Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 6
– Ég kom hingað 1970, segir hann.
Ég á líka eftir að komast að því að minni Roberts nær aftur
til seinni heimsstyrjaldar. Hann er frá borginni Napoli á Ítalíu,
en í stríðinu varð engin ítölsk borg fyrir öðrum eins loftárásum
og heimaborg Roberts.
– Ég upplifi enn þá allan hryllinginn, segir Robert. Ég þarf
ekki annað en að lygna augum og þá skelfur allt og nötrar.
Flugvélar fljúga yfir og byggingar hrynja. Allt er eyðileggingu
undirorpið. Ekkert vatn kemur lengur úr krönum, fötur og
kamrar, eða eitthvað þaðan af verra, er haft í staðinn fyrir
vatnssalerni. Fyrir glugga er neglt. Um gler er ekki lengur að
tala. Við sitjum í skólastofunni, kannski í 30-40 stiga hita og
engin leið er að opna glugga. Geirnegldir timburhlerar eru fyrir
þeim.
Ég hlusta og velti fyrir mér skepnuskap manns við mann.
Lærum við aldrei af sögunni. Er okkur ásköpuð hamingja og
kvöl, rétt eins og nótt fylgir degi og dauðinn kemur í kjölfar
lífs. Eru stríð ef til vill eins og hvert annað náttúrulögmál?
„Slensúpa“ fyrir kallana
Mér verður þó fljótlega ljóst eftir að hafa
hlýtt á Sigrúnu að þrátt fyrir allt hefur
okkur miðað fram um veg. Að minnsta
kosti í sumum efnum.
– Já, það er satt, segir hún. Ég kynnt-
ist ekki pabba fyrr en ég var tuttugu og
eins eða tveggja ára, þegar hann var al-
kominn í land. Hann sjálfur harmaði
þetta hlutskipti sitt og sagðist geta grátið
að hafa farið svo mikils á mis að kynnast
ekki börnum sínum fyrr, og mömmu,
hugsaðu þér.
– En hvernig var þetta á milli túra,
spyr ég. Var ekki stoppað í einhverja
daga, eða voru ekki áhafnaskipti?
Sigrún er ekki á því. Þegar komið var
úr veiðitúr, kannski daginn fyrir Þorláks-
messu, þá varð að koma skipinu aftur á
miðin, ekki seinna en á sjálfan Þorláks-
messudag. Reglan var sú, að ekki var
stoppað nema einn, mesta lagi tvo sólar-
hringa í landi og þá var skipstjórinn, fað-
ir hennar, bundinn við símann allan tím-
ann við að „redda“ mannskap og ræða
við útgerðina.
– Og þá var sussað á okkur. Við urðum að hafa hljótt á með-
an pabbi var í símanum að smala í áhöfn sem var ekki vand-
kvæðalaust. Pabbi varð að fá næði.
Höfum hugfast að Sigrún er fædd 1955 en aldrei hefur
togaraútgerð Íslendinga komist í meiri lægð en einmitt á 7.
áratugi 20. aldar.
– Pabbi varð að athuga á kránum og jafnvel í tukthúsinu
þegar hann var að leita eftir hásetum á skipið. Þegar út var
haldið, var faðir minn búinn að biðja Kára, sem var kokkur á
Ingólfi mest allan tímann sem pabbi var með skipið, að útbúa
svokallaða „slensúpu“ fyrir kallana sem voru ekki upp á marga
fiska eftir drykkjuslarkið í „stoppinu“.
Robert tekur undir, en hann var um skeið á Ingólfi.
– Þetta voru erfiðir tímar. En Sigurjón var einstakur maður
og tókst á við þessa erfiðleika af miklu æðruleysi. Alltaf jafn
rólegur og yfirvegaður, gat verið hrjúfur á yfirborðinu.
– Já, pabbi hafði ótrúlega lund, bætir Sigrún við. En samt
Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurjón Stefánsson. Klukkan 12.06 þann 12. febrúar 1955 sendi Ragnhild-
ur skeyti í þrettán orðum: „Fædd dóttir. Góð líðan okkar beggja. Kær kveðja. Adda.“ Orðin fjögur sem
skortir eru: Sigurjón Stefánsson, Ingólfi Arnarsyni, TFA. Hér var tilkynnt um fæðingu viðmælanda okkar,
Sigrúnar Sigurjónsdóttur, er nema von að henni finnist einkar vænt um þetta skeyti sem enn í dag er vegg-
prýði á heimili hennar.
Ingólfur Arnarson.
6 – Sjómannablaðið Víkingur