Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 4
Ýmislegt verður mönnum á. Við Ólafur Ragnarsson héld-
um að stýrið af Ingólfi Arnarsyni væri glatað. Höfðum
lesið í gamalli blaðafrétt að stýrið yrði senn sett á Þjóð-
minjasafn Íslands. Þegar það síðan ekki fannst á nokkru safni
þótti okkur það engin fjöður í hatt íslenskra safnamanna að
glata stýrinu af fyrsta nýsköpunartogara landsmanna og full-
komnasta togara heims á sínum tíma. En öll él birtir um síðir.
Nú er komið á daginn að íslenskir safnamenn voru hafðir
fyrir rangri sök. Stýrið er fundið. Eða öllu heldur, eins og
með Grænland forðum og í ríkari mæli hina stóru heimsálfu
Ameríku áður en hvíti maðurinn steig þar fæti – það var
aldrei týnt. Að þessu sögðu er ljóst að við skuldum íslenskum
safnvörðum afsökunarbeiðni sem er hér með komið á fram-
færi. Okkar er skömmin fyrir fljótfærnina, ykkar safnvörðum
heiður og virðing fyrir ræktarsemi við arf okkar Íslendinga.
Þakkir til Granda
Forráðamenn Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem þá var, síðar
Granda og nú H.B. Granda, vissu sem sé alla tíð af stýrinu. Því
var um árabil skipað til öndvegis í fyrirtækinu en er í bili, á
meðan húsnæði H.B. Granda er betrumbætt, geymt á vísum
stað þar sem ekki væsir um það. Ólafur Ragnarsson og Sigrún,
dóttir hins merka skipstjóra Sigurjóns Stefánssonar, nutu frá-
bærrar fyrirgreiðslu og leiðsagnar starfsfólks H.B. Granda á
dögunum þegar þau voru leidd að stýrinu og Sigrún fékk að
handleika það og komast þannig í óbeina snertingu við föður
sinn, sem hún kynntist ekki að ráði fyrr en hún var komin yfir
tvítugt. Okkur lék hugur á að vita hvernig þetta mátti gerast og
tókum því Sigrúnu tali á heimili hennar á Austurbrún 33, þar
sem hún býr á jarðhæð, en bjó ung stúlka í foreldrahúsum á
hæðinni fyrir ofan.
Hamingja og böl
Þau taka á móti mér, Sigrún – og geltandi hundur.
– Ertu nokkuð hræddur við hunda, spyr Sigrún með áber-
andi umhyggju í röddinni.
Ég heyri strax að hún er væn kona og vil gera henni til geðs.
– Nei, alls ekki.
Ég bæli óttahrollinn, klappa hundinum og finn að geltið er
ekki annað en vinahót. Mér léttir. Hafði satt að segja ekki orðið
um sel, en veit sem er, að gunguskapur er ekki til að hæla sér af
eða til að flíka.
Mér er boðið í eldhús. Við eldhúsgluggann stendur þögull
maður. Við heilsumst.
– Robert Albert Spanó, kynnir hann sig. Eiginmaður Sig-
rúnar.
Ég á eftir að komast að því að Robert á sér langa fortíð á
Íslandi.
Sigrún og stýrið góða
af Ingólfi Arnarsyni.
Stýrið af Ingólfi er „fundið“
Jón Hjaltason
4 – Sjómannablaðið Víkingur