Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur N ýsköpunartogarinn Egill rauði NK 104, frá Neskaupstað, strandaði sem kunnugt er við Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 26. janúar árið 1955. Togaranum varð ekki bjargað og var Egill rauði NK fyrsti togarinn kennd- ur við „nýsköpun“ sem tekinn er af ís- lenskri skipaskrá. Í stað b.v. Egils rauða NK var smíðað- ur stór og glæsilegur togari í Vestur- Þýskalandi sem hlaut nafnið Gerpir NK 106 og kom skipið til heimahafnar í Neskaupstað fyrsta sinni þann 16. janúar 1957. ~ ~ Sumarið 1960 selja Norðfirðingar Gerpi NK til Reykjavíkur sem hlýtur við eig- endaskiptin nafnið Júpiter RE 161. Ein- kennisnúmerið hafði til skamms tíma til- heyrt nýsköpunartogaranum Fylki sem fórst norður af Horni í nóvember 1956. Reykjavíkurtogarinn Júpiter RE 161 var í febrúar 1962, orðinn 5 ára gamall og hafði reynst afburða vel. Þann 10. febrúar það ár, í aftaka veðri, bjargaði áhöfn Júpiters RE, undir stjórn Bjarna Ingimarssonar, skipstjóra, 26 af 28 manna áhöfn Siglufjarðartogarans Elliða SI 1. Togarinn Elliði SI var sjötti nýsköp- unartogarinn sem tekinn er af skipa- skráningu vegna óhappa eða slyss, en um þessar mundir eru liðin rétt 55 ár frá Elliðaslysinu. ~ ~ Nýsköpunartogararnir, alls 42 skip, komu nýir til landsins á fimm ára tímabili frá febrúar 1947 til apríl 1952. Á fyrstu 15 árum í útgerð skipanna, frá 1947-62, voru sex þeirra tekin af skipa- skrá vegna óhappa. Öll týndu skipin tölunni á seinni hluta tímabilsins sem hér um ræðir. Rifjum upp örlög nýsköp- unartogaranna sem teknir voru af skipa- skrá á árunum 1947-62. ~ ~ Tveir togaranna strönduðu hér við land. Einn strandaði erlendis. B.v. Egill rauði NK 104. Smíðaður 1947. Strandaði við Grænuhlíð í Ísa- fjarðardjúpi 26. janúar 1955. Fimm skip- verjar fórust. B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Smíð- aður 1951. Strandaði við Reykjanes 31. mars 1955. Mannbjörg. Bjarni Ingimarsson skipstjóri bendir upp bryggjuna. Myndin er tekin í september árið 1965, en þá var Markús Guðmundsson fyrir nokkru tekinn við skipstjórn á Júpiter. Mynd: Ingi R. Árnason Hafliði Óskarsson Óhappasaga nýsköpunar- togaranna fyrstu 15 árin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.