Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 1
1 6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . Á G Ú S T 2 0 2 2
Blóðlínudans í
víkingadrama
Frá Kaliforníu
á Patreksfjörð
Lífið ➤ 24Menning ➤ 23
Góð byrjun á
hjólatúrnum
Hugsum í framtíð
2-3 DAGA
AFHENDING
Formaður Samtaka ferða-
þjónustunnar segir að greinin
hafi verið á gífurlegri siglingu
og eftirspurnin nánast verið
of mikil. Hún segir að bæði
stjórnvöld og greinin þurfi að
læra af þessari stöðu.
magdalena@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Bjarnheiður Halls-
dóttir, formaður Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir að ferðaþjón-
ustan hafi verið á gífurlegri siglingu
í sumar og eftirspurnin hafi nánast
verið of mikil.
Hún segir engan greinanda hafa
séð fyrir að greinin tæki svona hratt
við sér og segja megi að það hafi
nánast verið of mikið að gera hjá
greininni í sumar.
„Við höfum ákveðna afkastagetu
og erum með takmarkandi þætti
sem eru sú þjónusta sem ferðamað-
urinn þarf á að halda. Þar höfum við
rekið okkur á veggi vegna þess að
það er ekki nóg til. Hvorki gisting né
bílaleigubílar né rúturnar og heldur
ekki nóg af leiðsögumönnum.“
Bjarnheiður bætir við að sums
staðar hafi ferðaþjónustufyrirtæki
þurft að hafna bókunum og að þetta
sé staða sem læra þurfi af.
„Markmið ferðaþjónustunnar er
að vaxa meira og verða sterkari stoð
í útflutningi heldur en hún er núna
og þá verðum við að fara í ákveðna
naflaskoðun, bæði greinin sjálf og
stjórnvöld.“
Bjarnheiður segir að það sé ýmis-
legt sem þurfi að huga að, þá eink-
um þar sem svo virðist sem fleiri
gáttir séu að opnast þegar f logið
verður á f leiri staði úti á landi á
næstu misserum. Í því ljósi þurfi að
skoða þessi mál í stóru samhengi og
huga að því hvernig hægt sé að anna
þessari eftirspurn. SJÁ SÍÐU 10
Eftirspurn í ferðaþjónustu
hafi nánast verið of mikil
Bjarnheiður
Hallsdóttir,
formaður
Samtaka ferða-
þjónustunnar
ÚKRAÍNA Úkraínska þingkonan
Kira Rudik hélt á riffli í fyrsta skipti
daginn sem innrás Rússa í Úkraínu
hófst. Hún er stödd hér á landi,
meðal annars til að vekja athygli á
aðstæðum í heimalandinu.
Hún var nýbúinn með þingfund
þegar stríðið hófst. „Leyniþjónustan
sagði að við þyrftum annað hvort að
yfirgefa landið eða búa okkur undir
að berjast. Ég greip því byssu og
sagðist ætla að berjast,“ segir Rudik.
SJÁ SÍÐU 8
Tók upp riffil er
innrásin hófst
Kira Rudik
NEYTENDUR Verð á matarkörfunni
breytist lítið milli júlí og ágúst hér
á landi, mun minna en í Bretlandi
og Frakklandi. Þetta kemur fram í
verðkönnun sem Veritabus fram-
kvæmdi í netverslunum í síðustu
viku.
Veritabus kannaði 100 vörur í
netverslunum. Þar sem verð vantaði
var hilluverð í verslunum kannað.
Matarkarfan hér hækkaði um
0,15 prósent milli mánaða. Ávextir
og grænmeti lækkuðu í verði og
einnig kjöt og fiskur. Mjólkur- og
drykkjarvörur stóðu að mestu í stað
en mestu hækkanirnar voru í dósa-
og þurrmat, sælgæti og snakki.
Talsverðar hækkanir virðast enn
vera að koma inn í verðlag í Frakk-
landi og á Bretlandseyjum. SJÁ SÍÐU 4
Verðbreytingar
á matarkörfunni
minni hér á landi
Það var allur gangur á því hvort vegfarendur ferðuðust á tveimur eða fjórum jafnfljótum í gær í Elliðaárdalnum, sem er sívinsæll útivistarstaður borgarbúa. Fólk kepptist við að drekka í sig síðustu
sólarstundirnar í bili en hitinn fór upp í 17 gráður í Garðabæ eftir ískaldan morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi í dag til hádegis en lengur á miðhálendinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK