Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur Þangað réðst Ólafur þegar Goðafoss kom nýr til landsins í júní 1915. Í millitíðinni hafði hann verið 1. stýrimaður á es Mjölni frá Kaupmannahöfn. Erum við þá loks að nálgast hinn örlagaríka atburð í nóvem- ber 1916 þegar Goðafoss strandaði við Straumnes og segir frá í 2. tölublaði Víkings 2016. Eftir strandið Mánuðirnir eftir strandið voru erfiðir Ólafi. Hann var atvinnu- laus en fékk loks eitthvað að gera við seglasaum. Einnig var hann um skeið leiðsögumaður á strandferðaskipinu es. Sterling. Um haustið fluttist hann af landi brott, fyrst til Englands en þaðan til Noregs. Segir næst af honum þar sem hann hefur ráð- ið sig sem skipstjóra á Rigmor, þrímastraða skonnortu með hjálparvél. Eigandi var Konráð Hjálmarsson kaupmaður á Norðfirði en skipið sigldi með fisk til Spánar og salt til baka. Nú tók aftur að birta til í lífi Ólafs. Um haustið skrifaði hann mági sínum Eyjólfi að ef allt gengi „vel í þessari ferð þá hefur þetta ár verið mér gott.“ Hann bar skipinu hins vegar heldur illa söguna en hvað það var nákvæmlega sem Ólafur setti fyrir sig er okkur ókunnugt um. Næst vitum við það um ferðir Rigmor að 1. desember þetta ár 1918 eru skipverjar staddir á Ibiza þaðan sem Ólafur sendir skeyti heim: „Íslenzki fáninn er í dag dreginn upp í Miðjarðarhafinu. Ham- ingjuósk frá skipstjóra og skips- höfn á skipinu Rigmor.“ Þannig var nýfengnu sjálfstæði Íslands fagnað á spánskri eyju í Miðjarðarhafi sem var sannarlega í anda Ólafs Sigurðssonar. Hann hafði dreymt um að stjórna glæstu millilandaskipi í eigu Íslendinga og frekar en ekkert gefið upp á bátinn frama hjá er- lendum skipafélögum til að stjórna litlum og borðlágum póstbáti sem sigldi með strönd- um fram en ekki yfir reginhöf. Þegar svo tækifærið gafst hafði hann gripið gæsina en örlaga- nornir spunnu honum á endanum sama þráð og Goðafossi. Eftir skeytið 1. desember 1918 spurðist ekki framar til Ólafs Sigurðssonar og áhafnarinnar á Rigmor. Skipið hvarf í hafi á leið til Færeyja, væntanlega með saltfarm. Ólafur lét eftir sig eiginkonuna, Christensu, og þrjú börn þeirra, auk dóttur sem hann eignaðist 1898. Helstu heimildir: Guðmundur Jakobsson: Skipstjóra og stýrimannatal. H-P, Reykjavík 1979. Jóhann Ingólfsson: Skipstjórar og skip II. Skipstjórafélag Íslands fimmtíu ára, Reykjavík 1986 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Kaldur á köflum. Endurminningar Eyjólfs frá Dröngum, Hafnarfirði 1953. Hinn 1. desember 1918 var nýfengnu sjálfstæði lands og þjóðar fagnað á Ibiza, eflaust að frumkvæði skipstjórans, Ólafs Sigurðssonar. Ólafur Sigurðsson. Hann var barnungur þegar faðir hans lést og var fyrir vikið töluvert hjá eldri systur sinni, Sigríði, og seinni manni hennar, Eyjólfi Stefánssyni í Geitareyjum sem vitnað er til í greininni. K Ä R C H E R S Ö L U M E N N HáþrýstidælurGufudælur Öflugir vinnuþjarkarHDC Classic Háþrýstistöð fyrir 1-3 notendur HDC Standard Háþrýstistöð fyrir 1-8 notendur HD 9/18-4 ST Háþrýstistöð fyrir 1 notanda

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.