Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Góð þátttaka var í síðustu ljós- myndakeppni Sjómannablaðsins Víkings og gæði myndanna með eindæmum eins og ávallt. Þótt ekki hafi tekist að ná heim vinningum í Norður- landakeppni sjómanna að þessu sinni þá er um að gera að koma margelfdir í næstu keppni sem fram fer í Noregi í byrjun febrúar á næsta ári. Nú er sumarið fram undan og þá gefast góðar stundir til myndatöku. Þótt nokkuð sé í lokaskil á myndum í keppn- ina 2017 þá er engu að síður hægt að senda inn myndir jafnóðum og menn hafa tekið þær myndir sem þeir telja að eigi leið í keppnina. Keppnin mun fara fram í byrjun desember og eru lokaskil því 30. nóvem- ber. Þátttakendur þurfa að vera sjómenn og má hver ljósmyndari senda inn 15 myndir og mega þær hvort heldur verið teknar í vinnu eða frítíma. Myndirnar skal senda inn í mestu gæðum á netfangið, iceship@heimsnet.is LJÓSMYNDAKEPPNI SJÓMANNA Finnsku dómararnir tilnefndu tvær ljósmyndir til heiðursverðlauna. Aðra tók Vidar Strønstad skip- stjóri á Geoholm sem einnig vann fyrstu verðlaun keppninnar. Um myndina sögðu dómararnir að hún gæfi sterka tilfinningu fyrir vinnunni, væri í góðu jafnvægi og minnti á fræga mynd af bygginga- verkamönnum borðandi morgunmat við byggingu Empire State byggingarinnar í New York. 1 Heiðursverðlaun

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.