Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
Nótin tekin um borð. Mynd: Minjasafnið á Akureyri
mílur út frá Austfjörðum og þar var komið í svartan sjó af síld.
Í fyrsta og eina kastinu sem þarna var tekið í þessum túr feng-
um við 1000 tunnur af síld og meldaði skipstjórinn aflann til
lands og bað um söltum. Þeir sem skilaboðin fengu ætluðu ekki
að trúa sínum eigin eyrum því þeir héldu vertíðinni lokið.
Stokkið var til og síldardömunum smalað saman sem voru við
það að yfirgefa staðinn og síldin upp úr skipinu söltuð.
Skemmst er frá að segja að næsta hálfa mánuðinn var Helgi í
föstum ferðum á milli miða og lands og allt sem veiddist fór í
salt sem gaf mikið meiri pening en þegar aflinn fór í bræðslu.
Um miðjan september gekk ég í land á Dalvík og lauk þar mín-
um sjómannsferli.
Mér bauð í grun að þessi septemberveiði síldarinnar væri
upphaf lengri vertíða og kvaddi skipsfélaga mína með þeim orð-
um að næsta ár yrðu þeir að fram að jólum. Reyndist ég sann-
spár því að þarna fundu skipin, sem lengst héldu út þessa
vertíð, miðin sem seinna fengu heitið Rauða torgið vegna veiða
rússneskra reknetabáta sem þarna héldu sig.
Uppgjör útgerðarmannsins, Helga Benediktssonar Vest-
mannaeyjum, lét eitthvað á sér standa svo að ég hringdi í
hann og bað hann að senda mér pening þar sem ég stæði í
íbúðarkaupum. Fékk ég umbeðna upphæð á stundinni og
einnig í annað skipti sem ég þurfti nauðsynlega á peningum að
halda.
Þegar þarna var komið hringdi einn skipsfélaga minna í mig
og spurði hvort ég væri ekki með í að lögsækja útgerðarmann-
inn þar sem ekkert uppgjör hefði farið fram. Ég hélt nú síður
þar sem ég hefði fengið pening þegar um hafi verið beðið.
Í þriðja og síðasta skiptið sem ég hringdi í Helga Ben. bað ég
hann að senda mér það sem eftir væri af því sem hluturinn
hafði gert og jafnframt endanlegt uppgjör fyrir vertíðina. Engin
vandkvæði sagði Helgi vera á því og sendi mér það sem um var
beðið.
Hvernig uppgjöri til annarra, sem á skipinu voru, reiddi af
veit ég ekki þar sem ég átti ekki eftir að vera í sambandi við
neinn þeirra áratugum saman.
Algerlega læknaður
Árið 2013 var mér boðið í hringferð í kingum landið á Húna II
EA-740 en þá hafði ég ekki út úr Eyjafirðinum siglt á fljótandi
fari í rúm 50 ár.
Minnugur sjóveikinnar þá birgði ég mig upp með sjóveikis-
töflum og plástri því að á illu einu átti ég von.
Um ferð þessa má lesa í greininni „Ísland hringað“ sem birtist
í Sjómannablaðinu Víkingi 3. tbl. 75. árg. 2013. Í greininni
kemur fram að leiðindabræla var allan hringinn og full ástæða
til að liggja tvöfaldur og ælandi yfir borðstokkinn.
Ég get glatt sjóveika sjómenn með því að þolinmæðin þraut-
ir vinnur allar og að þessi skæði sjúkdómur er gjörsamlega
horfinn um áttrætt.