Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur
N ýsköpunartogarinn Egill rauði NK
104, frá Neskaupstað, strandaði
sem kunnugt er við Grænuhlíð í
Ísafjarðardjúpi þann 26. janúar árið
1955. Togaranum varð ekki bjargað og
var Egill rauði NK fyrsti togarinn kennd-
ur við „nýsköpun“ sem tekinn er af ís-
lenskri skipaskrá.
Í stað b.v. Egils rauða NK var smíðað-
ur stór og glæsilegur togari í Vestur-
Þýskalandi sem hlaut nafnið Gerpir NK
106 og kom skipið til heimahafnar í
Neskaupstað fyrsta sinni þann 16. janúar
1957.
~ ~
Sumarið 1960 selja Norðfirðingar Gerpi
NK til Reykjavíkur sem hlýtur við eig-
endaskiptin nafnið Júpiter RE 161. Ein-
kennisnúmerið hafði til skamms tíma til-
heyrt nýsköpunartogaranum Fylki
sem fórst norður af Horni í nóvember
1956.
Reykjavíkurtogarinn Júpiter RE 161
var í febrúar 1962, orðinn 5 ára gamall
og hafði reynst afburða vel. Þann 10.
febrúar það ár, í aftaka veðri, bjargaði
áhöfn Júpiters RE, undir stjórn Bjarna
Ingimarssonar, skipstjóra, 26 af 28
manna áhöfn Siglufjarðartogarans Elliða
SI 1. Togarinn Elliði SI var sjötti nýsköp-
unartogarinn sem tekinn er af skipa-
skráningu vegna óhappa eða slyss, en
um þessar mundir eru liðin rétt 55 ár frá
Elliðaslysinu.
~ ~
Nýsköpunartogararnir, alls 42 skip,
komu nýir til landsins á fimm ára
tímabili frá febrúar 1947 til apríl 1952.
Á fyrstu 15 árum í útgerð skipanna, frá
1947-62, voru sex þeirra tekin af skipa-
skrá vegna óhappa. Öll týndu skipin
tölunni á seinni hluta tímabilsins sem
hér um ræðir. Rifjum upp örlög nýsköp-
unartogaranna sem teknir voru af skipa-
skrá á árunum 1947-62.
~ ~
Tveir togaranna strönduðu hér við land.
Einn strandaði erlendis.
B.v. Egill rauði NK 104. Smíðaður
1947. Strandaði við Grænuhlíð í Ísa-
fjarðardjúpi 26. janúar 1955. Fimm skip-
verjar fórust.
B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Smíð-
aður 1951. Strandaði við Reykjanes 31.
mars 1955. Mannbjörg.
Bjarni Ingimarsson skipstjóri bendir upp bryggjuna. Myndin er tekin í september árið 1965, en þá var Markús Guðmundsson fyrir nokkru tekinn við skipstjórn á
Júpiter. Mynd: Ingi R. Árnason
Hafliði Óskarsson
Óhappasaga nýsköpunar-
togaranna fyrstu 15 árin