Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 34
S eint í júlí 1918 spurðist út að nýr og fullkominn vélbátur hefði bæst í íslenska flotann. Hann gengur hrað- ar en aðrir bátar, sögðu menn, og er þó með stærri fiskiskipum flotans, auð- vitað fyrir utan togarana. Já, heilar 43 lestir og raflýstur. Siglingin frá Svíþjóð, þar sem nýi bát- urinn var smíðaður, hafði þó ekki gengið þrautalaust. Olían hafði fljótlega klárast og eftir það var siglt undir seglum enda tók heimferðin vel á annan mánuð. Þess er getið að eigendur að bátnum, sem gef- ið var nafnið Leo, voru Guðmundur Kjærnested, skipstjóri í Hafnarfirði og fleiri. Síldin gerði alla ríka eða hvað? Eigendur Leo höfðu hugsað sér að gera bátinn út til strandferða en útgerðin byrjaði vægast sagt illa. Í fyrstu ferð sinni vestur og norður fyrir land með salt og kornvöru strandaði Leo í svarta- þoku við Horn. Allt fór þó betur en áhorfðist um tíma og tókst að bjarga bát og farmi en vélbáturinn Frygg frá Ísafirði var fenginn til að draga Leo til Siglu- fjarðar þar sem gert var við skemmd- irnar. Árið eftir seldi Guðmundur skipið en nýju eigendurnir ætluðu að gera út á síld sem gerði alla ríka. En þetta var hið örlagaríka ár 1919. Fyrsta stóra síldar- krakkið vofði yfir og þegar haustaði var frekast að útgerðarmenn gætu losnað við saltsíldina sem skepnufóður. Mest af henni fór þó í sjóinn en eftir sátu djarfir síldarspekúlantar með tóma budduna og ófáir urðu gjaldþrota. Hvort þetta urðu örlög eigenda Leós skal ekki fullyrt en hitt er víst að um haustið var skipið aft- ur tekið að sigla með farþega og farm. En það var þungt fyrir fæti hjá eig- anda skipsins trésmiðnum Geir Pálssyni. Hann reyndi ítrekað að selja skipið en án árangurs. Á sama tíma barðist skipstjór- inn Hallgrímur Finnsson í bökkum. Hann mátti heita eignalaus, skuldaði bróður sínum háa fjárhæð og var raunar fluttur inn á hann með eiginkonu og barn. „Totalforlis“ Í þennan jarðveg var sáð haustið 1920. Hallgrímur skipstjóri átti upptökin þegar hann tók að ýja að ýmsu miður heiðar- legu við bróður sinn, Elías Finnsson Hólm kaupmann. Þrúgaður af skuldum hafði Hallgrímur látið sér detta í hug að leigja skip, vátryggja vörur sem í orði ættu að vera í skipinu og sökkva því svo. Þetta hafa þeir gert í Noregi, fullyrti Hallgrímur, og lánast vel. Elías tók fálega í þetta en Hallgrímur lét sig ekki heldur fór á stúfana, hitti Geir trésmið og eiganda Leo sem einnig skuldaði Elíasi fé. Ekkert var þó afráðið á milli þeirra í það sinnið en fáeinum dögum síðar hafði Geir samband og var Skipinu skal sökkt Þættir úr sögu vélbátsins Leo – Fyrri hluti – 34 – Sjómannablaðið Víkingur Síld á Siglufirði. Síldin gerði menn ríka og stundum blásnauða. Mynd: Jón og Vigfús. Minjasafnið á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.