað verðið niður í 65.000 krónur áður en yfir lauk. Hann vildi svo miklu frekar selja en granda mótorskipinu en einhvernveginn varð að bjarga fjárhagnum. En hvernig förum við að, veltu þeir félagar fyrir sér, og urðu að lokum ásáttir um aðferð. Þeir ætluðu að bora sex göt á botn skipsins, reka í þau tappa sem síðan yrði kippt úr í góðu veðri vestur undir Jökli. Kína-lífs-elíxír Þetta allt sagði Hallgrímur skipstjóri El- íasi bróður sínum sem færðist undan að vera með í ráðabrugginu en lét þó að lokum undan. Að öðrum kosti hefði allt verið ónýtt fyrir Hallgrími sem átti ekki að fá nema 3000 krónur hjá Geir en skuldaði að minnsta kosti 14.000 krón- ur. Elías var með veitingarekstur og verslun og það var hann sem átti að leggja til vörurnar í skipið, þó mest að nafninu til, tóbaksvörur, Kína-lífs-elexír, körfustóla og sitthvað fleira. Allt þetta var fært í viðskiptabókina sem vátrygg- ingarfélagið heimti frá honum vikulega. Við það var miðað að hagnaður bræðr- anna yrði 50.000 krónur. Borað Í byrjun nóvember var allt til reiðu. Leo átti að fara frá Reykjavík og vestur á fjörðu með varninginn. Þeir bræður höfðu samráð um að setja farminn í eina átta eða níu kassa. Þeir voru þó ekki fylltir með tóbaki og kraftaverkameðal- inu Kína-lífs-elíxír heldur ýmiskonar rusli, hálmi og grjóti. Við þennan farm var bætt 27 körfustólum. Á farmskránni stóð að 24 kassar, 40 körfustólar og þrjú koffort væru send verslun Elíasar Hólm á Ísafirði. Skipið hafði verið tekið upp að Ziem- sensbryggju þar sem það stóð á þurru þegar fjaraði. Þetta var tækifærið sem þeir biðu eftir. Nú borum við götin í kvöld, sagði Hallgrímur við Geir en sá síðarnefndi hafði ekki hugmynd um ráðabrugg bræðranna né að Elíasi væri kunnugt um að sökkva ætti skipinu. Geir lét hins vegar ekki sjá sig um kvöldið. Mér hraus hugur við þessu öllu saman, útskýrði hann síðar fyrir rétti. Hallgrímur var hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta við. Hann sótti Elías bróður sinn sem hélt vörð á meðan skip- stjórinn lét sig hverfa ofan í káetu með sérstakan sponsbor í höndum sem Geir hafði ráðlagt honum að kaupa. Tveimur dögum síðar negldi Hallgrímur fjöl yfir korktappana sem hann hafði rekið í göt- in. Þannig hugðust þeir koma í veg fyrir að tapparnir þrýstust út á óheppilegum tíma. Veður setur strik í reikninginn Miðvikudagsmorguninn 10. nóvember sigldi Leo af stað vestur. Sex manns voru í áhöfn að meðtöldum skipstjóranum, Hallgrími Finnssyni. Farþegar voru fimm talsins og þeirra á meðal Elías Hólm kaupmaður. Ég var að senda sjálfum mér vörur til Ísafjarðar og varð því að fara með til að vekja ekki grunsemdir, sagði Elías fyrir rétti, en líka til að standa vörð þegar 36 – Sjómannablaðið Víkingur Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.