Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Side 42
blína meira á skemmtiferðaskipin sem búin eru sundlaugum en
á undanförnum árum hafa orðið mjög alvarleg slys í tengslum
við þær. Nýlega tilkynnti Norwegian Cruise Line (NCL) að þeir
myndu ráða á skip sín viðurkennda sundlaugarverði til að
tryggja öryggi farþega sinna sem njóta lífsins í sundlaugum
skipa þeirra.
Fyrst var farið að vekja athygli á mikilvægi þess að viður-
kenndir sundlaugarverðir væru við störf í sundlaugum
skemmtiferðaskipa árið 2013 en þrátt fyrir það hafa ekki verið
settar sérstakar reglur um slíkt enn. Þó hafa sumar útgerðir
stigið þetta skref en Disney Cruises var fyrsta skemmtiskipa-
útgerðin sem slíkt gerði fyrir nokkrum árum síðan eftir að
fjögurra ára drengur var nærri drukknaður í sundlaug eins
skipa þeirra. Drengurinn varð fyrir alvarlegum heilaskemmd-
um og samþykkti útgerðin að greiða háar fébætur til handa
drengnum til að meðal annars standa straum af lækniskostnaði
hans.
Önnur útgerðin til að ríða á vaðið með að setja sundlaugar-
verði um borð var Royal Caribbean sem afréð að taka niður
skiltin um að sundgestir væru á eigin ábyrgð sem hafði verið
stöðluð tilmæli í skemmtiskipageiranum um áratugi. Árið 2015
drukknaði 10 ára stúlka í sundlaug um borð í NLC Norwegian
Gem en 2014 drukknuðu tvö ung börn (4 og 6 ára) um borð í
Norwegian Breakaway. Hjá NCL munu sundlaugarverðir verða
þjálfaðir og vottaðir af Ameríska Rauða krossinum og hefja
störf á komandi sumri fyrst á fjórum stærstu skipum útgerðar-
innar, þeim Norwegian Escape, Norwegian Getaway, Norwegian
Breakaway and Norwegian Epic. Frá 2015 hafa sundlaugar
þessara skipa verið útbúnar með eftirlitskerfum en betur má ef
duga skal. Nú er spurning hvort reynslumiklir íslenskir sund-
laugarverðir freisti gæfunnar og leiti á mið skemmtiferðaskipa-
útgerða og bjóði fram starfskrafta sína.
Aukning á hafís
Mikil aukning hefur orðið á borgarísjökum á siglingaleiðum á
Norður-Atlantshafi síðustu vikurnar. Er þetta mjög óvenjulegt
ástand en að öllu jöfnu hefur Alþjóða hafísvaktin talið um 80
borgarísjaka á sömu svæðum í apríl ár hvert en að þessu sinni
voru þeir taldir 450 nærri Grand Banks undan Nýfundnalandi.
Hafa menn varað skip við þessari auknu siglingahættu sem
menn kenna rangsælum vindi sem hefur hrakið jakana sunnar
auk þess sem hitastig á Grænlandi hefur farið hækkandi.
Skip hafa því forðast að sigla stórbaug yfir hafið til að forðast
þessi svæði sem getur verið allt að 350 sjómílna lengri sigl-
ingaleið og bætt við heilum degi í siglingu yfir hafið. Alþjóða
hafísvaktinni var komið á árið 1913, eða eftir Titanic slysið, og
hefur bandaríska Strandgæslan annast þetta eftirlit allar götur
síðan. Fullyrða þeir að ekkert skip, sem fylgt hefur ísviðvörun-
um þeirra, hafi siglt á ísjaka síðan þeir hófu eftirlitið. Spurning
hvort það sé alveg rétt hjá þeim?
42 – Sjómannablaðið Víkingur
Utan úr heimi
Brúarfoss (II) eftir ásiglingu við hafísjaka á Nýfundnalandsmiðum í nóvember 1972.