Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 8
með svo lúmskan húmor að menn veltust um af hlátri yfir ein- hverju sem hann sagði, jafnvel í örfáum orðum. En hugsaðu þér. Stundum þegar Ingólfur kom úr sölutúr frá annað hvort Bretlandi eða Þýskalandi, og það bar upp á jóladag, varð skipið að liggja um kyrrt á ytri höfninni, þangað til á annan, jafnvel þriðja í jólum, vegna þess, að það var of dýrt að hafa skipið bundið við bryggju. Það væri ekki hægt að bjóða upp á þetta í dag, er ég hrædd um. – En mátti ekki áhöfnin fara í land, spyr ég. – Nei, svarar Sigrún. Hún varð að hýrast um borð þangað til að hægt var að afgreiða skipið. Og síðan voru tollararnir þaul- setnir þegar þeir mættu. Því þá var boðið upp á bjór sem ekki var á hvers manns borði á þeim tíma. – Fóruð þið þá niður að höfn að taka á móti pabba þínum? – Já, það gerðum við alltaf. Þegar von var á pabba í land, sendi mamma okkur upp á hól í holtinu hér fyrir ofan að athuga hvort sæist í Ingólf. Við hlupum kannski nokkrar ferðir upp á holt áður en við sáum, að skipið nálgaðist loksins ytri höfnina. – Voru þeir þá í sambandi við land? – Já, og við hlustuðum alltaf á stuttbylgjuna, en aldrei þó eins og þegar veðrið var í ham. Þá var hlustað og beðið. Og mikið var okkur létt þegar við heyrðum á bátabylgjunni að Ingólfur var kominn í var. Þá fyrst gat mamma sofnað róleg. En mikið fannst mér átakanlegt þegar við komum á bryggjuna að taka á móti pabba og sáum mennina koma upp á bryggju kalna á fingrum og í andliti eftir erfiðan túr. Það var skelfilegt og situr í sálinni. Svona var þetta á síðutogurunum. – En hvernig var það, kom pabbi þinn ekki með eitt og annað handa ykkur úr þessum siglingum? – Jú, jú, við fengum St. Michael- peysur, nælonsokka, eða heilsokka eins og þeir voru kallaðir, stretsbux- ur, ávexti og sælgæti og fleira sem fólk átti ekki að venjast. Fyrir vikið var ég lögð í einelti. Við áttum ýmis- legt sem aðrir gátu ekki eignast og grunnt var á öfundinni. Mér var jafnvel ekki hleypt inn á heimili af því ég var dóttir pabba míns. Nei, hingað inn kemur Sigrún ekki, sögðu mæðurnar. Í skólanum var sparkað í mann og talað um fötin sem ég klæddist, peysurnar og buxurnar. Svo keypti pabbi bíl, Ford Cortinu. Mig minnir að það hafi verið strax 1962 þegar Cortina var fyrst kynnt til sögunnar í heiminum. Þá keyrðu Reykvíkingar yfirleitt á Moskovitch, sem var, þegar í harðbakkann sló handsnúinn í gang, og Volgu, en báðir bílarnir komu frá Sovétríkjunum. Var svo mikill kommi Heimilisbragurinn á Austurbrún 33 markaðist af atvinnu hús- bóndans. Skipstjórans hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, Sigurjóns Stefánssonar. En það var húsmóðirin, Ragnhildur Jónsdóttir, sem bar hita og þunga af heimilishaldinu. – Mamma var kjölfestan í lífi okkar, segir Sigrún. Hún sá um allt og hélt öllu saman. Sótti peningaumslagið í Bæjarútgerð Reykjavíkur, greiddi reikninga, sá um heimilið en var þó svo mikil félagsvera. Hún unni söng og leiklist og var sannkallaður gleðigjafi og sprelligosi. Hún fékk pabba til að brosa, en hann var miklu þyngri á bárunni og sagði stundum við mig: „Þetta eru nú meiru fíflalætin í henni mömmu þinni, Sigrún“. Mamma lét þetta sem vind um eyru þjóta og var potturinn og pannan í Togarinn Bjarni Benediktsson RE 210 kom nýr til landsins í janúar 1973 og var þá stærsti skuttogari íslenska flotans, um 950 tonn. Myndin er tekin í brú skipsins. Frá vinstri Sigurjón skipstjóri, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar sem skipið var látið heita eftir, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, eiginkona Björns, Hrafn Þór- isson, síðar starfsmaður NATO og eiginmaður Guðrúnar Bjarnadóttur sem er honum á hægri hönd en Guðrún gaf skipinu nafn. Við þekkjum ekki manninn sem er Guðrúnu á hægri hönd en það er Spánverji, líklega forstjóri skipasmíðastöðvarinnar er sá um smíðina. Lengst til hægri er Þorsteinn Arnalds, forstjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur frá 1961 til 1975. 8 – Sjómannablaðið Víkingur sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins.Félag skipstjórnarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.