Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
Nú ríkir mikil sorg á skrifstofu Félags skipstjórnarmanna og
Farmanna- og fiskimannsambands Íslands vegna ótímabærs
fráfalls okkar góða vinar og samstarfsmanns, Ægis Steins
Sveinþórssonar, sem lést á Líknardeild að morgni annars
páskadags eftir snarpa baráttu við krabbamein. Ægir hóf
störf hjá F.s. og FFSÍ í mars 2005 á vettvangi hagsmuna-
gæslu og þjónustu fyrir skipstjórnarmenn undir merkjum
Félags skipstjórnarmanna og Farmanna og fiskimannasam-
bands Íslands.
Kynnin voru frá upphafi einstaklega góð. Ægir var fljótur
að setja sig inn í þau fjölbreyttu verkefni sem undir hann
heyrðu enda átti hann að baki sjómennskuferil, hafði lokið
skipstjórnarprófi, 3. stigi frá Stýrimannaskólanum vorið
1993, og síðan verið stýrimaður hjá Eimskip til ársins 2000
að hann kom í land.
Á skrifstofu F.s. og FFSÍ sinnti Ægir samskiptum, þjón-
ustu og kjarasamningsgerð fyrir hönd farmanna, ferju-
manna, hafnsögumanna og skipstjórnarmanna LHG, ásamt
undirbúningi að kjarasamningi fyrir skipstjórnarmenn við
laxeldi og á hvalaskoðunarbátum. Auk þessa sá hann um
móttöku og afgreiðslu á öllu því sem sneri að Sjúkra- og
styrktarsjóði Félags skipstjórnarmanna ásamt ýmsu fleiru
sem of langt væri að nefna í stuttri minningargrein.
Ægir var fljótlega eftir að hann hóf störf kjörinn varafor-
seti FFSÍ og gegndi því embætti til dauðadags. Vinnudagur
okkar hófst oftast nær á stuttum spjallfundi þar sem farið
var yfir málefni líðandi stundar þar sem tekist var á um
menn og málefni. Þar kom glöggt fram sú mikla réttlætis-
kennd sem einkenndi viðhorf Ægis í garð þeirra sem eiga
undir högg að sækja.
Ekki hvarflaði það að manni að ferð okkar þriggja sem
störfuðum með Ægi sem ásamt mökum heimsóttum Berlín
í haust, yrði sú síðasta sem við nytum saman, en nú blasir
þessi dapurlega staðreynd við okkur sem eftir stöndum.
Þessi hávaxni gerðarlegi maður, sem gengið hafði á fjöll,
ræktað líkamann og bar af okkur sem með honum störfuðu
að líkamlegu atgervi, er fallinn frá.
Með fráfalli Ægis sannast að þeir deyja ungir sem guð-
irnir elska og afburðamanni eins og honum eru örugglega
ætluð verðug verkefni á nýju tilverustigi. Skyndilegt brott-
hvarf þessa góða drengs fellur algjörlega að þessum sann-
indum. Oft hóf hann vinnudag sinn með eftirfarandi orðum
þegar hann mætti til vinnu að morgni dags: Hvernig er stað-
an í þessu jarðlífi?
Staðan hvað okkur varðar sem með Ægi störfuðum er
fyrst og fremst þakklæti fyrir vináttu og samstarf öll þessi
ár og að lokum sendum við Helgu, Ástu og Silju svo og ást-
vinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur
Árni Bjarnason,
Guðjón Ármann Einarsson,
Sigrún Aradóttir og makar
Ægir Steinn Sveinþórsson
– Minning –
Steinar Magnússon, Ægir og Vignir Traustason, sem sýpur á kaffibolla. Með Páli Steingrímssyni í heimsókn hjá Gæslunni.
Ægir rabbar við Gunnar Gunnarsson. Við borðið eru einnig Steinar
Magnússon, sem situr Ægi á hægri hönd, og Andrés Þorsteinn Sigurðsson.