Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 46
H afa lesendur Víkingsins einhvern tíma leitt hugann að því hver urðu afdrif þeirra sex síðutogara í eigu landsmanna sem um lengri eða skemmri tíma báru upphafsheitið „Jón“? Hér er átt við togara sem ýmist voru keyptir nýir, eða notaðir til landsins. Skoðum stuttlega upphaf og endi skipanna sex í íslenska flotanum, í réttri tímaröð: Hvað varð um JÓNANA? Hafliði Óskarsson B.v. Jón forseti RE 108 heldur til veiða. Skömmu fyrir mánaðamótin mars apríl árið 1951 hélt nýsköpunar- togarinn Jón forseti RE 108 út til veiða frá Reykjavík. Hinn 12. apríl, eða fjórtán dögum og tuttugu og einni klst. síðar, var „forsetinn“ kominn aftur til heimahafnar í Reykjavík eftir vel heppnaðan siglingartúr til Englands. Veiðiferðin, fullfermistúr, og söluferðin í framhaldi, var sú stysta sem farin var á nýsköpunar- togara á sínum tíma. Skipstjóri á togaranum var Markús Guðmundsson, þá 27 að aldri. Fyrsti og síðasti gufutogarinn sem smíðaðir voru sérstaklega fyrir Íslendinga í Englandi báru nafnið Jón forseti RE 108, í eigu útgerðarfélagsins Alliance H/f í Reykjavík. Togararnir voru smíðaðir á árunum 1907 og 1948. – 1 – B.v. Jón forseti RE 108, gufutogari, smíðaður í Englandi árið 1907 og fyrsti togari sem smíðaður var fyrir Íslendinga. Togarinn strandaði við Stafnes á Reykjanesi þann 28. febrúar 1928. Fimmtán menn fórust og tíu var bjargað. Skipið eyðilagðist á strandstað. – 2 – B.v. Jón Ólafsson RE 279, gufutogari, smíðaður í Englandi árið 1933. Keyptur hingað til lands árið 1939, en heimsstyrjöldin síðari hófst sem kunnugt er sama ár. Togarinn fórst með allri áhöfn, 13 mönnum, þann 23. október 1942, á heimleið úr söluferð til Englands. Talinn hafa farist af hernaðarvöldum. 46 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.